Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 4
Loks var komið að því að reisa fjöllum með síldarstelpur. nýja siglutréð og langt komið Axel Petersen hafði meirá að að gera við allt það, sem gengið segja ort kvæði, sárfættur á hafði úr skorðum á siglingunni fjallstindi, þar sem hann óskaði til fslands. Þeir höfðu meira að sér þess að mega ævilangt dvelj- segja farið í fjallgöngur með út- ast þarna við fjöll, kletta og haf. lendu stúlkunum tveim, og einn En nú var ekki til setunnar skipverjinn á enska togaranum boðið. Burtfararstundin nálgað- símaði þau tíðindi til Eng- ist. lands, að sægarparnir væru á Enn var ekki mikill tími til hvíldar, því að það þurfti að birgja bátinn að vatni og fylla olíugeym- ana. Um miðnætti fannst mér þó, að ég hefði nóg unnið, svo að ég fór í gönguferð. Dalbotninn hvíldi 1 skugga fjallanna, en rísandi sól hafði þegar varpað gullnum bjarma á skýin. Léttan þokuslæð- ing frá sjónum lagði inn á milli hlíðanna, og ég heyrði bjölluóm frá skipunum, sem lágu við akkeri á firðinum. Upp úr þokuhafinu, sem huldi fjörðinn, skagaði siglu- tré selveiðiskips, er mjakaðist inn á leguna og lét akkeri falla þar með skrölti og glamri, sem marg- faldaðist í næturkyrrðinni. Svo hreyfðist það ekki meira. Ekkert hljóð heyrðist nema bjölluómur- inn utan firðinum, en upp úr þok- unni gnœfði útsýnistunnan í siglu- tré selfangarans. Fjær og mikiu hærra flæddi sólskinið um fjalla- virkin, flekkótt af snjó. Ég haifði snúið við niður að bátn- um, þegar bifreið ók hjá og nam staðar hjúpuð rykmekki. Mér var eikki neinn fögnuður að því, þó að mér væri boðið að setjast upp í. Þó gat ég ekki annað en þegið boðið, sér í lagi þar eð ökumað- urinn átti heima rétt við bryggj- una okkar. „Komdu inn og fáðu kaffisopa", sagði hann þegar við vorum komn- ir að húsi hans. „Klukkan er orðin tvö“, and- mælti ég efablandinn. „Konunni minni þætti gaman að því“, sagði hann. „Það er sumar, og við getum sofið nægju okkar í vetur“. Húsfreyjan virtist hreint ekkert furða sig á því, þótt gestur gengi í stofu á svo undarlegum tíma sól- aihringsins, og senn vorum við farnir að drekka kaffi og háma í okkur íslenzkar pönnuköikur með þeyttum rjóma. Ég spurði hjó hverjum ég væri gestur. „Ég heiti Róbert, og faðir minn hét Einar, svo að fullt nafn mitt er Róbert Einarsson. Við eigum son, sem heitir Einar eftir afa sín- um, og þess vegna hitir hann Ein- ar Róbertsson", sagði húsbóndinn. „Nafnasiðir okkar hljóta að koma yður kynlega fyrir sjónir“, sagði nú húsfreyja. „Ég var skírð Kristbjörg, og ég er dóttir Sigurð- ar — ég heiti með öðrum orðum Kristbjörg Sigurðardóttir. Já — við glötum ekki nafni okkar, þótt við giftumst, og það er líka ágætt: Þá veit enginn, að við erum gift- ar“. „Nei, takk“, sagði ég og hafnaði með tr#gðu meiri pönnukökum á • í kaffiboði klukkan tvö um nóft. • í lánsbuxum á leiksýningu. • Sterkur og hjálpfús maöur fær sióbað. • Hjá skipherranum á fallbyssubátnum Þór. • Dansgestir með hníf í erminni. • Um ályktanir kven- fólksins á SeySis- firði. þeirri fátæklegu íslenzku, sem ég hafði tileinkað mér. „Hvernig lízt yður á húsakynn- in?“ spurði Kristbjörg. „Rákuð þér ekki upp stór augu, þegar þér sáuð, að við bjuggum ekki i snjó- húsum?“ Ég ætlaði að malda i móinn. „Nei. En enski herinn, sem var hér á íslandj í styrjöldinni, gekk með ísbjörn á treyjuöxlinni. Það enginn tiltakanlegur kuldi hér, og við erum Norðurálfumenn, komn- ir af norsku fólki og írum. sem voru í Vestmannaeyjum". Ég lét ekki á mér standa að lýsa andúð minni á hugmyndabrengli manna á styrjaldarárunum. ★ Næsta morgun lukum við að vefja sigluna trefjaplasti. . . Áhöfn in á hertekna togaranum hjálpaði að þætta strengi, reyra hnúta og strengja kaðla. . . Liðveizla henn- ar hefur sjáifsagt sparað okkur tveggja daga vinnu. En þegar við undum upp segl, voru þessir menn ekki lengur með á nótunum, því að þeirra kynslóð þekkir aðeins vélknúin skip. Landhelgissektin var enn ó- greidd, og þeir voru orðnir pen- ingalausir og matarlitlir. Við gát- um Mtið hjálpað þeim, en létum þeim þó í té gulrætur og þurrk- aða sveppi og dálítið af niðursoðn- um matvælum. ÍR FERÐABÓKIIM ÚTLENDINGA V 36 IlB.NN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: