Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 8
VETRARMORGUN I LIFI GUÐMNDAR ÓSKARS „Nó er frost á Frónl“, hefðu menn mátf syngja sér til hita f kuldaköstunum um dag- inn, þegar hitaveitan i höfuðborginni sagði upp þjónustunni og vatnið i ofnunum hljóp í gadd. Því að fæstir munu hafa haft hellu til þess að snúa eins og Bjartur í Sumarhús- um, þegar hann gisti í skútanum undir Strút felli, eftir að hafa etið freðið nesti sitt fram- an í tunglinu. Eitthvað er þó eftir í okkur af seiglu Bjarts, því að hvergi fraus blóð í æðum, svo að vitnazt hafi, og ekki fraus heldur á kopp- um í finu húsunum okkar, því að þeir eru ekki lengur notaðir. Aftur á móti kann að hafa skeljað í salernisskálum, og það vitum við með sannindum, að sums staðar fraus á glösum og kaffikönnum. Eins og við vitum öll eru skólabörn meðal þeirra, sem fyrstir rísa úr rekkju í höfuðborg inni á vetrum — svona nokkrum klukkustund um á undan forstjórum og öðrum ábyrgum borgurum. En með því að hann Guðmundur Óskar Hauksson er grandvar piltur, lét hann ekki á sig bíta, þótt kalt væri að stíga fram á góifið í frosthörkunum. Og hér er ofur. lítil myndasaga, sem sýnir einn morguninn hans, þegar kaldast var. Mamma hans er bezta móðir, og hafði hellt 1 I » • N N - SUINNUUAtiSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.