Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 11
ENSK TÚNLIST FYRR Á ÚLDUM Við íslendingar höfum löngum haft alla okkar vitneskju urir menn ingu veraldarinnar úr Danmörku. Enginn skyldi vanþakka viðleitni Kaupmannahafnar-íslendinga, sem sannarlega lögðu sinn stóra skerf í grundvöll hins frjálsa íslands nútímans. Og þeir fluttu okkur Andersen, Brandes og Grundtvig, og komu okkur í samband við Andrés Önd og Feminu, og svína- steikin hefði áreiðanlega aldrei tekið hér land án þeirra hjálpar. Af tónlistarsviðinu rak hér snemma á fjörur lífvænleg frækorn úr garði Hartmans og Gades, og þótt kuldaleg veðrátta stýfði oftar en ekki blóm af veikurn stilkum, varð jörðin aldrei söm og áður. Sumir segja hana jafnvel eiga nægilegt frjómagn nú orðið, að bera lágvax- inn, harðgerðan gróður á þessu sviði, jafnt við aðrar greinar menn ingar og lista, og er vísast að svo sé. í gegnum Danmörku, frá Þ\’zka landi, komu svo snemma þær fregnir, að þýzk tónlist væri sú eina, sem mark væri á takandi. Beethoven og kappar hans væru þeir einu, sem í rauninni kynnu eitthvað fyri> sér, og þótt einstaka ítali væri að teygja úr sér, væru slíkir strákar ekki annað en und- irtyllur i herbúðum meistaranna. Frakkar komu ekki til greina, nerna þá helzt Berlioz, af því hann þekkti Wagner persónulega. Englendingar komust alls ekki á blað, þótt þeir syngju It‘s a long T Í M I N N - SUNNUDAGSBLAii way to Tipperary fullum hálsi, enda reyndist það írskt að upp- runa. En svo koma aðrar heimild- ir til skjalanna, og fullyrða allt annað, og nú á síðustu árum er smám saman að verða nýtt uppi á teningnum. Það skyldi t.d. ekki vera, að hinir háttvísu Bretar flíki ekki stóreignum sínum að óþörfu? Slíikt hefur aldrei þótt „the gentle- man's way“, sk'lst manni. Þetta eiga Pólyfónkórinn, Musica da camera, úfcvarpið og fleiri vonandi eftir að sanna okkur innan tíðar. Þangað til verðum við að láta bók- stafinn nægja og hefjurn lesturinn því. Löngu fyrir daga Elísabetar fyrstu áttu Englendingar háþró- aða tónmenningu. í kapellum stríðsmannsins og landvinninga- postulans Hinriks fimmta voru margir snillingar að störfum, og þótt nöfn þeirra flestra hafi geymzt, frekar en höfunda íslend- ingasagna, lifa margar anonymsk- ar perlur frá þessum tíma. í einu handriti, „The Old Hall Manu- script", er þó getið höfundar tveggja tónverka, Gloria og Sanc- _tus, og er sá enginn annar en „Roy Ifenry". Konungurinn Hin- rik fimmti, sem í það minnsta það skiptið hefur tekið sér hvíld frá vopnaskakinu til að þjóna guði sínum með sönglist. í öðrurn hand irítum er þó getið fáeinna tónhöf- unda annarra en konunglegrar ættar (Hinriki sjötta eru einnig eignaðar tónsmiðar) og ber þar hæst Thomas Dammett, Leonel Power og Forest. En sá brezkur maður, sem hæst var hylltur sem tónsnillingur á þessum tíma, John Dunstable, á aðeins örfá verk í enskum handritum, og ekkert und ir eigin nafni. Skýringin er raun- ar sú, að þótt hann væri bæði fæddur og grafinn á Englandi, bjó hann lengst af erlendis, var meðal annars langdvölum í París, við hirð hertogans af Bedford, bróður Hinrik- fimmta. Við hirð- ina í Burgund á hins vegar sjálf- ur Dufay, sem oft er talinn mest- ur tónsnillingur þessa tíma, að hafa fölnað og frosið í framan yfir leik Dunstables, „þvi hann átti ekkert svo fallegt í sínum fórum" (Martin le Franc: Champi- on des dames). Flest þeirra fimm- tíu verka, sem til eru enn frá hendi Dunstables, fundust í Frakk- landi og raunar víðar um Evrópu. Um ævi hans er lítið annað vitað en að fyrir utan tónskáldsfrægð- ina var hann talinn hlutgengur í hópi stjörnu- og stærðfræðinga, og skrifaði nokkrar merkar ritgerðir um slik efni. Eftir daga Hinriks sjötta, sem á þessari öld trúar- styrjalda og ófstækis lá 1 bókum og stúderingum og mátti ekki blóð sjá, hófust þær hörmungar, sem kallaðar voru „rósastyrjaldir", æð- isgpngin valdabarátta brezka aðals- ins, sem lamaði enskt efnaliags- 43

x

Tíminn Sunnudagsblað

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Tungumál:
Árgangar:
13
Fjöldi tölublaða/hefta:
556
Gefið út:
1962-1974
Myndað til:
03.03.1974
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fylgirit Tímans
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu: 43
https://timarit.is/page/3556880

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: