Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 12
og menningarlíf í meir en þrjátíu ár. Hjónabandsmál Hinriks áttunda leiddu til aðskilnaðar ensku kirkj- unnar og veldis páfans. Þar með áttu hugsjónir mótmælenda opna leið í ensku samfélagi og það blómaskeið, sem stóð fram að bylf - ingu púritana, var hafið. Hápunkf ur þessa voru ríkisstjórnarár Elísa betar dóttur Hinriks áttunda og Önnu Boylens, dagar Shakespears, Marlows og Bacons, og kannski hefur aldrei jafnmörgum andleg- um ofurmennum verið safnað á jafnlítinn stað og Lundúni þeirra tíma. Hinn veraldlegi meykonung- ur, frjálslyndur og listelskur, safn- aði um sig meisturum allra list- gerina, og tónlistin blómgaðist á nýjan leik. Fjölraddaðir ítalskir söngvar í veraldlegs og andlegs eðlis flutt- ust inn í landið og voru sungn- ir með enskum textum. Verk meistara eins og Willaerts, di Lass- os og fleiri urðu jafnvel á hvers manns vörum, og fyrsti „elísabet- anski“ tónsnillingurinn lætur frá sér heyra. William Byrd fæddist 1543 og dó 1623. Hann samdi fjölraddaða tón list af ýmsu tagi, fyrir söngraddir og hljóðfæri, en frægastir eru lík- lega fjölraddaðir madrigalar, söngvar við veraldlega texta, sem að nokkru leyti voru sniðnir eftir ítölskum fyrirmyndum en með af- ar sterkum persónulegum eigind- um. Tilraunir hans með stríðan samhljóm þóttu með eindæmum, og í ýmsum útgáfum tekur hann söngvurum vara fyrir að leiðrétta skrítna hluti endilega sem prent- villur. En þessi „skrítna“ tónlist varð fljótlega með afbrigðum vin- sæl, og þótti enginn maður með mönnum, sem ekki gat sungið rödd i Madrigal eftir William Byrd og aðra, sem fljótlega fylgdu á eft- ir. Engri stúlku bauðst gott gjaf- orð, gæti hún ekki leikið eitbhvað af verkum þeirra á virginal, sem var vinsælt stofuhljóðfæri (piano þess bíma) og hét höfuðið á mey- konungnum. Kollegi Byrds, Thom- as Morley (1557—1603) gaf 1601, tveim árum fyrir dauða sinn út safn madrigala, alls 25 að tölu, og kallaði það Triumphs of Oriana. Þvi var þá fleygt og það heyrist enn, að Ítalía hafi ekki fætt af sér önnur eins snilldarverk í þessu formi, jafnvel ekki fyrir dauða Palestrina og di Lassos, sem voru 44 Beethovenw* srrrs tíma. Hið sér- kennilega við stíl flestra ensku madrigalistanna svonefndu, er dirfska í meðferð hljóms og lag- línu. Raddirnar eru teygðar yfir langtum lengra svið en þorandi þótti í meginlenzkum tónverkum, og þau hljómrænu ævintýri, sem sumir þeirra leggja út í, til dæmis Thomas Weelkes og John Wilbye, eiga sér aðeins hliðstæðu í verki um eins samtímamanns, ítalans Carlo Gesualdo, en verk hans hafa hvert af öðru verið endurvakin af árhundraða svefni, fyrir tilstilli Igors Stravinskys og fleiri. Fegurð tónlistar Englendinganna verður auðvitað ekki með orðum lýst, en þeim sem heyrir skilst fljótlega samhengið við Shaekspeare, Mar- lowe og aðra, er hæst bar í skáld- skap og listum. Hér er lýsing á gróskumiklu samfélagi, þar sem andstæður hrinda fram sögulegri þróun mikillar tíðar. 30. janúar 1649 leiddu púrítan- ar Karl fyrsta, hinn kaþólska son- arson Maríu Stúart, á höggstokk- inn. Undir forystu Cromwells réðu þeir lögum og lofum á Englandi í meir en tuttugu ár, og á þeim tíma lá við þeim tækist að ganga frá flestum listgreinum dauðum. Svo var þó fyrir að þakka hinum margumræddu madrigalistum, sem náðu inn á svo til hvert heim- ili í landinu með list sinni, að ekki tókst að þagga teljandi niður í tón- listinni. Samsöngur upp úr madrigal- bókum var orðinn svo fastur lið- ur í Mfi allrar alþýðu, að all- lengra en tuttugu ár hefði þurft til að útrýma honum, enda höfðu púrítanar öðrum hnöppum að hneppa við að elta uppi kaþólikka og ekki sízt íra, sem þeir myrtu þúsundum saman. 1656 tókst Sir William Davenant jafnvel að fá að opna leikhús, gegn því loforði að hann sýndi aðeins óperur en eng- in venjuleg leikrit. Þangað á enska óperan, sem hæst bar í verkum Henrys Purcells, rætur sínar að rekja. 1660 var veldi púritana iokið, og Karl annar varð konungur Breta. Umskiptin voru mikil. Fylgismenn Karls fluttu með sér nýja menn- ingarstrauma frá meginlandinu. Hinn léttlyndi konungur gaf Iítið fyrir þunglamalega kirkjutónlist, en snillingar madrigalsins voru Iöngu allir, Iýriskir söngvar og danslagafíokkar voru helzt í tízku. Nokkrir anftakar gömlu meistar- anna (til dæmis Cooke og Ohristo- pher Gibbons, sonur Orlandos, neyddust til að semja tónlist, sem hvorki áfti við menntun þeirra né skapferli, enda urðu verk þeirra hvorki fugl né fiskur. Ungir menn leituðu nú menntunar á megin- landinu. Einn nemanda Cookes, Pelham Humphrey, var sendur til Frakklands að nema tónskáldskap hjá Lully, hinum nafntogaða tóm- meistara Lúðvíks fjórtánda. Hann, ásamt John Blow og Wise og fleiri, gerði sitt til að festa hinn nýja sið í sessi. Purcell, sem fæddist 1659, var því alinn upp í frísku, ólgandi andrúmslofti. Hann gerð- ist snemma nemandi Humphreys og Blows, og það, sem þeir höfðu orðið að vega og meta með mikl- um erfiðismunum, af nýjum tækni brögðum, var orðinn leikur einn, er hann komst á legg. Kröfur tím- ans voru ekki lengur um nýstár- lega tækni og endursköpun forma, heldur um afburða anda, sem hefði eitthvað persónulegt fram að færa. Og þar var hann rétti mað- urinn kominn. Fyrstu verk hans eru kórverk, og þó þau séu mjög í anda sam- tíma meistara, eru þau svo full- komin að innri gerð sem ytri, að undrun sætir af svo ungum manni. Fyrstu hljóðfæraverk hans, sem prentuð voru, Sónötur fyrir tvær fiðlur og undirleik, voru hins vegar gædd öllum þeim sérkenn- um, sem síðar urðu aðalsmerki list ar hans. Þó segir Purcell í for- mála, að þau séu tilraun til stæl- ingar á hliðstæðum verkum hinna frægustu meistara á Ítalíu, ekki sízt Vitalis, en eftir þann ágæta snilling heyrist sjaldan nokkuð nú orðið, utan sú gulli slegna Ciac- oona, sem flestir fiðlarar glíma ein hvern tíma við á konsertpalli. Són- öturnar voru prentaðar 1683, en þá hafði Purcell þegar samið tón- list við allmörg leikrit. Leikhúsln sóttust mjög eftir samvinnu við hann og næstu árum samdi hann tónlist við á milli 20 og 30 leik- húsverk. Sú reynsla var honum dýrmæt, er hann tók við að semja Dido og Aeneas, óperuna sem ber af flestum tilraunum til slíkrar sköpunar á 17. öld, og á sér aðeins jafningja í nokkrum beztu verkum Monteverdis. Hádramatíiskir kór- þættir, skiptast á við recitative (talsöng), aríur og dúetta, og Framh. á 46. síSu. T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.