Tíminn Sunnudagsblað

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1968næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 14.01.1968, Blaðsíða 5
Síðari hluta dagsins sýndl ég 6- venjuleguni gestum bátinn. Þrjár honur voru í hópnum, nafnkunn- ar meðal íslendinga, og í för með þeim voru, eins og því miður vill oft verða, hópur sérstaklega mynd arlega karlmanna. Þetta var fólk úr Þjóðleikhúsinu í Reykjavík á isýningarferð. „Við bjóðum ykkuf öllum á leik- sýninguna", sögðu leikararnir, „og svo komið þið til okkar á Afcureyri, áður en við förum þaðan“. „Ljáðu mér siátturvélina þína, Davíð“, sagði Axel, þegar ég sagði frá þessu boði. „Gott og vel“. Ég rétti honum rafmagnsrakvélina mína. „En get- urðu léð mér buxurnar þínar?“ Ég hafði einungis haft með mér skíðabuxur og vinnubuxur, og nu voru þær allar útataðar. Ég treysti á sparibuxur Axels, ef mér yrði boðið í bland með merkilegu fólki. Okkur hafði verið sagður gang- urinn í leiknum, sem var ákaflega magnþrunginn og minnti mig á Ibsen, held ég. Mér þótti gaman að sjá, að hið kyrrláta, alvarlega fólk, sem fyllti sætin, var sama ung viðið og þyrpzt hafði í danshúsin nokkrum kvöldum fyrr. „Þetta byrjar klukkan tíu og endist alla nóttina“, hafði íslenzk' stúlka sagt við mig. „Auðvitað leita þeir á þér að flöskum og hnífum, þegar þú ferð inn, en ég er með stóra tösku, sto að ég get bjargað þér, ef þú vilt — það er náttúrlega vissara fyrir þig að hafa með þér hníf. Finnarnir eru með þá í jakkaermunum“. Eftir sýninguna spjölluðum við við leikarana, unz þeir héldu brott í vagni sínum. „Við ætlum að sýna leik eftir Brendan Behan næsta ár“, sagði Herdís Þorvaldsdóttir, ein leikkon- an, við mig. „Við erum hálfgerðir írar, svona græneygð eins og við erum...“ Ég virti hana fyrir mér, og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að þessi öld stæði í talsverðri þakkar- skuld við írsku landnemana í Vest mannaeyjum. ★ Daginn eftir, 3. júlí, rann upp langþráð stund, því að þá reistum við siglutréð. Við bundum bátinn við hliðina á Dorade, sem sleppt hafði verið úr herkvínni á milii Óð- ins og stóra togarans, og notuðum gátga sklpsinis tit þess að Iyfta sigl- unni. Sem áhöfnin á Dorade, lög- reglumennirnir, sem á verði voru í skipinu, og við sjálfir lögðumst á eitt að koma giidari enda siglu- trósins í stellinguna, skaut upp fer legum beljaka, sem varð okkur heldur betur til trafala. Hann tog- aði af öllum kröftum í hvern spotta, sem hann sá, þar til hann þreif loks af heljarafli í kaðal, sem hvergi var festur, og steyptist í næstu andrá útbyrðis með skiln- ingsvana bros á vörum. Það kom fyrst upp úr kafinu, þegar vlð höfðum dregið hann hundblautan, en nokkurn veginn als gáðan yfir borðstokkinn, að togaramennirnir höfðu haldið hann einn af okkur, en við höfðum aftur á móti talið sjálfsagt, að hann væri af togaran- um. En svo reyndist þetta vera ís- lenzkur sjómaður. . . Við vorum búnir til brottfarar, er okkur barst kveðja skipherrans á fallbyssubátnum Þór, sem var ný Ikominn að bryggju. Gátu piltar hans fengið að skoða bátinn? Og viidi ég gera svo vel að koma á skip til hans? Ég sveiflaði mér yf- Þeir félagar héldu á báti sín- um norður með landi fyrir and- nes öll, um þveran Héraðsflóa og Bakkaflóadjúp og stefndu á Langanesfont. Þeir höfðu les- ið í sjóferðabókum, að þar lá röst mikil frá landl og oft næsta Ég var einn við stýrið, og hug- ur minn dvaldist við íslendinga. Mér varð hugsað um það, hve þeir eru líkir því fólki, sem lýst er í fornsögunum. Einkum er rík sú tilhneiging að gera minna úr flestu en efni standa til. Það vakti þessar hugsanir, að við vorum staddir út af Vopnafirði, þar sem íslendingur, er fáu lofsverðu var borinn öðru en miklum kjarki, Víga-Hrappur að nafni, tók sér fari til Noregs fyrir níu öldum. Svo fór, eins og verða hlaut, að hann kom sér þar í vandræði. Hin snjöllu orðaskipti, sem nú verða tilgreind, eru sótt í Njálssögu: „Guðbrandur sat í öndvegi, og var fátt manna í stofunni. Hrapp- ur gekk fyrir hann og bar hátt öx- ina. Guðbrandur spurði: „Hví er blóðug öxi þín?“ „Ég gerði að bakverk Ásvarðar ir borðstokkinn, og eftir nokkra leit fann ég hann í gangi, þar sem hann beið min. Ég bað hann að afsaka, hve óformleg koma mín væri. Jón Jónsson skipherra spurði mig um ferðir okkar. „Þér getið kallað mig upp í tal- stöð hvenær sem er, ef þið skyld- uð lenda í vandræðum“, sagði hann af höfðingskap sínum. „Þið kallið á varðskipið á 2,182. Þið segið mér, hvar þið eruð, en óg get ekki sagt, hvar ég er, eins og þér skiljið, því að ég er varðskip11. Ég sagði, að mér væri kunnugt um, að herskip yrðu að hlýta ströngum reglum. Að skilnaði gaf skipherrann mér bók eftir Vil- hjálm Stefánsson, landkönnuðinn, og skrifaði á árnaðaróskir sínar. Það er gjöf, sem mér þykir vænt um, þótt hún væri óverðskulduð. Þegar við höfðum kvatt alla kunningja okkar á Seyðisfirði, var komið fast að miðnætti. „Við sendum ykkur hingað jóla- kveðjur, kölluðum við til togara- karlanna, þegar við höfðum losað bátinn úr tengslum við Dorade. úfin, jafnvel í hægu veðri. Úti fyrir mynni fjarðanna voru skuggalegir þokukúfar, og þar hafði síldarbátur skaddazt í á- rekstri þennan morgun. En veð ur var enn meinhægt. verkstjóra þíns“, segir Hrappur. „Það mun eigi af góðu“, segir Guðbrandur“. Þú munt hafa vegið hann“. „Svo er víst“, segir Hrappur. „Hvað var til saka?“ seglr Guð- brandur^ „Lítið mundi yður þykja“, segir Hrappur: „Hann vildi höggva af mér fótinn“. „Hvað hafðir þú til gert áður?“ segir Guðbrandur. „Það er hann átti enga sök á“, segir Hrappur. „Þó máttu segja, hvað það var“, segir Guðbrandur. Hrappur mælti: „Ef þú vilt það vita, þá lá ég hjá Guðrúnu, dóttur þínni — og þótti honum það illa“. Guðbrandur mæltl: „Standi menn upp og taki hann, og skal hann drepa“. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAl* 37

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (14.01.1968)
https://timarit.is/issue/255851

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (14.01.1968)

Aðgerðir: