Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Side 7
Halldóra B. Björnsson: N. N. forstjóri við skál Ég get sleppt bæði upphafi og endi þvi allir vita hvernig börn eins og ég geta búið sig undír lífið: við byrjun í efsta þrepinu. En sextán ára falsaði ég nafn míns föður á Landsbankavíxil — lítilræði var það ég ætlaði á dansleik með giftri og glaðlyndri frú og gat ekki látið það sjást að ég væri ekki maður með fé í vösum og flösku til eftirleiks. Á næstu árum gramdist stundum þeim gamla hve geysiháar fúlgur leystust f sundur rétt við hans eigið nef en ráðalaus dó ég ekki því rithönd hans bezta vinar þekkti ég út og inn. Það virtist ganga svo greitt svona fyrsta sprettinn þó féll á mig grunur það var bölvað klúður ég neyddist loks til að játa en ég hafði gert þetta í ölæði það var strax betra. Sem almúgadrengs \s hefði beðið mín tíu ára tukthús en það er ég ekki af aðli langt fram I ættir og faðir minn fremsfur í Reglu sem má sín mikils. Málið var leyst á þann snjalla hátt sem hér er orðinn að venju: mér var hallvikað inná hæli í miðri borg (en hefði átt að fara rakleitt á Letigarðinn) að læknisráði lagður á sjúkrabeð um tveggja mánaða tíma ég lá reyndar aldrei en notaði tfmann og tækifærin vel og tók því sem bar að höndum drakk ekki neitt en dópið var öllum frjálst og glaðsinna konur voru þarna vistum. Næsta skrefið lá útí fjarlæg lönd með ríklegan námsstyrk úr ríkissjóðnum tóma til nokkurra ára að nema þar viðskiptalist ég kom varla í skólann en kynnti mér þessi fræði á knæpum og öðrum stöðum sem hentaði betur í lífsins skóla — það lét mér jafnan bezt. Og hún Pálína litla þetta blessaða barn hún var bara sextán svo indæl og hrædd og mjúk hún fór heim til foreldra sinna^ og sonurinn er nú seytján og spjarar sig vel — ég sendi aldrei greiðslu en fylgdist þó með því hann óx úr grasi — ég bað hana að gefa honum annan föður hún gerði það skinnið nú sé ég það var kannski feil því ég fékk engan annan son. Og ennþá man ég hann Kára og kvöldið það á knæpunni f Höfn er hann Tatarastelpunni náði vélti hana frá mér ég stakk hann með hnífi á hol ég drap hann þó ekki en hann dó af því löngu seinna. Að námi loknu fékk ég svo forstjórastöðu og fríðindi mörg sökum ættar minnar því skiljanlega skuldum vafinn kom ég frá skólanámi og hafði nú fest mér konu. Og núna fyrst hef ég fundið ráðið sem dugar: að falsa í svo stórum mæii að lögin nái mér ekki og heppnist þetta sem hérumbil er víst ég heiti á kirkjuna: gef henni á næsta ári milljón. Það sem ég segi mér einum er talað af hreinu hjarta ég held mér sé borgið ég fékk krossinn í gær. (Og konan lengst útí löndum í innkaupareisu). Æ — kondu nú Pálína mín og leystu af mér skóna. , Mér bná svo, að ég hætti við allt saman og hljóðið hvarf. Nú, ég byrjaði aftur á þessu merka fyrirtæki, að koma saltfisk- inum upp á diskinn. Hljóðið heyrðist aftur, nú enn hærra. Og þá skldi ég, hvers kyns var. Það var fisksoaðinn í höndunum á mér, sem glamraði svona. Ég nötraði eins og hrísla af gleði, aif ham- ingju, sem fylti hverja æð. Held- urðu, að það sé ekki gaman fyr- ir roskna manneskju, þá á fimm- t/ugsaldri, að eiga þá sælu, að mað- ur ráði ekki við hendurnar á sér? Og heldurðu ekki, að það sé líka þafcklætis veri, að geta fyllzt svona Framihald á bls. 334. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 319

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.