Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 9
„Hornbjarg úr djúpinu rís“ TORFI ÞORSTEINSSON: MINNI VESTFJARÐA Sumarið 1963 fór ég mína fyrstu fero kringum landið. Við lögðum af stað frá Reykjavík síðla dags. Le’ðm lá inn fyrir Hvalfjörð og norður yfir Holtavörðu'heiði. Er við komum á norðurbrún Holta- vörðuheiðar, var nótt að yfir- skyggja allt ísland. Við yztu hafs- brúr. Húnaflóa greiddi miðnætur- sólin hár sitt úr bárulaugum bylgj- andi hafs Á vinstri hönd .hillti undir heiðar og hálendi Vest- fjarða. Þarna var sá hluti fsiands, sem óg hef aldrei augurn litið, en gjarnan vil sjá En við áttuin langa leið fyrir höndum, þó að við hefðum ekki von um að ná hátt- um heima í Hornafirði þetta kvöld, og því urðum við nauðugir að fara fram hjá Vestfjörðum án 'þesb að ge*a komið þar við. Sumarið 1964 fór ég aftiir um- hverfis landið sömu leið og hið fyrra sumar. Sá var aðeins mun- urinn, að nú var ég á leíð til Reykjavíkur og harði Vestfirðina á hægri hönd. Nú voru heiðar og há- lendi Vestfjarða ekki sve paðar skini hnígandi sólar, heldur hrím- grárri þoku, sem ferðafélagi minn sagöi mér, að væri mettuð ísnál- um frá hafís. Samt vissi ég, að inni í þokuhjúpnum var nokkur hluti af íslandi, og þennan hluta Landsins hef ég ekki enn séð nem'a í hil’ingum. En ef ég dreg fram landabréfið, þá er ég enga stund að fara um- hverfis Vestfirðinga, og ef ég fletti blöðum í þjóðsöguni okkar þá veit ég að eit> sinn ætluðu tröh að grafa sundur bilið milli Bitrufjarð- ar og Gilsfjarðar. En til allrar hamingju Ijómaði dagur, er níu kílómetra eiði var ógrafið. Tröll- in, sem þá ætluðu að leggja Vest- firði undL- yíirráð síh, urðu að steingervingum. Alltaf hafa þó tröll og bergrisar haft tilhneig- ingu til búsetu á Vestfjörðum, og enn kváðu þau hafa nokkra til- burðj til að grafa sundur eiðið, sem þau forðum hurfu fiá. Ef ég fer eftir íslandskortinu og fyígi strandlengjunni frá Gils- firðí og vestur Barðaströnd fyrir Bjargtanga, þá verða fyrir mér Pat reksf j örður, TáLknafjórð u r, Aroairfjörður, Dýrafjörður, Önund arfjörður, Súgandafjörður, Bol- I 1 1 nr'— Vorið 1965 fóru Vestfirðingar bændaför mikla, og komust þá alla leið til Hornafjarðar. í fagn- aðarhófi, sem haldið var í Mána garði, mælti Torfi í Haga þessi orð tii gestanna. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þessu gestaboði lauk, er erindi Torfa enn í sinu gildi. ungarvík, ísafjörður og Jöku'Lrð- ir. Og ef ég fer svo inn með strandlengiunni Húnafloameg- in, þá verða fyrir mér .Steingiims- fjörður og Bitrufjörður. Bregði ég mér upp frá strand- lengjunni þá morar allt af stöð- um, sem tengdir eru fornsögum okkar. Minnisstæðastir verða mér þeir atburðir, sem frá er sagt l Sogum þeirra Auðar Vésteinsdóti- ur og Gísla Súrssonar. Þa’-na eru líka staðir tengdir sögu Hávarðs ísfirðingis og persóriá. úr Fdst- bræðrasögu og á Reykhólu.n hef- ur Grettir dvalizt. Þarna hafa þættir úr Sturlungasögu gerzt, og hér hafa Vatnsfirðingar komið við annála. í Hagia hefur Gestur spaki ráðið draumia Guðrúnar Ósvifurs- dóttur. Þarna hefur sægarpurinn Hrafna-FLóki haft vetursetu og séð hér fyrstur manma firði fulla af ísi. Og hér hefur Þórólfur fundið smjör drjúpa af hverju strái. Hér hefur staðið vagga góðskálda að Skógum i Þorskafirði, Miðhúsum, Reykhólum og Selárdal. Og að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 321

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.