Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Blaðsíða 12
Hér eru enn fclldir úr píslar- eögu Jóhanns bera fjórir all- langir kaflar. Þar segir fyrst af því, er Jóhann tók að leitast við að reka réttar síns. Hann leit- aði fyrst hófanna hjá sýslumanni héraðsins, Lárusi Blöndal, og amt- manninum, Júlíusi Havsteen, én fékk litlá áheyrn. Flæktist hann við svo búið suður á land, og lá þá við borð, að hann væri grip- inn og fluttur nauðugur norður. Sumarið 18'88 leitaði hann at- hvarfs á flótta sínum hjá séra Kiartani Kjartanssyiti á Elliða- vatni og afhenti landshöfðingja langt kæruskjal. Eggert í Helgu- hvammi samdi varnarskjal, engu minna, og er hvort tveggja til. Sýslumaður Húnvetninga og amt- maður nyrðra lögðust gegn því, að kærum Jóhanns yrði sinnt, og málið lognaðist út af. í næstu köflum segir af ferð- um Jóhanns næstu ár, dvöl hans á sveitarframfæri á ýmsum stöð- um sunnan lands, og langvinnu þrefi margra sveitarstjórna við odovita Kirkjuhvammshrepps, sem reyndust svo tregir til skuldaskila, að tíu ár^tók stund- um að innheimta meðlögin. Við bar líka, að sveitarstjórnir syðra þóttusi lengur hafa alið önn fyrir Jóhanni en satt var. Hér bregður fyrir öðrum sveitarómaga úr Kirkjuhvammshreppi, sem flakk- aði geðtruflaður um landið, Guð- mundi pata frá Syðri-Völlum, er úti varð í Miklholtshreppi, hálf- bróður Soffíu Jónatansdóttur. Sjð- asta kaflanum, sem niður er felld- ur lýkur þar, er Jóhann hefur fengið vetrarvist á kostnað Kirkju hvammshrepps í Stafholtstungum — fyrst á Lundum og Kaðalstöð- um, en seinna á Svarfhóli. Það er veturinn 1893—1894. XXVI. Nú víkur sögunni aftur norður á Votnsnes, þar sem Ingimundur Jakobsson mæddist undir þeim þunga, sem hvíldi á oddvitaherð- um hans. Hann var búinn að svara Iharðmannlegia mörgu kröfubréf- inu að sunnan, og ófá orðin þau hnýfilyrði, sem hann hafði valið óþreyjufullum starfsbræðrum sín- um, er faonst grátlega stirður lás- inn íyrir fðhirzlum Hvammshrepp- inga og skf.mmilega seintekið end- urgialdið fyrir að hygla Jóhanm bera. En þó að þoka mætti skulda- dögunum fjær með vefengingum og synjunum, urðu skuldirnar ekki afmóðar með orðavafi einu. Þær jukust sífellt. Nefndarbændur sveitarinar gátu aldrei fulltreysi því, að ekki leyndist ný krafa í rauður koffortum Sumarliða pósts, þegar hann kom með klyfja- lest sína vestan yfir Hrútafjarðar háls Kvíðvænlegastir voru þó vor- ferðimar, því að þá mátti ganga að J.H.rekur píslarsógu bera því nær visu, að upp úr einu póst- koffortinu kæmu nýir kostnaðar- reikningar. Ekki var fyrirsjáanlegt, að a þessu yrði nokkurt lát. Sveit- arpiágan jék lausum hala ár eftir ár, og enginn virtist vilja h-reyfa hönd né fót til þess að stemma stign við því. Og þó að Ingimund- ur í Kirkjuhvammi beitti allri rök- vísi sinni til þess að sannfæra sunnlenzka valdsmenn um, „að Jóhann þessi Bjarnason“ bæri „per sónulega ábyrgð á framfæri sínu“, því að aldrei hefði „hann misst borgaralegt frelsi sitt“ og ætti þess vegna að fá að súpa seyðið af hátta- lagi sínu, var skollaeyrum skellt við málflutningi hans. Þetta var eins og að höggva i klett: Jóhann virtist hafr. áunnið sér friðhelgi til þess að útarma sveit sína, hvar í sýslum sem honum þóknaðist. Af anda og orðalagi oddvitabréf- anna, sern frá Kirkjuhvammi komu, hefði. sannarlega mátt ætla, að Jóhann hefði þar hylli nauma. Eigi að síður hafði Ingimundur lengj þo'að önn fyrir hann ein-s og gert hafði tengdafaðir hans, séra Guðmundur Vigfússon, og grunur mun honum hafa verið á, að ekki væri allt með felldu um afdrif eigna hans, þótt þunnu hljóði þegðí hann, er Jóhann bar mál sitt upp við landshöfðingja, ef til viil vegna þess, að hann var þá sjálfur í l)inum mestu kröggum. Engum getum ska] að því leitt, hvenær það kann að hafa hvarfl- mannsinsVI 324 rlMINN- SLNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.