Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Qupperneq 19
iS skröksaga ein, þótt ekkert verði um það fullyrt. Þvi má skjóta hér inn, að sæMiús var byggt á Hóls- sandi síðar. Það var Jón Ámason, læknir frá Garði í Mývatnssveit, sem barðist fyrir því máli, nokkru eftir að hann kom í héraðið árið 1921. Á þessum árum, þegar Pétur var uppi, var miklum mun meira um ferðalög manna á milli bæja og sveita en nú þekkist. Jafnvel kvenfólk og unglingar lögðu á heiðar og öræfi um hávetur, illa búið og í tvísýnu útliti. Þetta fólk hrósaði happi, ef það gat fengið samfylgd manns, sem var dugleg- ur ferðamaður og ratvís með af- brigðum. Vitanlega gat það kom- ið fyrir, að þetta ferðafólk upp- gafst, þótt það væri í fylgd með duglegum ferðamönnum. Og mörg dæmi eru til um það, að þetta fólk varð úti, þótt fararstjórinn hefð; sig tii bæja. Munu slöc slys sjaldan hafa verið talin sakarefni eða þeim til saka færð, sem af komst. Harðgerður og hraustur maður getur lengi brotizt áfram, Iþótt kvenfólk og þróttminni menn gæ/ust upp á slíku ferðalagi. Næst kemur sagan um það, þeg- ar dóttir Péturs varð úti, og er hún öll með hinum mestu ólikind- um, likust þjóðsögu í reyfarastíl. Ýmsar augljósar villur eru llka í frásögninni og gæti þá fleira verið irangt. Helztu missagnimar eru þessar: Anna Stefánsdóttir er tal- in húsfreyja að Ásmundarstöðum. En kona með því nafni var ekki til á þeim bæ á þeim árum. En Þorbjörg Stefánsdóttir var til á þessum árum, en hún átti ekfci heima að Ásmundarstöðum, held- ur Sldnnalóni. Þá er kona Bjama Þorsteinssonar, borgara og hrepp- stjóra á Raufarhöfn nefnd Abelína, en hún hét raunar Anna Sigríður Hjaltalín. Einnig er greint frá því í þættinum, þar sem minnst er á Jón stama, er bjó í Ilólaseli, að þar hafi annar bóndi búið samtím- i'S honum. En þetta er rangt, sam- kvæmt húsvitjunarbók sóknarinn ar, enda var þetta lélegt heiðar- býli, sem ekki bar nema einn smá- bónda. Annars er saga þessi öll hin ótrúlegasta og raunar varla prenthæf. Sem dæmi um ónákvæmnina i þættinum, má benda á það, að á- kveðin ummæli eru höfð eftir Ólafi Tómassyni vefara. En því miður var hann andaður áður en gerðist atburðurinn, sem hamn á að hafa sagt frá. Um síðasta slysið, sem þáttur- inn greinir frá, er varla hægt að segja annað en það að með engri sanngirni verður Pétri um það kennt. Hann lagði af stað frá Rauf- arhöfn og ætlaði svonefndan Hóls- stíg f för með honum var tvítugur piftur frá Efri-Hólum, sem þótti vel að manni og hinn efni- legasti. Á miðjum Hólsstíg skipt- ast leiðir. Önnur liggur suðvestur heiðina og niður í Efri-Hóla, en hin norðvestur í átt til bæjanna, sem standa í námunda við Kópa- sfcer. Brekku og Snartarstaða, en þá var ekkert Kópasker til. Piltur- inn ætlaði heim til sín, en Pétur að Brekku. Á meðan þeir voru á leiðinni versnaði veðrið, svo að pilturinn bað Pétur að fylgja sér niður fyrir Hraungarða. Það gerði Pétur fúslega og skildi ekki við piltinn fyrr en stuttur spölur var eftir ofan í Efri-Hóla. Síðan setti Pétur sig beint á móti veðrinu og náði Brekku um kvöldið. Hann hafðj þama tekið á sig gríðarlega mikinn krók vegna piltsins, en setti það efcki fyrir sig. En af piltinum er það að segja, að hann varð úti á þessari stuttu leið, sem hann átti eftir heim til sín, eftir að Pétur skildi við hann. Það, sem hér hefur verið drepið á og til tínt úr Sópdyngjuþættin- um, er allt á eina bókina lært. Þetta virðist allt eiga að vera Pétri gamla til varavirðu. Sá, sem þetta ritar, hefur heyrt ýmislegt sagt frá Pétri Guttorms- syni Samkvæmt þeim frásógnum fer það ekki milli mála, að hann hefur verið einstakt hörkutól, ó- hlífinn við sjálfan sig og aðra, dug- legUT með afbrigðum, kaldlyndur nokkuð, en alls enginn óþokki. U. Þá er komið að því, að seg.ia söguna af Pétri Guttormssyni, byggða á þeim heimildum. sem mér hefur tekizt að komast yfir. Pétur fæddist að Þorgerðarstöð- um í Fljótsdal hinn 11. október ár- ið 1813. Foreldrar hans voru hjón- in Guttormur Guttormsson og Þor- björg Þorsteinsdóttir. Bæði voru þau hjón af góðum ættum, Þor- björg var af hinni alkunnu Mela- ætt, sem surnir telja með beztu ætt um á Fljótsdalshéraði, en faðir hans var kjmjaður úr Vopnafirði. Afi hans, Guttormur Guðmunds- son, prests i Hofteigi, Ingimundar- sonar, var talinn auðugur maður. Hann bjó í Sunnudal, en lengst í Fagradal í Vopnafirði, og er talið að hann hafi átt nokkrar jarðir þar í sveit. En í móðuharðindunum missti hann auð sinn að mestu. Er helzr álitið, að hann hafi látið jarð- irnar fyrir matvæli, er heimQið skortj mjög, enda var þá almenn- ur skortur viða um land. Einhvers staðar sá ég það i fræðibók, að Guttormur Guðmundsson hafi dá- ið sem hreppsómagi. Hefur hann þá mátt muna fífil sinn fegri, gamli maðurinn. — Guttormur sonur hans faðir Péturs, mun haf verið barn að aldri, er móðuharð- indin gengu yfir. Hann fékk því engan arfinn og varð að spila upp á sínar eigin spýtur. Hann virðist hafa verið ungur, er hann lenti upp i Fljótsdal, og þar mun hann hafa alið a’dur sinn, eftir því sem bezt verður vitað. Þar eignaðist hann góða konu af ágætum ætt- um. Ekki var hér þó auðnum fyrir að fara, því að bæði voru þau efna- lítil. Ekki hefur verið athugað, hvað þau Guttormur og Þorbjörg eignuðust mörg börn, enda er það utan við ramma þessa þátta'- En það er áreiðanlegt, að Pétur ólst ekki upp hjá foreldrum 9Ínum Maður er nefndur Snorri Magn- ússon og bjó að Víðivallagerði i Fljótsdal. Hann tók Pétur í fóstur, og þar fékk hann hið bezta upp- eldi og náði skjótum þroska. Snorri átti son þann, er Magnús hét Þegar hann hafði aldur til, kvæntist hann og vildi fá sér góða bújörð. En þær virðast ekki hafa legið á lausu í þá daga, því að hann neyddist til þess að taka til ábúðar heiðarbýli eitt efst á Jökul- dal, sem nefnt er í heimildum Brattagerði á Rana. Þar hóf Magn- ús búskap og fylgdj Pétur honum þangað, enda var hann farinn að stálpast og orðinn duglegur smali. Vorið 1828, þegar Pétur var fullra fjórtán ára, var hann fermd- ur af séra Sigfúsi Finnssyni, presti í Hofteigi. Þá fær hann slíkan vitn- isburð, að þess munu fá dæmi, að piltur, serr. alinn var upp hjá vandalausum, hljóti annað eins lof. Ég hygg meira að segja, að fá- ir stórbóndasynir hafi komizt til jafns við Pétur á þessum vett- vangi, í þá daga. — Vitnisburður séra Sigfúsar er þannig: „Kann rétt vel allan sinn krist- T I R1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 331

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.