Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 20
JON JOHANNESSON FRÁ SKALEYJUM: T1 •• '\ ?t' lvo smakvæoi Á SÓLDÆGRI HVÍTU Á sóldægri hvítu innan um mýflugur og stóðhross vefur hún úr garnviðum álfkonunnar klæðið sitt bláa. Fínt er það sem híalín. Traust er það sem fjöturinn Gleipnir. — En skyttan er úr rafi vatnsins. Þung er hún, og þunguð er hún. Buran er grotti. Ærskinnsskórnir skreyta fætur hennar sem tippla fjallahnjúkana í lágnættinu. — En skyttan er úr tunglsgeislum vatnsins. Settu þig, sveinn, og hlustaðu á hví stóðsins við vatnið. Skál, sveinn. Taktu handfylli þína áf mýflugum og éttu. Skál fyrir elskhuga mínum I Kiðagili. Steinbollinn sé bikar okkar. Lækurinn okkar svala vin. — Skál. Þegar ég gekk mig heimanað í morgun, voru þeir að halda kúnni undir tarfinn. Og enn eru þeir að, og enn eru þeir að. — En skyttan er úr náttbláma vatnsins. ÞAR í BYGGÐ Þar i byggð, sem allt af öngu örlög skópu barnið mitt, brosti ég fyrir langa löngu Ijóðið inn í hjarta þitt. Þar í byggð, sem þrestir sungu, þuldi lind, bjó skuggi grár, orti ég þér á tunglskinstungu tárblik stjarna undir brár. Þar í byggð, sem öldnum er þér enn til reiðu leiðsögn min, djúpt í morgunheiðan hug þér hringdi ég óvart mistök þín. Og í burt frá öllu röngu eftir fárra stunda bið, þar úr byggð, sem allt að öngu örlög gera, fylgjumst við. indóm með fleira guðsorði Rr vel greindur, lipur og hlýðinn“ Þennan ágæta vitnisburð netnir Bragi Sveinsson ekki í Sópdyngju þætti sínum, enda varla von. þar sem hann stingur ónotalega 1 stúf við það, sem þar stendur og er Pétri allt ríl lasts. Næst er það af Pétrj að stgja, að hann vann hjá Magnúsi fóstra sínum, þar til hann var atján eða nítján ára. Þá fór hann vinnuroað ur að stórbýlinu Brú á fókuldal. Þar var margt hjúa, svo sem al- gengt var á stórbýlum, og þar á meðal úrvals vinnumenn. Þar þótti Pétur afbragð annarra manna. Hann var karlmenni að burðum, snarmenni mikið, ágætur vfirstððu maður og hverjum manni ratvís- ari í blindbyljum. í Möðrudal á Fjöllum hafa lóng- um búið fjármargir stórbændur. Hafa þeir jafnan lagt mikið kapp á að ráða til sín hörkuduglega vinnumenn. Einkum þótti mikil- vægt að þeir reyndust góðir yfir- stöðumenn og snjallir að rata. á hverju sem gekk. Um þessar mundir bjó i Möðru- dal Jón bóndi Jónsson, vel cfnað- ur og fjármargur Talið er að hann hafi búið þar frá 1810 til 1840 Nú fékk hann sannar spurn ir aí því, að Pétur á Brú væri af- burða góður yfirstöðumaður og hino mesti garpur í hvivetna Eft- ir það lagði hann fast að Pétri að .fara til sin vinnumaður. En Pétur var ekkert ákafur að verða við þeim tilmælum, því að honum 'eið vel á Brú, og húsbændunum þar likaði afburða vel við hann vegna dugnaðar hans og trúmennsku Þó fór svo að lokum, að hann lét til- leiðast að fara í Möðrudal vorið 1835 enda var þar ekki í kot vís- að, þvi að jafnan þótti mikill heið- ur að vera vinnumaður í Möðru- dal Það er svo skemmst af því að segja, að Pétur var vinnumaður í Möðrudal fimm ár, til vors 1840. Það ár andaðist Jón bóndi, og þá vildi Pétur ekki vera þar lengur. Síðan fór hann vinnumaður að Sandfellshaga í Öxarfirði og var þar fjögur ár. Þetta sýnir, að hann hefur verið afarvinsæll vinnumað- ur, þar sem hann var svo lengi á sama stað þrjú eða fjögur ár að Brú fimm ár í Möðrudal og fjöig- ur ár í Sandfellshaga. Á þessum 332 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.