Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1968, Síða 21
árum var ekki neinn skortur á vinmrféiki,v svo að „illhryssingar“ og gallagripi'r voru sjaldan nema eitó ár í söniu vistinni, enda átti slikt fólk oft erfitt meS að fá vist- ir. Fyrsta árið, sem Pétur var í Sand'fellshaga, kynntist hann konu efni sínu. Hún hét Guðrún Jóns- dóttir og var frá Núpi í sömu sveit. Þau gengu í hjónaband haust ið 1841 og voru áfram í vinnu- mennskunni á sama bænum. Vorið 1844 byrja þau búskap, Pétur og Guðrún. Fengu þau til ábúðar heið arbýlið Hvapp í Þistilfirði, og þar bjuggu þau tvö ár, til 1846. Bú- skapurinn á heiðarbýlunum yfir- leitt var ekkert sældarbrauð. En einkum var það bagalegt, hve langt var í kaupstað. En næsti kaupstaður var Raufarhöfn. Því var það, að þau hættu b.úskapnum ó Hvappi og fóru aftur vinnuhjú að Sandfellshaga. Er svo að sjá, að húsbændunum þar hafi ekki likað illa við þau, úr því að þau voru ráðin þangað í annað sinn. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, reynist ógreiðara að rekja íeni Péturs gamla hér eftir en hingað til. Það stafar af því, hvað hjálp- argögnin eru gisin, svo sem prests- þjónustubækur og sálnaregistur. Hann og fjölskyldu hans vantar meira að segja á eitt allsherjar- manntalið, sem tekið var á þessum árum Hann hefur alveg gleym'd. En samkvæmt öðrum heimildum er þó vitað, hvar hann var þegai •anntalið var tekið. Af þ^ssum sökum verður hér eftir farið fljótt yfir sögu. Telja má nokkurn veginn fuil- vist að Pétur og kona hans hafi verið aðeins eitt ár í Sandfel'.shaga að þessu sinni, því að nú losnaði úr ábúð heiðarbýlið Hrauntangi á Öxarfjarðarheiði, og fluttust þau þangað. Mjög erfitt er að segja um það vegna heimildaskorts hve þau bjuggu mörg ár að Hraun- tanga. En helzt verður að álítá, að þau hafi búið þar fimmtán til ótján ár. Um búskap Pétijrs í Hraun- tanga er ekki annað kunnugt en það. að hann bjargaðist furðan- lega, án þess að leita sveitarstyrks. Býlið er á miðri Öxarfjarðar- heiði og á ferðamannaleið. Á þess- um árurn var gríðarlega mikil um- ferð um heiðina, bæði af umrann- ingum og öðrum. Þeir, sem mest slógu um sig á slíkum ferðalögum, wru sendimenn, er báru bréf og i T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ erindi á milli embættismanna og hreppstjóra. Þeir fóru sveita sýslna og landsfjórðunga á milli, ferðuð- uist oft með miklu yfirlæti og töldu sig eins konar umboðsmenn stoórn- arvald-anna eða jafnvel kóngsi.ns. Þegar þeir lentu í blindbyljum á heiðinni, máttu þeir lúta lágt. og urðu þvi fegnir að skríða inn i kofana hjá Pétri. Öðru hverju urðu umrenningar úti á heiðinni, en þó sjaldnar en vænta mátti, þar sem engan leiðarvísi var við að styðjast Oft var það Pétn að þakka, að menn komust lífs af á þessum heiðarferðum. Hann iylgdi mörgum ferðamanninum yfir heið- ina i vondum veðrum og bjargaði þannig Mfi margra. Eftir að Pétur missti konu sína, hættj hann búskap og var eftir það á lausum kili. Var hann þá oft fjármaður að vetrinum hjá ein- hverium stórbóndanum, því að fáa átti hann sína líka sem fjármaður og yfirs'töðumaður. í stórhriðum og blindbyljum kom han oft i veg fyrir f járskaða með sinum al- kunna hörkudugnaði og ratvísi. Segir nú ekki meira af Pétri gamla Guttormssyni, nema það, að síðast átti hann heimili á Raufar- höfn. Þar var þá eini kaupstaður sýslunnar og kominn þar vísir að þorpi. Hann var stálhraustur, þar til hann veiktist af taugaveiki og andaðist þar í þorpinu 11. marz 1868, 54 ára. Þau Pétur og Guðrún eignuðust nokkur börn. Sum fæddust í Sand- fellshaga, en hin í Ifrauntanga. Á þessiim árum var ungbarnadauð- inn gíifurlega mikill, og olli þess- um hormungum barnaveiki, kíg hóst; og árið 1845 mislingar. Þess- ar plágur lögðu margt barnið 1 gröfina i landinu. Vitanlega fóru þessar plágur ekki fram hjá heim- ili Péturs, því að nokkur börn misstu þau, sum ung, en önnur dálítið stálpuð. En tveir synir þeirra komust upp og eignuðust niðja. Þeir hétu Einar og Sigur- jón Skal nú ldtið eitt frá þeira sagt. Fyret skal sagt frá Sigurjóni. Þegar faðir þeirra hætti búskap, fluttist hann niður í Öxaríjörð og vair nokkur ár vinnumaður hjá bóndanum í Akurseli. Á hverju hausti var hann sendur i fjaillgöng- ur suður í Hafurstaðaheiðj. Þar var þá býli, sem nefndist Árholt, og bjó þar bóndi sá, er Jón hét. Hann átti dóttur þá, er Rósa hét, og var hún á svipuðum aldri og Sigurjón. Þau felldu hugj saman og gengu síðan í hjónaband. Rósa var myndarstúlka og bráðrösk til allra verka Hún fluttist til Sigur- jóns að Akuirseli, og voru þau þar í vinnumennsku eitt eða tvö ár. Giisbakki heitir bær í Öxarfirði o hafð hann verið i sömu ættinni 500 ár eða lengur Var sú ætt nefnd Langsætt, og var lengi auð- ugasta ætt landsins. En sá auður var tvístraður. Bóndinn í .Akurseli var af Langsættinni og átti Gils- bakka. Hann bauð nú Sigurjóni á- búð á Gilsbakka fyrir nokkurra ára dygga þjónustu, og varð það að ráði, að hann flytti þangað með konu sína. Þar bjuggu þau nokk- ur ár til vors 1889. Þá þurfti ann- að fólk af þessari frægu ætt að fá jörðina til ábúðar, svo að Sigur- jón varð að flytjast á burt Þá fékk hann til ábúðar jörðina Borg- ir í Þistilfirði. Það er ekki stór- býli, en hefur reynzt sérstaklega farsæl bújörð. Þar leið þeim hjón- nm vel, og eignuðust þau fjölda efnilegra barna. Sum börnin fædd- ust á Gilsbakka, en hin í Borgum. Það fór fyrir Sigurjóni eins og Adam, að hann fékk ekki lengi að hafa frið í Paradís. Þegar hann hafði búið í B.orgum nokkuð á ní- unda ár, fór yfirvöldum sveitarinn- ar ekki að líða vel. Það vissu albr, að Sigurjón var efnalitill, þótt hanr, hefði bjargazt fram að þessu með allan barnahópinn. En ef hann missti heilsuna, já, ef hann þó ekki nema yrði veikur nokkrar vikur, þá hlaut hann að fara á sveitina. Þennan háska varð að koma í veg fyrir með því að drifa hann burt, áður en hann var bú- inn að vera þar heimilisfastur tíu ár. Nú var gengið rösklega fráiii í þvi að byggja honum út af jörð- inni Og vorið 1898, eftir níu ára búskap í Borgum, var hann flutt- ur burt þaðan. Hann hafði leitað fyrir sér um jarðnæði, eftir að hann vissi að hann yrði látinn fara, en gekk erfiðlega, því að engum þótti álitlegt að leigja jarðnæði sniauðum bónda með stóran hóp ungra barna. En þó tókst honum að fá byggt heiðarbýli á Meirakka- sléttu, sem nefndist Grashóll Þau hjónin fluttust svo þangað, og heyrði ég Rósu segja móður minni frá þessum flutningum. Ég man ekki betur en hún segði móður minni, að börnin hefðu verið niu, hið elzta um fermingu, en hin ÖU 333

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.