Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Qupperneq 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Qupperneq 5
Tölva á sér mál, en enga sál Rætt við dr. Odd Benediktsson um nýjasta þjón mannsins Þið munið öll eftir kviikmynd- inni hans Walts Disneys um litla lærisveininn galdramannsins við tónlist Dukasar, er ekki svo? Með- an meistarinn brá sér af bæ, stalst snáðinn til að kukla og særði sóp- skaftsræfil tii þess að sækja fötu af vatni og bera inn í eldhús. Skaftið klofnaði óðara í ótal víga- lega hluta, sem voru óstöðvandi við vatnsburðinn og höfðu nærri drekkt pilti, þegar meistarinn kom til allrar gæfu skyndilega heim og hastaði á þá. Sögur bessari likar hafa þekkzt með mannkyninu síðan í fornöld, én nú eru ýmsir farnir að rifja þær upp í sambandi við splunkur- nýja vél, sem heitir tölva eða raf- reiknir. Tölva er svo fljót að reikna, að göldrum likist, og hef- ur það orðið til að vekja hjá mönnum þá trú, að hún sé í raun og veru vélheili eða vélmenni, sem smárn saman muni losa sig undan valdi vísindamanna og verða jafnóviðráðanleg og hið vinnuglaða, margklofna sópskaft. Er farið að tala um, að ekki sé seinna vænna að innræta tölvum djúpa lotningu, ásamt með sauð- tryggri þjónslund í garð manns- ins. Elzta "ormóðir tölvunnar er frumstæð samlagningarvél, sem Frakkinn Pascal bjó til á 17. öld. Það voru nokkur hjól hlið við hlið, hvert með tíu tölum, 0—9, líikt og nútíma símaskífa og þann- ig búið um, að þegar hjólið lengst til hægri snerist heilan hring, fór hjólið næstlengst til hægri 1/10 úr hring, þar næsta 1/100 úr hring og þannig koll af kolli. Pascal sendi Kristínu Svíadrottningu reikni- apparat af þessu tagi. Hún brást glöð við og bauð honum til Stokk- hólms, en hann treysti sér ekki norður í kuldann. Hvað tæknin var á þessum dög- um óskaplega vanþróuð má sjá af því, að til að geta smíðað loftvog, varð Pascal að skrifa mági sínum langt út í sveit og fá hann til að klöngrast upp á hin og þessi fjöll með kvikasilfur í opnum glösum til að athuga, hve mikið yfirborð hins fljótandi mákns hækkaði, eftir því sem ofar dró og loft þynntist og lóttist. Eftir Pascals dag hafa margir liprir heilar gltat við að endur- bæta sainlagningarvéldna hans. Stökkbreytingu tók hún, þegar raf- magnið kom til sögunnar. Svoköll- uð töiva er orðin svo gáfuð, að það verður að tala við hana á sér- stöku algebrumáli, en þá getur hún líka á augabragði reiknað út kósningaúrslit, skatta, slysahættu og guð veit hvað. í Bandaríkjun- um þykir hún ómdssandi við meiri háttar kaupsýslu. Hún er varla stundairfjórðung að blaða gegnum tíu þúsund viðskiptareikninga í banka til að athuga, hvort nokkur hafi yfirdregið. Sé hún í þjónus'tu fyrirtækis má tengja hana með fjamtum við allt að tvö hundruð og fdmmtíu útibú í öðrum þorp- um og borgum, þannig að hún geti á augabragði gefið yfirlit um heildarhag. Tölvur stjórna jafnvel sjálfvirk- um verksmiðjum, svo sem olíu- hreinsunarstöðvum. í framtíðinmi er spáð, að hvert heimdli muni hafa smátölvu sér til hjálpar. Tölvan verði tengd við sjónvarpstjald, teiknivél eða rit- vél og mnni hjálpa krökkunum að læra heima, útbúa skattskýrsluna fyrir húsbóndann og minna heim- ilisfólkið á vixla, fundi, tannlækn- inn og þesg háttar á réttum tím- um. Eins verður heimilistölvan sennilega ómissandi við innkaup, þegar hún fer að geta borið sam- an verðskrár mismunandi fyrir- tækja á augabragði, og þá senni- lega í samráði við neytendasam- tölkin. Heimilistölvan verður kannski komin á markaðinn eftir tvö—þrjú ár. Fyrst munu aðeins auðmenn hafa ráð til að kaupa hana, en seinna má búast við, að tölvur verði sjálfsagðar hjálp- arhellur í lífi manna, jafnvel loki gluggum, þegar útlit er fyrir rign- ingu. Annað hvort væri nú, að maður reyndi að fylgjast með. Við fór- um, óneitantega með hálfum huga, að heimsækjia eina af þeim tölv- um, sem kommar eru hingað til lands. Þessi tölva býr í góðu herbergi í kjállara Raunvísind astof n unar háskólans og hefur gnægð verk- efna. En sá gæzlumanna hennar, sem við náum tali af, dr. Odur Benediktsson, telur af og frá, að húu hyggi á uppreisn gegn mann- inum. Hann kynnir vélina, sem er að útliti eiiis og þrjár geysistórar stálkistur. í miðkistunni er kjarnr inn, sjálft vinnuaflið. Framan á henni eru aillmargir takkar með tölum og bókstöfum, líkast ritvéla- borði, og á þá eru slegin fyrir- mæli til vélarinnar. Jafnskjótt depla ótal mislit Ijós í sífellu yfir tökkunum. Hún geymir inni I sér fjörutíu þúsund tölustafi og er edd- fljót að sækja í þá rétta niðuir- stöðu. „Það er einmitt flýtirinn, sem gerir vélina leyndardómisfulla,“ segir Oddur. „Og nákvæmnin. Hún er nokkrar mínútur að reikna sjávarföll og sólargang í allt almanakið, sem áður var margra vikna verk. En hann Þorsteinn Sæmundsson verður að búa allt í hendurnar á henni og sýna henni nákvæmlega, hvernig hún á að fara að. Upp á eigin spýtur get- ur hún ekkert. Það er af og frá, að með henni bærist hugsun.“ Það er einmitt stóri kosturinn! Vegna þess er hún aldrei utan við sig, aldrei illa sofin, aldrei með hugann við kærastann, heldur ein- beitir öllum kröftum að verkefn- inu. „í kassanum til vinstri er minn- isforði tölvunnar“ segir -Oddur. „Það var hinn merki stærðfræðing ur, John vcn Neumann, sem fékk þá hugdettu að þróa með henni þann hæfileika að geta unnið eft- ir fyrirskipun, eins konar forskrift, sem hún geymir í sjálfri sér. Þetta er til mikils flýtis, því blessaður gripurinn er ekki sérlega skiln- ingsríkur, og þarf að fá mjög langorðar „útskýringar á sínu máli.“ Þessi kaissi, sem hjálpar tölv- unni að muna, hvað hún á að gera T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 485

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.