Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Qupperneq 20
töluvert stundað róðra, bæði til sel- og hnísuveiða. En þrátt fyrir það, og veiðivonina þarna, fannst mér hálf óhugnanlegt að ráðast að algerlega varnarlausum skepn- unum þarna í vökinni. En þó er það einkum nú á seinni árum, að mér finnst sem blóðbragð komi í munninn á mér, þegar ég hugsa um þá ægilegu slátrun, er þarna fór fram. En það er þó að því leyti óþarfa tilfinningasemi, að hvalirnir voru hvort eð var ofur- seldir dauðanum og þessi aðferð, þótt harkaleg væri, varð til þess að stytta dauðastríð þeirra. Nú er ekki ólíklegt, að einhverja langi til þess að vita, hvort ekki hafi verið róstusamt manna og. flokka á milli, meðan á bardag- anum stóð. Þetta er eðlilegt, þar sem til eru ýmsar sagnir um deil- ur, og jafnvel annað meira, á hvalfjörum. Engin hvalsaga frá seinni tim- um mun vera frægari en sú, sem gerðist árið 1882, þrjátíu og sex árum fyrr en sú, sem hér hefur verið sagt frá. Sú saga var í minni \ margra þeirra, sem enn lifðu 1918. Þar var þó ekki um venjulega hvalfjöru að ræða, þar sem stór- hveli það. er þá var deilt um, braut upp lagís á Eyjafirði, tvö til þrjú hundruð metra frá landi og var skorið þar í vökinni. Af þeim hva'skurði spunnust löng og illvíg málaferli. Um það hvalmál, hefur verið skrifað í Árbók Þing- eyinga fyrir þrem eða fjörum ár- um. og vísast til þeirrar ritgerðar. En ég á eftir að svara spurn- ingunni um það, hvernig samkomu lagið var við vökina 1918. í fáum orðum sagt, fór þar allt ótrúlega vel og friðsamlega fram, þó kann það að hafa komið fyrir, að menn hafi kastað smáhnútum hver að öðrum, en ekki vissi ég til, að nokkur erfði það. Nú geri ég ráð fyrir, að önn- ur spurning vakni í hugum ýmissa sem þetta lesa. Urðu engin slys eða óhöpp i sambandi við þessa veiðiferð? Því er fljótsvarað, að svo varð ekki. En oft hef ég hugsað um það síðan, að ekki hafj það verið að þakka fyrirhyggju manna, held- ur hafi einhver hulin verndarhönd hvílt yfir þessu blóðuga verki f þessu sambandi þykir mér rétt að lýsa aðstöðu þarna og veðri nokkru nánar en ég hef áður gert. Ég sagði hér að framan, að norð- an hríðarbylur hefði verið um morguninn, og frost um eða yfir 20 stig. Ekki varð teljandi breyt- ing á veðri um daginn, nema hvað frost mun hafa farið vaxandi. Hríð- in var svo dimm og renningskóf- ið svo mikið, að skyggni var sjald- an nema um einn kílómetri. Það ligguir því í augum uppi, að það var alls ekki hættulaust, kuldans vegna, að híma við vökina í marga klukkutíma. Enda fór fljótt að bera á því, að kalblettir kæmu í andlit manna. En brátt fannst ráð til varnar því. Vörnin var í því fólgin, að skornar voru sneið- ar af spiki þeirra hvala, sem fyrst veiddust, og síðan var volgu spik- inu nuddað um andlitið. Þetta ráð var óspart notað og dugði vel, og mun engan hafa kalið til skaða. Ég hef áður skýrt frá þvi, hvernig menn röðuðu sér að vök- inni, en hún var eftir áætlun minni um þrjátíu metrar í þver- mál. Hætta af skotum var því lít- il sem engin. Einn maður tók sig þó um stund út úr hópnum og stóð alls óhræddur beint á móti byssukjöftunum. En mörg óþveg- in orð fékk hann að heyra á með- an, og færði sig því fljótlega aft- ur á sinn fyrri stað. Þessi maður varð um þetta bil fyrir því að blotna í annan fótinn, en það varð til þess, að hann varð að fara strax heim að Gásum og fá sér þar þurra sokka. Þetta var eina óhappið, sem ég vissi til, að yrði þarna þennan dag, og gat varla minna verið. En að mínu áliti er langmesta hættan, sem fólst í þessari veiði- för, enn ótalin. En líklega hafa fáir áttað sig á henni fyrr en seinna, og sumir sjálfsagt aldrei. En hver var þá þessi hætta? Ég gat þess einhvers staðar hér að framan, að lagísinn á milli haf- ísjakanna hefði verið orðinn vel mannheldur. Þótt svo vaeri, var hann vitanlega tiltölulega þunnur enn. Og þrátt fyrir vaxandi frost, þykknaði hann hægar eftir því sem meiri snjó setti yfir hann. En eðli- lega dró þar fyrst í skafla í hríð- inni. Hafísjakarnir við vökina voru yfirleitt í'remur smáir, ©n í því lá hættan. í hvert sinn, sem draga þurfti dauðan hval upp á ísinn, hjálpuðust menn að því eftir þörf um, svo að það gengi sem fljót- ast, og væru hvalirnir stórir, kom geysilegur þungi á aðra rönd jak- ans. Þegar búið var áð draga marga hvali upp á sarna hafísjakann, fór hann að síga, og sprakk þá lagLs- inn frá honum. Þótt míkill hluti hvers hafísjaka sé undir yfirborði sjávar, eru því þó takmörk sett, hversu mikinn þunga hann þollr á toppinn, sem upp úr stendur, áður en hann veltur. Og gat ekki verið komið nærri þeim takmörk- um, þegar margir margra smá- lesta þungir hvalir voru komnir á einn jaka? En sem betur fór, kom ekkert slíkt fyrir, en sprung- urnar í lagísinn töluðu samt sínu máili. Ég hef nú í stuttu máli lýst þessari veiðiferð. Að sjálfsögðu mætti margt fleira segja um hana, til dæmis, hvern- ig það gekk og hvaða kuldaverk það var, að' mata framhlaðnings- byssurnar i því frosti og þeirri hríð, sem var. Menn skiptust á um það verk. En ég vil segja, að það er eitt mesta kuldaverk, sem ég hef umnið á ævinni. Ekki man ég glöggt, hversu langan tíma tók að vinna hval- ina, en þar sem enn var bjart af degi, þegar það var búið, hefur það varla tekið meira en þrjár eða fjórar klukkustundir. Veiðiferðin öll hefur þá staðið í fimm til sex klukkustundir hjá okkar flokki, en nokkru lengur fyrir Akureyr- ingana og aðra, sem lengst áttu að sækja. Allir flokkar höfðu feng ið einhverja veiði, minnst einn hval, mest fjóra eða fimm. En tal- ið var, að þrír eða fjórir hvalir hafi sokkið. — Meira var þá etoki gert þarna þennan dag, og bjugg- ust menn sem skjótast til heim- ferðar. Næsta dag var veður stillt og bjart, en frost svipað, eða enn meira, en daginn áður. Þennan dag voru hvalirnir skornir. Fjöldi fólks, bæði karlar og konur, kom til að sjá hvalina og skoða hafís- inn. Að loknum skurði dró hver maður sinn hlut á sleða heim til sin. Og veit ég ekkert meira sögu- legt frá þessum degi að segja. En saga hafíssins var ekki bú- in, heldur aðeins byrjuð, því að hafþök af ís voru fyrir Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum í sex til sjö vikur. Um 20. íebrúar fór ísinn að lóna frá landinu. Um það segir svo í Öldinni okkar, bls. 161: „ísa er nú tekið að reka frá landi, svo að þess er vænzt, að siglingaleiðir norður um land 500 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.