Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.06.1968, Blaðsíða 21
Sveinbjörn Beinteinsson: Heim - Þrjú kvæðabrot - 1. Daginn, sem loksins héðan burtu hvarf, hryggur ég kveS og vinn mitt angurstarf, unz morgunljósið vekur vorsins börn til verka sinna, kát og framagjörn. 2. Ég kvað í morgun sorgarsöng um þig, en sólin skein, og Ijósið gerði mig að nýju dagsins djarfa heimamann, minn draumur hvarf, en lífsins veg ég fann. Nóttin hefur síðan sætzt við mig, en sólin skín á okkur — mig og þig, við göngum fram, þó gatan virðist naum, svo gefur lífið okkur nýjan draum. 3. Minningin bjarta visar veginn heim, villist ég ekki meir á leiðum þeim. Kunnugleg blóm við kvöldsins gönguslóð komu mér til að yrkja þetta Ijóð. muni brátt opnast að nýju.“ Þetta neyndist rétt, því að ekki leið á löngu, þar til unnt var að sigla umbveríis landið. En þar með er ekki sagt, að hægt væri að sigla á allar hafnir norðan lands Þótt aðalísinn ræki frá landinu, var hafísinn á fjörðum inni fros- inm saman, og fór ekki fyrr en löngu síðar. Af Eyjafirði, innan Hjalteyrar, fór ísinn til dæmis ekiki fyrr en um sumarmál. Það liggur í augum uppi, að hafísinn olli ýmsum vandræðum Á þessum árum var ekki um vöru- flutninga að ræða nema með skip- um. Þótt flutningaþörf væn að- eins lítið brot af því, sem hún er nú og nauðsynjavörur skammt- aðar vegna stríðsins, kom þessi sigiingateppa sér mjög illa, jafn- vel hvað frekast vegna útflutnings- varanna. En þegar ísinn kom, var Mtið eða ekkert búið að flytja út af sláturafurðum frá Akureýri og Svalbarðseyri frá sláturtíðinni haustið 19Í7. En á þessum árum var mikið af saltkjöti og gærum tflutt úr landi. Úr þessu rættist þó betur en á horfðist í fyrstu. Eftir að ísinn fór að reka frá landinu, um og eftir 20. febrúar, fór hafaldan smám saman að brjóta upp isinn á utanverðum Eyjafirði, allt inn að Hjalteyri, en þar innan við hreyfðist hann ekki fyrr en hann fór allur í einu á sumardaginn fyrsta. Þegar svo var komið, að skip komiust til Hjalteyrar, var horfið að því ráði að aka bæði kjöti og gærum þangað út eftir til að koma vörunum sem fyrst til útflutnings. Þessir flutningar munu hafa byrjað um mánaðamót íebrúar og marz eða fyrstu dag- ana í marz. Strax fyrsta flutningadaginn mátti sjá langar lestir af hestum með sleða, flestum hestunum fyigdi maður, en nokkrir sáu þó um tvö æki. Byrjað var á því að flytja gærurnar. Þegar kjötflutn- ingurinn hófst, fjölgaði hestum og sleðum verulega. Það var einkenni leg, en jafnframt skemmtileg sjón, áð sjá þessar löngu iestir á isn- um, oft svo mörgum tugum skipti Ihesta og sleða. Þessir flutningar stóðu í marga daga. Af kjöti voru hafðar þrjár eða fjórar tunnur á hverjum sleða. Flutningarnir gengu eftir ástæð- um vel og óhöpp eða siys komu ekki fyrir, svo að orð væri á ger- ÍÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ andi. Einu sinni skall á stórhríð síöari hluta dags, þegar menn voru á heimleið, en hestarnir skiluðu öllu heim. Farin var ein ferð á dag. í febrúar og marz skiptust a hríðar og hlákur. í hríðarbyljun- um lagði sn jóinn í skafla. á milli hafísjakanna. Næst þegar hláka kom, settist leysingarvatnið í þenn an snjó og þegar aftur fraus, botn- frusu þessir krapapollar. Þegar þetta endurtók sig aftur og aft- ur, varð isinn smám saman nærri sléttur ofan. Var þá komið hið á- kjósanlegasta skautasvell. Enda skemmtu ýmsir sér við skauta- ferðir á ísnum. Aðrir ferðuðust um hann íétgangandi sér til gagns eða skemmtunar. Það var til dæm is ein af skemimtunum unga fólks- ins að sækja kirkjur, sitt á hvað, yfir Eyjaf jörðinn. Ferðir til gagns má nefna veiði- ferðir, bæði með handfæri og sildarnet. Gerðar voru smávakir í lagísinn og netin þrædd undir hann. Veiði var yfirleitt lítil, bæði á handfæri og í síldarnetin. En fólk var þó þakklátt að fá eitt- hvað úr sjó. Einn bóndinn hjó gat á lagisinn á milli hafísjaka á miðjum Eyja- firði og setti þar niður hákarla- sókn. Hann veiddi nokkra hákaria. Liklega hefur töiuvert af hákarli gengið í fjörðinn, því að þar hef- ur verið mikið æti. Áreiðanlega voru þar nokkrir háhyrningar á botni og þar að auki innvfli úr þeim, sem náðust. EinnLg var vit- að um, að eitt til tvö hundruð bnísur höfðu drepizt í vök v ð Laufásgrunn og voru þar í botni. Og vafalaust hefur mikið meira af hnásum og öðrum smáhvelum orðið undir ísnum, þótt þess yrði ekki mikið vart. Eitt slys varð á ísnum. Þegar hafísinin var farinn frá landinu, 50T

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.