Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 4
Þyrill — mynd tekin úr Þyrilsnesi, er fyrrum hét Dögurðarnes, í námunda við HarSarhæð. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. dregið af veðurlagi. Undan Þyrlin- um eins og víðar, þar sem lík fjöll eru, verða tíðir þyrilvindar (ihvirfilvindar). Nú orðið mun það þó allalgengt, að nafnið sé talið dregið af slikum vindum. En ekki mun þó að léita skýringar á nafni fja-llsins i veðurfari. Til var áhald, sennilega á flestum eða öllum bæj- um, er þyrill hét. Þyrillinn var notaður til þess að þeyta mjólk. Efni í þyrilinn var hro.sshár (tagl- hár) og sívöl spýta. Hárlokkurinn var lagður tvöfaldur upp með öðr- um enda spýtunnar, þannig að lykkjan náði nokkuð fram fyrir enda spýtunnar. Síðan var bundið utan um hárið á spýtuendanum, og var þá áhaldið tilbúið til notkun- ar. Þegar mjólk var þeytt með þyrli, var hárbrúskurinn lát- inn niður í mjólkurílátið en hinum endanum velt sem hraðast milli handanna. Rétturinn, sem þann- ig var tilreiddur, kallaðist flautir. Af þessu éhaldi var dregið nafn- ið flautaþyrili um hviklynda menn. Ef við Mtum héðan upp til Þyrils- ins, þá sjáum við vel Mkinguna með fjallinu og þessu áhaldi. Klett arnir efst eru sem hárlykkjan, skriðan niður að rótum sem hárið upp með spýtunni, samskeyti kletta og skriðu verða í líkingu Brunná felur í Bctmsvog rétt utan við veitingaskálann við Botns- árbrú. Þar eru landamerki milli Litla-Botns og Þyrils. Utan Brunn- ár sér móta fyrir götuslóða upp hMðina. Það eru Síldarmannagötur, fornt nafn. Þeirra er getið i Harð- ar sögu og Hólmverja. Frá Brunn- á og út að Þyrli heitir hlíðin ÞyrilshMð. Við skulum stanza ögn við hjá Þyrilstúninu, og líta yfir landið og rifja örMtið upp sögu þessa staðar. Hér sést nokkuð vel út eftir Hvaifirði og inn í Botnsdal. Fyrir ofan okkur gnæfir fjallið Þyrill, stórbrotið klettafjall. Af hverju skyldi nafn þess vera dregið? Tvær skýrimgar geta virzt nokkuð nær- tækar. Sú fyrri er, að nafnið sé við vafið um þyriiMnn. Ef við lít- um til fjafisins í meiri fjariægð, en úr sömu átt, sést Mikingin enn greinilegar. í Kruklcsspá er sagt að standi sá spádómur, að þegar sjö bræður gifti sig samtímis, þá eigi Þyrill að hrynja. Hér niður undan, tií vinstri það- an sem við erum, er Þyriisnesið, LEIÐARLÝSING ÞORVALDS STEINASONAR I 556 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.