Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 9
Færeysk þjóðsaga: ÞegarSvíney festist og varð sýnileg Sú sögn gengur um Svíney. að hún hafi upphaflega verið flotey, e:ns og sagt hefur verið um fleiri af Færeyjum. Hún kom upp öðru hverju norður af eyjunum, en sást sjaldan af mönnum. því að hún var venju- lega hulin þoku. Nú verður frá því skýrt, hvernig það atvikað- ist, að hún varð föst í botni. í byggðinni á Viðareiði áttu menn gyltu en engan gölt. Eigi að síður fébk sýrin fang á hverju ári og eignaðist grísi. Þetta þótti mönnum mjög undarlegt, og enginn skildi, hvernig á þessu gæti staðið. Menn urðu þess þó varir, að stundum bvarf sýrin úr byggðinni en kom þó jafn- an fljótlega aftur. Dag nokkurn sáu menn gylt- una rása norður byggðina og yfir eiðið við Eiðsvík. Kona nokkur, sem sá til hennar, náði henni og batt lyklakippu við halann á henni. Sýrin hélt nú til hafs og synti frá landi. Nokkru seinna sáu menn ey koma upp sunnan við eiðið. Þeir mönnuðu nú bát í skyndi og reru að eynni, og nú gátu menn bæði fundið eyna og lent á henni. Af því að sýrin hafði borið járn út í hana, festist hún í botni og varð sýnileg, en sá sorti, sem verið hafði um hana hvarf, og þarna hefur hún leg- ið síðan. En hún hlaut nafnið Svíney, af því að hún var full af svínum, og svín varð til þess að festa hana í botni, svo að hún er ebki flotey lengur. En það var þangað, sem Við- areiðssýrin hafði sótt sér fang. ar einnig óreglulegir hólar, þar heita Katlar. Á þessum melöldum og hryggj- um má sjá sameiginleg átök skrið- jökla þeirra, sem í fyrndinni hafa runnið innan af landinu og klofn- að um Skarðsheiði. Önnur álma, sú sterkari, hefur runnið fram vestan Hafnarfjalls og sveigt til austurs meðfram ölvi. Þar hefur hún mætt álmu, sem rann fram sunnan Skarðsheiðar. Hér ha-fa þær mætzt og báðar iátið undan síga að nokkr-u, og þó straumur- inn sunnan heiðar allmiklu meira, enda auðsjáanlega verið miMu afl- minni. En við straumamótm hafa þeir sikilið eftir malarhtygg- ina miklu. Þe-gar jöklar minnkuðu enn meira, hafa smástrauimar, sem runn-u fram úr Hafnardal og Leir- árdal látið eftir sig hina víðáttu- miklu, fl'ötu mela beggja vegna við hryggina. Neðst við hryggina áð vestan er einn bær, Fiskilækur. Vestur- landsvegur er rétt við tún- fótinn. Vestan við hryggina sjáum við fjórar tjarnir, allar frekar litl- ar. í einni tjörninni, Fiskilækjar- vatni, er n-okikur sil-ungsveiði. Við höldum fe-rð okkar áfram n-orðvestur með Ölvi og nemum staðar við tvö hús við norðurenda fjallsin-s. Þetta eru barnaheimili og skemmtistaður Sjálfstæðisfélag anna á Akranesi. B-áðar þessar sbofnanir iieita Ölver. Þessar bygg- ingar eru nyrzt í breiklku þeirri, sem heitir Lindarbrekka, og er nafnið dregið af hinni einu upp- sprettulind, sem kemur undan þessum hl-íðu-m ÖIvis. En hólarnir hér fyrir norðan, vaxnir kja-rr- skógi, heita Öxl. Fyrir neðan barna heimi-lið er falleg graslaut, en hin-s vegar við hana hóll, sem heitir Lautinantshól-1. Hóllinn er þó tíð- ast nef-ndur Byrgishóll af smala- byrgi, sem er efst á kolli han-s. Ef við rennum augunuim hér upp I fjallslbrúnina upp undan barnaheimilinu, þá sjáum við eins og mannshöfuð koma upp úr klettunum. Þetta er Ölvishaus: Hau-sinn á þursinum, sem HaUgrímmr Pétursson batt þarna í fjallsbrúninni og bjó honum þar vist um aldur og ævi. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 561

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.