Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 9
 Færeysk þjóðsaga: ÞegarSvíney festíst og varð sýnileg möni lega því 5 ist, s bygg mmmtm Sú sögn gengur um Svíney, að hún hafi upphaflega verið flotey, e:ns og sagt hefur verið um fleiri af Færeyjum. Hún kom upp öðru hverju norður af eyjunum, en sást sjaldan af mönnum. því að hún var venju- lega hulin þoku. Nú verður frá því skýrt, hvernig það atvikað- ist, að hún varð föst í botni. í byggðinni á Viðareiði áttu menn gyltu en engan gölt. Eigi að síður fébksýrin fang á hverju ári og eignaðist grísi. Þetta þótti mönnum mjög undarlegt, og enginn skildi, bvernig á þessu gæti staðið. Menn urðu þesis 'þó varir, að stundum bvarf sýrin úr byggðinni en kom þó jafn- an fljótlega aftur. Dag nofckurn sáu menn gylt- una rása norður byggðina og yfir eiðið við Eiðsvík. Kona nokkur, sem sá til hennar, náði henni og batt lyklakippu við halann á henni. Sýrin hélt nú til hafs og synti frá landi. Nokkru seinna sáu menn ey koma upp sunnan við eiðið. Þeir mönnuðu nú bát í skyndi og reru að eynni, og nú gátu menn bæði fundið eyna og lent á henni. Af því að sýrin hafði borið járn út í hana, festist hún í botni og varð sýnileg, en sá sorti, sem verið hafði um hana hvarf, og þarna hefur hún leg- ið síðan. En hún hlaut nafnið Svíney, af því að hún var full af svínum, og svín varð til þess að festa hana í botni, svo að hún er efcki flotey lengur. En það var þangað, sem Við- areiðssýrin hafði sótt sér fang. J ar einnij óreglulegir hólar, þar heita Katlar. Á þessum melöldum og hryggj- um má sjá sameiginleg átök skrið- jö'kla þeirra, sem í fyrndinni hafa runnið innan af landinu og klofn- að um Skarðsheiði. Önnur álma, sú sterkari, hefur runnið fram vestan Hafnarfjalls og sveigt tU austurs meðfram Ölvi. Þar hefur hún mætt álmu, sem rann fram sunnan Skarðsheiðar. Hér hafa þær mætzt og báðaf látið undan síga að nokkru, og þó straumur- inn sunnan heiðar allmiblu meira, enda auð^jáanlega verið miblu afl- minni. En við straumamótin hafa þeir skilið eftir malarhrygg- ina miklu. Þegar jöklar minnkuðu enn meira, hafa smástraumar, sém runnu fram úr Hafnardal og Leir- árdal látið eftir sig hina víðáttu- miklu, flötu mela beggja ve^na við hryggina. Neðst við hryggina að vestan er einn bær, Fiskilækur. Vestur- landsvegur er rétt viS tún- fotinn. Vestan við hryggina sjáum við fjórar tjamir, allar frekar litl- ar. í einni tjörninni, Fiskilækjar- vatni, er nobkur silungsveiði. Við höldum ferð okkar áfram norðvestur með Ölvi og nemum staðar við tvö hús við norðurenda fjallsins. Þetta eru baraaheimili og skemmtistaður Sjálfstæðisfélag anna á Akranesi. Báðar þessar stofnanir heita Ölver. Þessar bygg- ingar eru nyrzt í brebku þeirri, sem heitir Lindarbrekka, og er nafnið dregið af hinni einu upp- sprebtulind, sem kemur undan þessum hlíðum Ölvis. En hólarnir hér fyrir norðan, vaxnir kjarr- skógi, heita öxl. Fyrir neðan barna heimilið er falleg graslaut, en hins vegar við hana hóll, sem heitir Lautinantshóll. Hóllinn er þó tíð- ast nefndur Byrgishóll af smala- byrgi, sem er efst á kolli hans. Ef við rennum augunurai hér upp í fjallslbrúnina upp undan barnaheimilinu, þá sjáum við eins og mannshöfuð koma upp úr blettunum. Þetta er Ölvishaus: Hausinn á þursinum, sem Halilgiimu.r Pétursson batt þarna í fjallsbrúninni og bjó honum þar vist um aldur og ævi. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 561

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.