Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 22
skin endurminningarinnar situr eftir. Var þessi mynd draumur eða vaka? Það skiptir víst ekki miklu máli. Éig var sannfærður um að hafa séð ærnar allar í einum hóp, lifandi, en aðþrengdar af fönn á alla vegu. Ég var þegar sannfærður um að þessi mynd væri ekki hugarburð- ur, heldur blákaldur veruleiki. En hvar var þessi staður? Það var ég ekki viss um. Og þó fannst mér að ég kannast við þetta umbverfi. Eitt var víst, það var í miklu skóg- lendi og há varla um annan stað að ræða en Dalsskóga, enda hafði þar ekkert verið leitað áður Ég slekk ljósið á olíulampanum og reyni að fjarlægja veðurgný- inn, sem iemur þekjuna, svo að brestur í hverju tré, með því að byrgja mig undir sænginni. Og bráðlega er ég sofnaður og sef fram í birtingu. En þá klæðist ég í snatri >g bý mig tii leitar. Veð- ur er orðið hreint en nokkur kaldi með allsnörpu frosti. Undanfarna daga hefir Laxá runnið milli skara og ekki unnt að kornast yfir hana vegna klakestíflu, en nú er hún komin á manngengan ís Ég geng léttum skrefum inn Laxáraura og fer yfir Laxá hjá Skálarhvömmum. Innst í hvömmunum gengur Þinga- neshöfði fram að ánni Innan við höfðann eru giljadrög og lausa- skriður, sem heita Gráugil. Fýsir fáa að fara yfir þau þegar harð- fenni og bólstrar hlaðast í þau á vetrum. Betra er að fara upp höfð- ann og ofan við gilin eftir heiðar- brúninni og það geri ég í þetta skipti og iosna alveg við vegleys- urnar niður í skriðunum Innan við gilin fcyrja Dalsskógar. Þang- að hefur drifið mikinn snjó ofan af heiðinni niður í skóginn. En milli giljinna og skógarins hefir snjórinn rifið á dálitlu svæði. í Dalsskógum eru forn skógar- ítök frá vmsum bæjum í Nesja- hreppi, sem bera nöfn viðkomandi bæja. Þangað var haldið ruddum vegi um Bjarnanesheiði og Tæpu- götu á dögum Rannveigar stór- ráðu,' sem eitt sinn var prestsfrú í Bjarnanesi. Fremsta skógarítak- ið heitir Dilksnesskógur. Líkt og ég sé leiddur af ósýnilegri veru, þræði ég anða röðulinn af heiðinni niður í Dilkanesskóg og ætla að kanna skógarbrekkurnar allt niður að á, því að allt frá daumsýninni í gærkivöldi hef ég haft þessar brekkur í huga. Innan við berang- ursröðulinn hefur stormurinn skafið snjóinn af einu moldarbarði í skóginum og haldið snjóborg á þrjá vegu frá barðinu. Þegar ég geng fram á skógarbarðið, bregð- ur fyrir mynd frá draumsýninni. Þarna blasii við mér skógarbrekk- an, brött skriðan og klakasollin Laxáin við bekkuræturnar. í skjótri svipan hreyfist eitt- hvað undir barðinu, sem vel gæti verið rjúpa eða einhver önnur líf- vera. Ég geng nær og undir bökk- unum gægjast fjórir kindahausar. Þarna standa ærnar fjórar, sem ég leita að, en eru nú nærri óþekkj- anlegar vegna klakabrynjunnar, sem veðurhamurinn hefur fært þær í. Ein þeirra teygir höfuðið yfir hópinn og skimar fránum aug- um upp yfir barðið til mín. Þarna stendur Surtla vörð um þján- ingarsystur sínar. Hér er bágt til bjargar, en undir barðinu er þó nokkurt hlé fyrir norðannæðingn- um og nokkrar grastægjur og ræt- ur til að seðja sárasta hungrið. Veggir snjóborgarinnar voru orðn- ir svo háir, að kindurnar máttu ekki yfir þá komast og því engin ráð'nema bíða hins ókomna með þögn og þolinmæði. Fyrsta verk mitt var að brjóta skarð í virkið, sem hlaðizt hafði kring um kindurnar, en til þess notaði ég broddstöngina, sem ég ævinlega bafði með mér í göngum. Og er ég bafði troðið snjóinn all- mikið, tókst mér að koma kind- unum út á auða röðulinn. Og brátt skildist Surtlu og stailsystrum hennar að hér yrði ekki lengri veturseta \ bráð. Eftir að upp á fjallið kom, höfðu kindurnar braut ina mina að mestu óslitna til leið- arvísis heim. Lítið var numið stað- ar fyrr en við ærhúsin heima, en þangað rataði Surtla án leiðbein- ingar. Þar beið hlýtt hús og hey til að seðja svanga munna eftir stranga útivist. Ef til viil þykir þeim, sem íþrótt- um unna og fylgjast af kostgæfni með hverju nýju meti í þeim grein um, varla í frásögu færandi, þó að nokkrurn heimskum sauðkind- Lausn 23. krossgátu um sé bjargað frá hungurdauða og sízt af öllu dettur mér í hug að framanskráð frásögn eigi skýit við mannraunir.Æn fyrir 17 ára gáml- an ungling árið 1926 var þetta sigur í baráttu daglegs lífs fyrir tilverunni. Og sá sigur yljaði lít- inn fjallabæ í einni afskekktustu byggð landsins hlýrri öryggis- kennd næsíu daga. Og þegar ég nú læt hugann reika um þessar fornu slóðir, seytlar fram í vitund mína þetta brot úr einu kvæði Stephans G.: Ég veit það er indælt við sjávar- iris sanda, er sólarlags gullþiljum lágdeyð- an felst. En þar kysi ég landnám er lang- flestir stranda, ef liðsinnt ég gæti ég byggði þar helzt. BANGKOK - Framhald af bls. 563. býr heil fjölskylda, er á sér skýli í skutnum og hefur framfæri sitt af þessum flutningastörfum. Þeir, sem fram hjá fara, sjá beint inn í híbýli þessa fólks. Þar sem kann- ski situr kona að greiða hár sitt eða gefa barni sínu að sjúga og eiginmaðunnn liggur sofandi á strábreiðu. ef einhver annar er til þess að standa við stýrið. Þann ig líður öll ævi þessa fólks, því að pramminn er þess heimili alia daga ársins. N° Z/ '/ S / / / / 7 -5 K C s T u L £ a > / y fl K N D i s / G 1 L 'D R fl ' M fl N 7 fl U M z / 1 f> N i / G K 'L í / E 5 n u / V / / f T R ú / E R N P í / ft s fl 'J r fl i T e 1 \z D / G L fl T I 3 n P U L L n fl L Ö a L £ 6 r/ fl N G fl K / R u T / K i f 1 n / G J Ð / fl / U M S N Ú w N G U R l N N / K fí / N Ny 7 D fí N I / 3 / R Æ Þ / I 1 1 5 / N E S I / ú / R n K / ! R fl S N I K / / S L fí' fl I ? / L fl’ / N fl M / / r £ i K N S E. R i u / ð V fi 6 t. fl B c o 6 U R 4 i? z 2 ll Z M, R / L fl- M fl N N1 / p rí s V o [° n S u £ 574 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.