Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 18
dásamlegt, aS láta konu leiðbeina sér. Hún hló. Hún var síhlæjandi næstum alla leiðina, ekki af þvi að í sjálfu sér væri að neinu að hlæja, heldur af einskærri gleði. Landslag hafði löngum veitt hennj hvað mesta ánægju. Á myrkum vetrarstund- uyn heima hafði hana tíðum lang- að svo ákaft og snöggt eittbvað út í náttúruna. að hún fékk verk fyr- ir hjartað. í dag fékk hún meiri útrás fyrir þá þrá en nokkru smni fyrr. — Skyldi það virkilega vera betra, hugsaði hún, að njóta slikr- ar ánægju með öðrum, en öðlast hana ein síns liðs? Og hún svar- aði sér sjálf. Já, það er áreiðanlega satt! Og hun fann til stærilæx.is eins og hún hefði skapað alla þessa fegurð og væri nú að gefa honum hana. Og hann tók gjöfinni fegins hendi! Það var barnsleg gleði, sem tindraði í augum hans er þau hjálpuðust að við að flytja borðið úti fyrir l'tla gildaskálanum fram á mitt torgið, til þess að sólin mætti skína á það. Barnslegur metnaður og gleði, er hann spurði. hvað mættj bjóða henni. — Vín og kex. En sem þau sátu og dru-kku rauðvín sitt oig brutu niður kexið, mælti hún hlýjum og vingjarnlegum alvörurómi: *— Fyrirvari kemur í veg fyrir þrætu. Ef við eigum að sjást oft- ar... — Það verðum við að gera, greip hann fram í með ákefð, — daglega ef við getum — oft! Hún brosti. — Ef svo skyldi verða, megið þér ekki gleyma því, að ég vinn fyrir mér sjáif og er mjög sjálf- stæð kona. Hún hló. — Og svo vil ég ekki að þér séuð að eyða neinu á mig. Ég-spara allan veturinn, allt árið. til bess að kosta meira til sumarleyfanna. Ég hef nóg fé til þeirra að leggja! Aftur hló hún. Meðal ríkisfólks er ég fátæk. En meðai fátæklinga er ég beinlínis auðug. Hann brosti við og .sagði hæg iátlega og þó frjálsmannlega: — Meðal fátæklinga er ég fá- tækur. — En . . . — Það þykir mér vænt um, anzaðj hún glöð i bragði, — því hvað ætli ég mætti hugsa um sjálfa mig, ef ég legði út í ævintýraleit með auðugum herramanni! Nú var þáð hann sem hló. Síðan mælti hann: — Þér ættuð að sjá hvernig hár yðar er, þegar vindurinn feykir því til. Það er dúnlétt og unaðs- legt, eins og dans þokkagyðjanna Hún bjóst ekkf við að hann hefði tekið eftir því að hún breytti um greiðslu og roðnaði við. Það var svo langt síðan hún hafði fundið hjá sér vott þessara feimnislegu hugarhræringa, sem bera með sér ýmist sælu eða vansælu, áð henní lá við að hæðast að sjálfri sér. En hæðni virtist förunaut hennar víðs fjarri. Hann leit undr- andi til hennar dökkum og tindr- andi augum ginum þegar hún vaúp- aði fram þessum kaldranalegu nap uryrðum, hvað svo sem það átti að þýða. Skrítið áð hann skyldj sjálf- ur vera sneyddur kaldíhæðni og köpuryrðum. — Heima myndi hann vera kall- aður barnalegur, hugsaði hún. En hann veit þau ósköp og er svo fjör- legur. Maður verður svo góður og grunnthygginn í návist hans. Þegar þau voru ekki saman, dreymdi hana að þau ættu eina ævi bæði. Hann var fátækur. Gott, þá skyldi hún spara! Hún skyldi mat- reiða hið mesta ljúfmeti úr sama sem ekki neinu í litla eldhúsinu hans. Hún skyldi gera við fötin hans og umsauma sinn eigin klæðnað í það óendanlega. Að spara og nurla hafði hún vanizt við um margra ára skeið. í Suð- urlöndum og við hlið hans væri það hreinasta nautn. — Hann átti einnig sína drauma: Moíoi rófvar hún r®k! Þá Mivvui 1UV(VA.la v <XL XlUAl 4.*—* - — gæti hún kvænzt honum og farið með hann til síns fjarlæga lands. Þar gæti hann kennt söng. Margir Norðurlandabúar fóru til Ítalíú að læra söng, nú skyldi hann, söng- kennarinn. fara til Norðurlanda og kenna þeim í heimalandi sínu. í Mílanó vorú svo margir keppi- nautar, í landinu hennar var eng- inn nema hann! Á sköfnmum tíma skyldi hann vinna sér svo mikið inn, að hún þyrfti ekki að vinna sjálf fyrir sér lengur, aðeins vera eiginkona hans Hann skyldi sjá um hana, eins og hann hafði séð um systur sína. Engir naprir vind- ar skyldu næða um hana. Hún væri í varðveizlu hans. — Hver dagur er færði þau nær skilnaðarstundinni varð örlaga- þrungnari þeirra á milli. Þögnin hríslaðist um þau. Augnaráð hans var heitt af þrá, hennar hlédrægt og feimið. í sjónum hennar söng eitt stef: Hann biður mig ekki um að vera kyrra! — í augum hans ómaði kvartsár kliðandi: — Hún tekur mig ekki með sér! — Blómvönd tók hann með sér á stöðina og langdregnum kossi þrýsti hann á hönd hennar. Sþðan fór lestin og hún kallaði einhver gamanyrði til kveðju. Hann stóð einn eftir. Gamall maður með hrifnæman munn, sem titraði eins og á barni, en draum- arnir þutu brott frá honum hraðar en lestin gat komizt. Einmana, fá- tækur, yfirgefinn af konu, sem ekki vildi hafa hann með sér. Hún kom einhverju smávegis fyr ir í bögglanetinu og sá sér til fró- unar, að ekki voru aðrir í klefan- um en hún ein. Síðan tók hún af sér slæðuna og snýtti sér ákaft nobkrum sinnum. Skelfilegur bjáni, að láta sér koma til hugar, að hann vildi deila fátækt sinni með henni! Skelfilegur bjáni að halda — hún hugsaði sig um og setti upp undrunarsvip-------að hún — að hún færi að setjast að sem eigin- kona fátæks söngkennara súður í Mílanó! Hún sat drykklanga stund öld- ungis forviða. Svo gat hún ekki að sér gert að brosa, greip blað, sem hún hafði meðferðis og tók að lesa í því. Hann sat í fínu bifreiðinni, sem rann nú aftur áleiðis til San Remo. Veðrið var yndislegt, himin- inn blár, hafið blátt, sólin sendi varma út ( hveria taug. 0, þessi unaðslega hlýja! Sem hún var nú horfin frá! Hann varð sem annars hugar og undrandi á svip. — Til þess ná- kalda norðurhjara! Hann hryllti við og hleypti sér í herðamar Á þessi fsköldu Norðurlönd með dumbung i lofti og úlfgrátt haf, og eilíft myrkur á löngum vetr- um. Hann hnipraði sig saman og brosti við. Og vegna þess að hann hafði verið snemma á ferli til að komast til Monte Carlo að kveðja, féll hann í fastasvefn. Og jafnvel í draumaheiminum brosti hann blítt og undrandi. Jóhann Bjarnason þýddi. 570 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.