Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 8
ið er, að haugftr Hávars sé skammt vestan vegar fyrir neðan Hávars- staðatún. Sér þar merki manna- verka. Skammt frá Hávarsstöðum í vestur er eyðibýlið Hrauntún. En nú komum við að höfuðbóli sveitarinnar, Leirá. Á Leirá nam land Oddgeir hinn spaki, sem síð- ar bjó í Oddgeirshólum í Flóa. Hafnar-Ormur keypti Oddgeir upp af jörð sinni vegna þess. að hon- um þótti of þröngt um sig. Á Leirá er kirkjustaður, og svo mun hafa verið lengi En prest- setur hefur sennilega aldrei verið þar. Á Leirá hafa löngum búið höfð- ingjar, sem hafa komið drjúgum við sögu þjóðarinnar á liðnum öld- uim. ’þar bjó Árni Oddsson lögmað ur, sonur Odds biskups Einarsson- ar í Skálholti, þess er deildi við Herluf Daa, sem íslendingar köll- uðu Herlegdáð, og vann Árni mál- ið fyrir föður sinn sem frægt hef- ur orðið í sögum. Árni Oddson var orðinn gamall maður, þegar hann skrifaði undir erfðahyilinguna í Kópavogi. Það er talið, að hann hafi þvæ'zt fyrir með undirskrift- ina allt til kvölds. Sumir telja, að framkvæmd einveldisins á íslandi Ihafi orðið landsmönnum til muna léttbærari vegna mótstöðu Árna við undirskriftina. Árni Oddsson dó fáum árum eft- ir erfðahyllinguna í Kópavogi. Hann varð bráðkvaddur í baði í Leináriaug og var jarðsettur að Leirá. Oddur legmaður Sigurðsson bjó eizinig á Leirá. Oddur Sigurðsson var á tímabili einn mestur höfð- ingi þessa lands, en var dæmdur frá eignum og æru. Æruna fékk ihann aftur og nokkuð af eignum sínum, en náðj þó ekki fyrra ríki- dæmi sínu. Oddur var kappsamur og hlutdeilinn óeirðamaður við vín. Méðal þeirra, sem hann lenti í hörkudeilum við, voru þeir frændur, Jón Vídalín Skálholts- biskup og Páil Vídalín, lögmaður í Víðidaistungu.' En ekki mun einn hafa valdið þeim deilum. — Odd- ur Sigurðsson var einnig jarðsett- ur að Leirá. Á Leirá bjó Ólafur Stephensen, sem síðar bjó á Innra-Hólmi. Magn- ús, sonur lians, bjó einnig á Leirá, áður en iiann fór til Viðeyjar. Magnúis Stephensen flutti prent- smiðju þá, sem lengi hafði verið í Hrappsey á Breiðafirði, að Leir- árgörðum, sem eru handan ár, 560 beint á móti Leirá. í Leirárgörð- *um lét Magnús prenta meðal ann- ars sálmabók, sem fékk allharða dóma. Jón Þorláksson, skáld og prestur á Bægisá, kallaði hana Leirgerði og orti þar um kvæði sem þetta er í: „Skáldskapur þinn er skothent klúður skakksettum höfuðstöfum með, víðast hvar stendur vættar hnúður, valinn i Leyg sem rífur tréð. Eitt rekur sig á annars horn eins og graðpening hendir vorn. Jónas Scheving sýslumaður bjó á Leirá. Hann var talinn hrossa- ríkastur maður um sína daga. Tal- ið var, að hann ætti tvö hundruð hross. Hann var svo feitur og þung ur, að sagt var, að enginn hestur bæri hann Jón Thoroddsen, sýslu- maður og skáld, bjó einnig á Leir- á. Þar skrifaði hann söguna Maður og kona, en fékk ekki lokið henni fyrir dauða sinn. Frosthart hefur Jóni þótt á Leirá, þegar hann orti þessa vi.su: Þetta kuldi þykir mér, það hjá Leirárvogum, á grautardöllum gaddur er og gengur ís á trogum. Vísan mun vera ort veturinn 1858 til 1859, en sá vetur fékk af almenningi einkennisnafnið harðafasta, af sumum þó nefndur Átftabani. Síðasti sýslumaðurinn, sem sat á Leirá, var Jón Árnason frá Kal- manstungu. Hann tók við sýslunni í bili, þegar Jón Thoroddsen dó. Á Leirá er nú risinn upp heima- Yistarbaniaskóli sveitanna sunnan Skarðsheiðar. Þar er einnig félags- heimili Leirár- og Melasveita. Þessi hús eru hituð upp með vatni úr borholu við Leirárlaug Snemma á öðrum tug tuttugustu aldarinnar var gerð sundlaug við heitar upp- sprettur við Leirá, nokkuð langt ofan við bæi. Sundlaugin var gerð af vanefnum, lítil og grunn. Fyrir skömmu var svo gerð ný og góð laug svo til í sama stáð. Vegur sá, sem við komum eftir að Leirá, Leirársveitarvegur, ligg- ur nú vestur fyrir ána og niður á Vesturlandsveg hjá Beitistöðum. Við höildum ekki pann veg, en för- um um sinn götuslóða, suma vart bílfæra. F/rst förum við fram hjá j tveim bæjum, Vestur- og Austur- Leirárgörðum, vegurinn liggur á mil'li bæjanna. Síðan leggjum við leið okkar upp með Leirá að vest- an. Brátt erum við komin á móts við Leiráriaug, sem er austan ár. Ef við ætlum að skoða laugina eða fá okkur sundsprett í henni, verð- um við að fara á vaði yfir ána. Að öllum jafnaði er áin ekki farar- tálmi jeppum eða stórum bílum, þótt út af því geti brugðið. Skammt fyrir ofan laugina er grasbrekka, sem heitir Biskups- brekka. Ekki veit ég tfl þess, að nein saga fylgi því nafni. í þeirri brekku mun steinn sá hafa verið, sem getið er í Nýjaannál með svo- felldri frásögn: „Á bæ -þeim, er Leirá heitir, í Leirársveit, færðist úr stað bjarg eitt svo stórt, að það var sex faðma kringum cg vel mannhátt. Hafði bjargið færzt úr sinni stöðu nær tólf föðmum og þó mótbrekkt. Var bjargið aflangt og hafði að endi- löngu fært sig. Var sem útibúrs- tóft að sjá, þar sem bjargið hafði áður verið.‘ Þessi atburður er skráður við árið 1413. Hér Upp með ánni að vestan um Leirárbuga lá áður fjölfarin leið þeirra, sem fóru Leirárdal milli uppsveita og lágsveita Borgarfjarð- ar. Þessa leið hafa þeir farið, Snorri Sturluson og Þorleifur í Görðum, árið 1237 með hátt í fjögur hundruð manna lið. Að því verður komið síðar. í mynni Leirárdals er hús, sem skátar á Akranesi eiga. Það hús var áður íbúðaúhús á Akranesi og hét Bákot. En við förum ekki lengra upp með Leirá. Nú fjarlægjiihlst vrn ána og stefnum til norðvesturs á enda fjalls þess, sem Ölvir heitir, yfir Geldingaárflatir. Við höldum svo áfram fram með fjallinu Ölvi. Þessar götur, sem við förum, heita Kat.lavegur eða Katlagata Á Háaleiti, þar sem gatan er hæst með fjallinu, skulum við nema ögn staðar og láta í krlngum okkur. Við ökum upp á melhól með smala- byrgi efst á kolli. Héðan sjáum við melöldur eða hryggi með nokkurn veginn jöínum útlínum teygja sig frá Ölvi iangt niður á láglendíð. Neðst enda þessar melöldur í ó- reglulegum ihólum, sem heita Núp- ar. Við komum síðar að þeim. Hér efst að vestan eru melöldurn- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.