Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 16
ÞYDD SMASAGA: BÍRGMÁL LÍFSINS Hún fann til ánægjukenndar undir eins og hún kom inn í ítalska matarvagninn. — í þeim svissneska hafði þetta bara verið hraðfóðrun undir eftirliti þjóna- iiðsins, er ekki dró dulur á, að því væri kærara að sjá aftan á far- þegana en framan í þá. Hún var naumast komin inn úr dyrunum, þegar farið 'var að dekra við hana. 0g þetta glam- ur í hnífum og skeiðum var glatt og hátíðlegt Góðvild og brosmildi skein úr andliti þjónsins. — Ecce Signora. Gerið svo vel, hér er rúm. Hún settist við tveggja manna borð, andspænis ókunnum, skarp- leitum manni, er stóð upp til hálfs og hneigði sig. Hún kinkaði kolli. — Hvað óskar frúin að drekka? Þjónninn talaði þýzku við hana Hún svaraði á ítölsku. — Sód.ivatn. Hann brosti út undir eyru. ítöl- um þykir vænt um að máður tali þeirra tungu, Frakkar verða undr andi og ergilegir, ef franskan er ekkj töluð laukrétt, en ítaúr ljóma af þakklátsemi, ef hægt er að gera si| skiljanlega við þá. hugs aði hún. Hið eina, sem hún hafði gert. var að biðja um sódavatn, allt og sumt. sem hún hafði sagt var ein setning — en maðurinn á móti henni starði á hana jafn himinlif- andi og þjónninn og mælti glað- lega: — Frúin talar ítölsku? — Ofurlítið, sagði hún og brosti. í öðrum löndum var hún ald'ei ávörpuð af ókunnum mönum, ihún var fremur þur á manninn og vildi auk þess helzt vera laus við slíkt. En á ftalíu var allt öðru máli að gegna. Á yngri árum sín- um hafði hún talað við ítali, án þess að leiða hugann að því hið minnsta, að hún þekktj þá ekki hót. — Frúin ætlar til ftalíu? mæUi hann í spurnarrómi og leit til hennar með eftirvæntingu í svip. Hún hristi höfuðið. — Til Monaoo. — — Það var leiðinlegt, sagði hann. Ég ætla til San Remo. Þjónninn var í þann veginn að fylla diskinn af pylsum og sardín- um, en hún varnaði honum þess með hendinni. — Ég dáist að Monaco — sagði hún. — Hef aldrei komið þangað — anzaði hann. Hún varð steinfaissa. — Og þó er ekki svo iangt á milli San Ramo og Monaco. — Ég hef heldur aldrei komið til San Remo fyrr, mæ’ti hann. Mér var boðið þangað af nemanda mínum, sem á þar skrauthýsi. Það er ungur ríkismaður, sem er að læra söng sér til 9kemmtunar. Hún áttaði sig ekki á þessu í 9vipinn og hann tók eftir því þeg- ar í stað. — Ég ei söngkennari — bætci hann við - en þriggja vikna leyfi varð ég að iáta eftir mér, úr þvi mér var bsinlínis boðið — Þrjár vikur — endurtók hún ósjálfrátt. — Það er jafn langt og sumarfríið mitt. Hana iangaði til að bæta við: Ég er aðalgjaldkeri, en hikaði við, því hún mundi ekki orðið og lét sér nægja að segja: — Ég vinn á skrifstofu. Hann leit til hennar vorkunnar- augum og mælti: — Það hlýtur að vera leiðin- legt. Hugsa sér, þér Lítið alls eski út fyrir það. Mér sýndist þér iik- ari konu, sem ekki þarf að gera nema það, sem henni sýnist. Hún varð undrandi og hló við. — 0, jæja — það getur vel verið — að vissu leyti. Augu hans voru glaðleg, hlý og brún, einu sinni hafði hún átt æskuvin, sem horfði á hana því- líkum augum. Aftur var þjónninn kominn til skjalanna og jós nú disk hennar fullan af kálfasteik og makkarón- um. — Svona, svona, sagði hún ótta- slegin. — Svona, svona, endurtók þjónninn glettnislega. — Signoru geðjast ekki að ítalska matnum. — Mér finnst hann indæll, anz- aði hún. — Yður finnst Ítalía indæl, sagði maðurinn andspænis henni og brosti. — Hví þá að eyða su ,n- arleyfinu í Monaco? Hún svaraði: — Það hef ég gert nú síðustu tíu árin. Þar áður var ég búin að dvelja í Flórens og Róm og Pom- peji. — En nú er það alltaf Monaco? — Já, Monte Carlo. — Spilið þér? — Ofurlítið. — Er það landslagið? — Já, umhverfið — Er það ekki eins fallegt f San Remo? — Jú, það er Líka fagurt í Sai Remo. Hann Laut ögn áfram og leit aftur til hennar, þessum geislandi hlýlegu, brunu augum, er voru svo Iík og í æskuvini hennar. — Komið þá til San Remo. Henni hnykktj snögglega við, svo áttaði faún sig. Hafði henni orðið hugsað til hvítu þrælasölunnar eða þvmm- líks? Svo gat hún ekki annað en hlegið. Hún sem var gömul, Göm- ul. Gömul. SkyLdi ég eiga að taka hittinn af mér, hann gerir mig í rauninni unglegri, hugsaði hún Og anoar- taki síðar- Stórmennskubrjálæði. Hann hlýtur þó að sjá hrukkurn- ar framan í mér Hvað ég er v*t- laus. — Komið þér nú til San Remo, endurtók maðurinn hinum megin við borðið Hún brosti þreytulega — Það get ég ekki Þó ekki væri nema vegna þess, að nú vc-it vandafólkið um heimilisfang mi?t. — Eruð þér gift? spurð' hann hreinskilnislega. — Var það. Ég er fráskilio. Hann ho-fði hugsandi á hana. — Þér lítið út fyrir að vera sjálfstæð kona, sagði hann — Eft- ir svip yðar að dæma, þekkið þér hvorki hlekki né höft Og þó er- uð þér iafn bundin sem allt ann- að fólk — af fjölskyldu yðar. -- það er undarlegt. — Eigið þér enga fjölskyldu sjálfur? spurði hún. — Nei, ég er piparsveinn En að sjálfsögðu er ég bundinn starfi mínu. 568 TÍKllNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.