Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 13
,,Hdn giítist fynst Jóni Böðvars- á$ni, fóstursyni Þórðar Jónssonar í Fljótstungu. Þeirra synir voru lón afi mifln og Einar, afi Stef- ánis Jónssonar, sem frægur varð fyrir bækurnar um Hjalta litla. Én eftir þriggja ára sambúð missti Mn mann sinn og giftist aftur Böðvari Jónssyni, sem sennilega hefur verið náfrændi fyrra manns ins. Með honum á-tti hún Helga, afa Halldórs Laxness og Guðmund ar Sigurðssonar, sem kurinur er af sínum gamaniþáttum, og Guð- mund, sem ég heiti eftir. Hann bað um, að ég væri látinn heita nafninu sínu, þá kominn um sex- tugt og ég vissi ekki, hvort hann lifði nema tæpt árið eftir það. Ég held ég hafi þá verið ófæddur, er hann bað þessa, enda var eng- an veginn ætlazt til að ég yrði strákur, því mamma og pabbi áttu. tvo fyrir. Ég átti að verða stelpa og heita Ósk!“ Guðmundur brosir við, og seg- ir, að hin kynsæla iangamma sín hafi verið af mikilli skáldaætt. „föðurbróðir hennar og afi voru fræg rímnaskáld í Dölum. Með afkomendum hennar hér í Síð- unni var rík hneigð til að bera ýmislegt \ið, þeir voru Iagvirkir menn og söngelskir sérstáklega, en fátækir voru þeir tíðast. Þetta voru yfirták erfið ár. Möguleik- arnir fyrir þá, sem ekki áttu jörð til búsetu, voru dauðans litl- ir: hrakningsvistir og hokur á húsmennskukotum. Afi minn, Jón, missti foreldra sína báða ungur. Þau hafa að vísu átt það mikil efni, að í sóknar- mannatölum eru börnin sögð lifa „af eigin fjám“ að foreldrunum látnum. En Guðmundur afabróð- ir minn, sem ég nefndi áðan, gaf gömlum presti stúlfcuna, sem hann unni, til að tryggja henni góð ævi- kjör, lifði síðan sjálfur eins og hálfgerður útilegumaður við fiski- vötn frammi á heiðum. En afi gamli trúlofaðist og gift- ist norður í Miðfirði. Ekki hefur hann þótt auðsældarlegur, því þeg ar Miðfirðingar sáu, að konan hans var orðin ófrísk, þótti þeim ekki ná nokkurri átt, að barnið fæddist bar, því þá ætti það sveit- festi í Miðfirði. Náttúrlega voru hrepparnir fátækir, en þeir vörð- ust sveitarþyngslunum af öllum kröftuim. IJngu hjónin voru flutt, með aðstoð hreppsbúa, suður yfir heiði. Það var lagt á fjallið í leið- indaveðri, og svo þótti komið nærri því, að stúlkan mundi ala barnið, áð það var send ljósmóð- ir með þeim. Það stóð heima, að þegar amma náði loksins niður að efstu bæjum í Hvítársíðu, þá var hún búin að taka léttasóttina. Afi og amma eignuðust miklu fleiri börn síðan — samtals ellefu — en aðeins fimm komust full- orðinsára. Hin dóu öll í æsku, vafalaust af skorti, slæmum húsa- kynnum, lélegri næringu........... Eitt þeirra, sem lifðu, var pabbi. Þegar hann fæðist á Kolsstöðum, er fátækt afa og ömmu svo mik- II, að hann er reiddur þriggja nátta til oddvitans í Síðumúla. Til þess var fongin ung heimasæta á bænum, Helga Hjálmarsdótbir, því amma var ekki komin á fætur. Nærri full dagleið er á milli bæj- anna, og begar fór að líða á dag- inn, varð barnið svangt og fór áð hljóða af hungri. Stúlkan kunni ökki önnur ráð en fara heim á næsta bæ, ég vissi aldrei, hvar það var, og biðja hjálpar. Henni var fenginn saltkjötsbiti og Iátin tyggja hann í dúsu, einhverja tusku, og þessu stakk hún upp í barnið. Því var pabbi vanur að segja: „Það eru engin undur, þótt mér þyki feitt saltkjöt bezt mata.“ Það urðu svo hjónin Eyjólfur og Helga í Hvamrni, sem tóku hann að sér. Þar var hann þangað til hann var þrítugur og að sein- ustu orðinn fyrirvinna þessara á- gætu hjóna. Hygg ég, að hann hafi notið þess til ævi'loka, hve þarna var mikið lesið, rnikið spjall að um hlutina, og bókmenntir, skáldskapur og stjórnmál allt í heiðri haft. Börn þeirra hjóna voru öll framúrskarandi greind. Sæmundur EyjóMson var fyrsti langskólalærði búfræðingurinn hér, guðfræðingur var hann líka. Það var hann, sem orti Nú er glatt í hverjum hól. Og margir kannast við vísur Jóhanns Eyjólfsonar, sem stundum er kenndur við Sveinatungu. Það er sjálfsagt merkilegt, að fátæktin, sem þá ríkti í sveitum, skyldi ekki ganga af bókhneigð- inni dauðri. Afi gamli og amma enduðu ævina í Ameriku, eftir að hafa búið á tveimur smábýlum hér heima, sem nú eru bæði í eyði. í Winnipeg setti afi upp verk- stæði og ár eftir ár voru auglýs- ingar frá honum í blöðum þar, að hann gerði við hvens konar bús- hluti. Meðal annans man ég, að þar stóð: „Geri við katla og könn- ur, potta og pönnur.“ Ómögulega gat hann þarna stillt sig um áð ríma. Vestra þykir honum mest við bregða, að nú fær hann borg- aða sína vinnu. Heima hafði hann verið undirlagður sífelldum beiðn um um smáar og stórar smíðar, en ekki var um að tala, að fátæk- ir gætu horgað. Góðbændur áttu hins vegar völ á svo miklum * vinnukrafti, að þeir vildu ekki greiða hvert handtak. Systkini pabba fluttust öll vest- ur nema Benónía, sem giftist Egg- ert Gíslasyni í Leirárgörðum í ' Leirársveit. Löngu seinna, þegar ég var -kominn um tvítugt, buðu þessir ættingjar mínir mér til sin og vildu kosta mig á skóla. En pabbi gamli hélt, að það væri komið nóg af sínu fólki vestur, þótt ég væri etoki að flækjast þangað líka. Af vesturförinni varð því ekkert og sjálfsagt engu tapað fyrir mig, — ekki trúi ég því,“ segir pað stoáld, sem nú yrkir hvað heitust ættjarðarljóð, oft krydduð frýju- orðum til þeirra, sem láta undan á- ganigi erlendra aðila og sætta sig við að ísland sé hersetið og í hern- aðarbandalagi. Því til eru þeir, sem streitast með bogin bök, þó bjóðist þeim uppgjöf í skjóli og lokkandi friður. Hvað tæpt sem þeir standa, hvað krappt sem þeir verjast í vök, þá vilja þeir samt ekki grafa sig lifandi niður. | En það hafa fyrr verið skáld í ' Borgarfirði og meira að segja þau, sem sýndu erlendu valdi mót- stöðu. Frá Kirkjubóli er aðeins hálftíma ferð niður í Reykholt, þar sem Snorri gamli þrumar á | hlaðinu, gróinn sára sinna. Og 1 fyrsti skóli á landinu var í upp- hafi 11. aldar í Bæ í Bæjarsveit, stoammt undan. „Hróðólfur hinn 1 enski kenndi þar nýkristnum Borg firðingum að gegna prestsverkum, kannske líka að lesa og skrifa. Svo hefur komið heldur betur fjör- kippur í menninguna, þegar Sæ- mundiur fróði setur upp sikóla í Odda. Hann er hálærður frá Svartaskóla í bókmenntum Róm- 1 verja, en þeir fluttu aftur gríska ! menningu inn í ríki sitt rétt eins TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 565

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.