Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 5
hátt og gróðurlítið, þar sem hæst ber. Eftir því sem Harðar saga segir heitir fremsti oddi þess Geirstangi, og er svo raunar enn. Geirshólmur eða Geirhólmur er hér rétt vestan við Þyrilsnes- ið. Harðar saga segir hólmann nefndan eftir Geir Grímssyni fóst- bróður Harðar. í þeim hólma og næsta nágrenni er síðari hlu-ti Harðar sögu og Hólmverja látinn gerast. Geirshólmi hefur haldið nafni sínu í sjð aidir að minnsta kosti, frá ritun Harðar sögu um eða rétt fyrir 1240, þar til um 1950. En um það bil eða litlu síðar tók mis- vitur og grobbinn íþróttafréttarit- ari sig til og fræddi landslýð á því, að hólminn héti Harðarhólmi. Hvort hann hefur talið sig finna það nafn út úr kvæði Daviðs Stef- ánssonar um Helgu jarlsdóttur, skal ósagt látið. En einstöku klaufalegir kvæðalesarar hafa þótzt finna það út úr því kvæði, að Davíð teldi hólmann heita Harð- arhólma. En ekkert er fjær lagi en að álykta >vo..Þar getur ekki ver- ið um aanað að ræða en þessir lesarar kunna ekki að lesa eða skilja kvæði. Davíð kvað svo: „Minningar frá hólma Harðar.“ Mjög hlið'tætt þessu er að finna fjölmörgum stórskáldum. Ég tek sem dæmi úr Grettisljóðum Matthí- asar, þar sem hann kveður um vist Grettis í Háramarsey hjá Þor- finni. Svo segir í kvæðinu: „Nálgast jólin helg og há höfuðbÓJi Þorfinns á . . .“ Þarna eru algerar hliðstæður: Höfuðból Þorfinns og hólmi Harðar. Árið 1237 lét Sturla Sighvatsson taka upp skemmu góða í Görðum á Akranesi og flytja inn í Geirs- hólma. Þá er þess getið í sama sinn, að Sturla Iét ræna í Hvammi og Saurbæ. Ekki er þgss beinlín- is getið í það sinn, að ránsfengur- inn hafi verið fluttur í Geirs- hólma, en þó finnst manni það sem undanskilið í frásögninni, að ránsfengurinn hafi farið þangað. Árið eftir sendi Sturla mikinn hluta síns fastaliðs til Geirshólma undir forystu Svarthöfða Dufgus- sonar. Það ár er sagt, að þeir fé- lagar hafi dregið vistir að Geirs- hólma. Þá er ekki talað um rán, en sagt, að þeir hafi aflað fanga með harðfengi. Þótt það sé ekki sagt berum orð- um í Sturlungu, að Sturla hafi haft setullð í Geirshðlma, verður að álítast, að svo hafi verið. Það er ekki óláklega tilgetið, að setulið Sturlu hafi verið nokkuð á annað ár í hólmanum. Það skyldi þó ekki vera, að sagan af dVöl Harðar og félaga í Geirshólma sé saga setu- liðsmanna Sturlu Sighvatssonar 1237 til 1238? Jafnvel mætti láta sér detta í hug, að höfundar sög- unnar væri að leita í hópi þeirra, sem Geirshólma hafa byggt, lang- an eða skamman tíma á vegum Sturlu Sighvatssonar. Gissur Þorvaldsson er með lið- safnað nálægt þessum slóðum 1238 og eftir því, sem hin orð- spara Sturlunga segir, hefur hann þá íhugað'aðför að Hólmverjum. Hvar var betri staður í nágrenni Geirshólma til þeirrar athugunar en í Þyrilsnesinu — Dögurðarnesi.' Eitt er víst, að af 27 örnefnum,, annarra en bæja, sem nefnd eru 1 / Harðar sögu sunnan Skorradals- > vatns og norðan Hvalfjarðar, eru ' enn nálega öll þekkt. Sjáanlega hefur söguritarinn verið nákunn- ugur staðháttum á þessu svæði. Við skulum nú renna augum til hinnar áttarinnar. Þyrilsbærinn mun alla tíð hafa verið á svipiið- um stað og húsið er nú. Harðar saga segir, að blóthús (hof) hafi verið á Þyrli, skammt frá bænum. Engar aðrar sagnir eru um slikt hús á Þyrli og jafn- vel ósenmlegt, að það hafi nokik- urn tíma verið til. Framan í Þyrl- inurn er skora í klettabeltið, Helgu- skora. Gilið er kleift, en pó örðug uopgangan. Niður undan Þyrilstúni við sjóinn eru bvær sand- eða malarvíkur. Önnur vík- Geirshólmi og Brekkukambur — myndin tekin úr Þyrilsnesi. Hvítu byggingarnar á myndinni eru Sandaþorp, en uppi á hjallanum til vinstri sést herstöð band? ríska setuliðsins. Öllum var hulin ráðgáta, hvaða markmiði sú herstöð áttl a þjóna. Nú er hún sem betur fer úr sögi hni. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 557

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.