Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 21.07.1968, Blaðsíða 19
Þorsteinn Björnsson: FeriakvíBiog ævilok jr • • Astvalas á Okrum Það var á öndverðu vori 1900. Ef til vill var það í annarri viku sumars eða í þeirrf þriðju — ég man það ekki alveg glöggt. Inflúensufaraldur var áð ganga um Skagafjörð og lík lega allt landið — man það ekki með vissu, þvi að ég var ekki nema ellefu ára. Það var á fimmtudegi, að ég var í rúm- inu eða við rúmið, mikið las- inn af inflúensunni. Veikin lagðist þungt á fólk með hitasótt, brjóstþyngslum og óþolandi höfuðverk. Flestir náðu sér eftir nokkra daga. Sumir fengu lungnabólgu og dóu. Aðrir fengu svo slæm eft irköst, að það leiddi þá til dauða seinna um sumarið. Tíðin var nokkuð óstöðug, gekk ýmist á með norðan éljum eða dró upp þíðviðrisblikur í suðri. Vor og vetur voru að skipta völd- um. Greinilegur vorboði í sól- skininu og sunnanblænum, en úrsvalur vetrarkuldinn úr norðr inu. Það var þennan fimmtudag, sem ég var við rúmið. Þá gekk móðir mín út í bæjardyr. Þeg ar hún kom inn, heyrði ég, að hún sagði: „Hver ætli sé að elta kindur niðri á Fit?“ Eftir nokkra stund kom Pét- ur Bjarnason með Ástvaldj á Ökrum inn. Valdi hafði verið að koma með fóðralömb úr Akratorfunni. Daginn eftir kom Valdi aft- ur að Miklabæ. Þá var land- ^ósturinn nýbúinn að konia. Ástvaldur var ungur maður, rétt um tvítugt eða tæplega það. Svo var ráð fyrir gert af frændfólki hans í Ámeriku, að hann flyttist þangað þetta vor. Nú var hann að sækja farbréf ið. sem honum hafðj verið sent að vestan. Það kom með þess- um pósti Ástvaldur var mjög óánægð- ur yfir Ameríkuförinni, unni heimalandinu og vildi héðan mjög ógjarnan fara. Hann hafði tal af fjósamanninum á Mikla bæ, sem var að taka til hey í fjóstóftinni, um leið og hann fór. Fjósamaðurinn hét Björn Einarsson frá Grundargerði. Hann var fenginn til þessa starfs seinni hluta vetrarins eft- ir lát Jóns Jónssonar, gamals fjósamanns á Miklabæ. Hann ■MMaBUMMBHwan sýndi Birni farbréfið og bar sig mjög hörmulega yfir þvi að þurfa að fara burt af landinu. Á laugardaginn var norðan- stormur og slydduúrkoma með frosti og kafaldi um kvöldið. Á sunnudaginn hafði birt i lofti og andaði sunnanblæ. Þá var vinnupiltur á Mikla- bæ, sem hét Jóhann Pétur. Hann átti móður sína og syst- kini í Miðhúsuip. Þangað fór hann í kynnisför þennan sunnu dag. Þegar hann kom heim um kvöldið, segir hann þau tíðindi, að Valdi á Ökrum sé dáinn. Hann hafði verið með inflú ensuna. Á laugardaginn í hret- inu fór hann _út á Læki að sækja gráskjóttan fola, sem hann átti og hafði alið inni eitt- hvað um veturinn, en var nú búinn að sleppa honum. Þegar hann kom heim móð- ur og blautur, settist hann á rúmið sitt, hallaði sér út af og dó nær samstundis. Læknir var þarna mjög nærstaddur og sá hann látinn. Hann sagði, að hann hefði dáið úr lungnabólgu Ástvaldur þurfti ekkj á far- bréfi sínu til Ameríku að halda. Honum var búin önnur ferð og beinunum að hvíla í íslenzkri mold. Hann var jarðaður á Flugumýri. Hann átti tryggan og vitran hund, sem fylgdist með öllu, sem fram fór með hann. Hund- urinn lagðist á leiðið. Þar var hann skotinn eftir nokkurn tíma, því að hann hafðist það- an ekki á braut með nokkru móti. Rætt við Guðmund Böðvarsson Framhald af bls. 567. „Og skáldgyðjan fælist ekki stúss við kýr og hænsni?“ „Það er mesti misskilnin.gur,“ svarar skáldbóndinn, „að það sé aumt verk og kvíðvœnlegt að þrífa kringum búfénaðinn. Það er mjög cotalegt að hlynna að þeim skepnum, sem maður hefur sitt framfæri af.“ Hann bætir við: „Áreiðanlega getur jafnt flökrað að manni fal- leg hugsun, þó hann sé að moka fjós, eins og þótt hann sitji á kirkjubekk og hlusti á sáliriasöng. Til þess er hugur mannsins að leita út fyrir hin þröngu takmörk, sem umhverfið setur honum.“ Inga. Peir, seni hugsa sér a3 halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á bví. T f M I N N — SUNNTJDAGSBLAÐ 571

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.