Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Side 2
# Þíjtur í skjönum Reykjavík var ekki nein stór- borg í byrjun þessarar aldar. En þá var lögreglan fáljðuð, harla skuggsýnt á götunum á kvöldin og aldrei þrot á bjór og brennivíni frá morgni til kvölds. Þótt ekki væri orð ger- andi á mannmergðinni, var róstusamt á köflum, krepptir hnefar á lofti af litlu tilefni og konurn næsta óráðlegt að vera einum á ferli, þegar var dimmt orðið. Gamlar lögreglubækur eru tii vitnis um það, að ufan úr myrkrinu gátu komið menn, sem virtu að vettugi riddara- rómantík og voru frábitnir öll- um málalengingum, er þeir biðl uðu til kvenna. Þeir létu í þess stað hendur standa fram úr ecrmum. Kannski var ekki ann- ars að vænta en Þorvaldur póli- tí væri stundum þunghentur á þeim, sem hann náði til. Enn er s\'o að skilja, að ekki sé beinlínis friðsælt á götum Reykjavíkur, þegar nótt er orð in dimm, þrátt fyrir ljóskerin og iögreglusveitirnar. Tennurn ar fjúka úr hvofti manna, áð- ur en þeir vita af, drukknir menn hafa að gamanieik að reyna að fleygja sér fyrir bif- reiðir í sjálfri hægri umferð- inni, svona tii þess að sjá, hvem ig þeim, sem við stýrið eru, verður við, tilraunir eru gerð- ar til kviðristu á grandalausum vegfarendum, svo að segja í miðbænum. Óli í Hólakoti og Stjáni blái þyrftu ekki að verða að neinu viðundri, þótt þeim skyti upp á ný á gamalkunnum slóðurn. Þetta þróttmikla næturlíf á götum höfuðborgarinnar kvað standa með mestum blóma frá föstudagskvöídum og fram á mánudagsnætur. Síðam lækkiar á því risið um stun4, háttbund- ið líkt og óáran í músastofni, unz aldan hækkar á ný með þeim degi, er vikulaun eru gold in. Þeim, sem ekki geta sofið fyr ir háreystinu, þykir þetta mið- ur. Sá kurr er eðlilega njestur í þeim hverfum, sem mest næð- ir á, og hef ég fregnað, að þar sé til fólk, sem er þess full- trúa, að því sé mein að því að geta ekki átt von á svefnfriði nema fáar nætur í vifcu. Það er einu sinni svo, að fólk ger- ir sér rellu út af mörgu. Öllu þyngra er þó í sumum þeim, sem telja sig hafa komizt í mannraunár á götum úti fyrir þær sakir, að þeir áttu leið um slóðir, er öivaðir berserkir síð- kvöldanna höfðu valið sér að leikvangi. Sérstaklega er hætt við nokkurri ylgju, ef vaxandi brögð verða að kviðristum á að- algötunum, því að einhvern veg inn hafa margir heldur ými- gust á þeim japanska sið. Og fáir treysta sér til þess að sveipa að sér kiæðum, þegar iðr in liggja úti, og láta sem ekk- ert sé, þótt það iéku fommenn. En skyldi nú ekki mega hafa einhvern hemil á þessu at- kvæðafóiki? Það er til lögreglunnar, að fóik það lítur, er ekki er alls kostar ánægt með atferli ber- serkjanna á strætum úti. Til þess er ætlazt af henni, að hún leggi til atlögu við uppivöðslu- lýðinn, kveði ófögnuðinn niður og frelsi byggðina. Þess er þó að gæta, að hún er ekki almátt- ug, og hún getur aldrei gert meira en sú starfsaðstaða, sem hún býr við, leyfir henni. Því skyldu menn varast að hafa hana um of fyrir sökum, þótt úrhættis gangi í þessu efni. Hins er ekki að dyljast, að það er óneitanlega misjafnt mat, sem lagt er á misgerðir manna í þjóðfélaginu. Þegar hætta var á, að unglingar með áletruð spjöld stæðu á lóð, sem valdsmenn þjóðfélagsins vildu ekki, að þeir stæðu á, settust á rangar tröppur í bænum, og gerðu hróp að tignum útlend- ingum, var ekki einungis boðið út öllu iögregluliði Reykjavík- ur, heldur stefnt hingað lög- reglumönnum úr öðrum kaup- stöðum. En þó að drykkjulætin á götunum taki á sig svo trölls- lega mynd sem vikið var hér að framan, hefur það ekki enn kali að á neinn mótleik, sem bragð er að. Það var auðvitað gott, að utanríkisráðherra Grikkja sætti ekki hnjaski fjarri ættjörð sinni, en íslenzkir þegnar eiga líka að geta gert sér vonir að komast klakkiaust leiðar sinnar. um götur borgarinnar, jafnvel að næturlagi um helgar, svo að þeir séu ekki nefndir, er svo eru heimtufrekir að vilja hafa svefnfrið í húsum sínum að jafn aði. Þrátt fyrir allt, sem kann að standa í vegi fyrir því, að unnt sé að afmá þann blett, sem drykkjuslangrið á götunum set- ur á höfuðborginá, fer vart hjá þvi, að talsverðan hemil mætti hafa á því, ef þeir, sem valdið hafa, vildu líta það viðldka al- varlegum augum og til dæmis pólitísk uppþot, sem þeim er í nöp við. Og skökku skýtur það við, svo mikið og lofsvert kapp sem lagt hefur verið á að koma í veg fyrir umferðarslys nú um skeið, ef það er ekki nein brýn- ing til strangara aðhalds, þeg- ar það er haft að næturgamni að revna að stofna til slysa. Menn mega kannski drepa sig af tómri fíflsku, ef þá langar til þess, þótt reynt sé á mörgum sviðum öðrum að koma í veg fyrir það. En þá stendur að minmsta kosti eftir, að gráiega er ieikinn saklaus aðili: BifTeið- arstjóramir, sem eiga gegn vilja sínum að framkvæma af- tökuna. J.H. □ r 770 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.