Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Blaðsíða 6
Rakul og hesturinn hennar.
GESTIR AF MANANUM
Þórshöfn, minn bernskubær,
stendur á austurströnd Strauaneyj-
ar. Rösklega mílu vegar þaðan, á
vesturströnd eyjarinnar, er hinn
sögufrægi Kirkjubær. Þar var bisk-
upsstóU Færeyinga á miðöldum, og
þar má enn sjá veðraðar rústir got
neskrar dóm'kirkju, sem aldrei var
fullgerð. Milli Kirkjubæjar og Þórs
hafnar gnæfir fjallið Kirkjubæjar-
reyn. Þórshafnarmegin líkist það
feykistórum, hvössum uglukambi,
en þar uppi er í reyndinmi viðáttu-
mikil háslétta, að mestu þakin
blágrýtisdyngjum. Auðn — sem á
sér þó nokkra líkn: bláar fjalla-
, tjarnir og mosaþembur, fuglahreið
ur og þjótandi héra.
Fjall sem þetta hlaut að örva
ímyndunarafl barnshugans. Við egg
þess var endir heimsins, og jafn-
framt upphaf alls sem er, þar
settist sólin í skammdeginu, þar
eftir William Heinesen
urðu aftanskuggar lengstir, þar
skein kvöldstjarnan, þar kom
máninn stundum upp, stór og rjóð-
ur eins og leirdiskur, og ég ímynd-
aði mér, að vestur við sæinn, hand-
an hins dimma fjalls, stæði kletta-
borg, hlaðin úr björgum úr hlíð-
inni, klettaborg eins og frá segir
í ævintýrum og fornum kvæðurn.
í klettaborginni bjó seiðkonan
Rakul með æringjanum Níelsi og
öðrum náunga, sem við kölluðum
Manninn af mánanum, því að
hann hafði, að sagt var, „dottið of-
an úr skýjunum“. Þessi merkilega
þrenning átti sér tvöfalt, leyndar-
dómsfullt líf: var að hálfu drauma
og þjóðsagnakennd, að hálfu á-
þreifanlega mennsk.
í seinna gervinu birtust þau af
og til sem gestir á bernskuheimili
mínu í Þórshöfn. Þau komu gang-
andi austur yfir fjall og heiði og
fossandi læki. Oft teymdu þau einn
eða tvo klyfjahesta, litlar, síð-
hærðar og gerningalegar skepn-
ur, stundum líka folald. Hestarn-
ir voru klyfjaðir laupum og gutl-
andi byðum. í laupunum voru
hvítir ostar og smjöröskjur, í byð-
unum mjólk eða rjómi — þær
voru loklausar, en strengdir yfir
þær skinmsneplar. Utan um ost-
ana voru líka skinmpjötlur, og
laupar og byður voru bundin við
klyfberana með gildum, trosnuð-
um reipum. Gestirnir þrír voru
sjálfir klæddir í vaðmálsföt og
heimagerða skinnskó með ull-
arlindum. Lindar karlmannanna
voru hvítk á litinn, lindar Rakul-
ar rauðir, og undir grófu lérefts-
svumtunni, sem hún tók af sér úti
á stéttimni var hún í dökkbláu vað-
málspilsi. Af þessari litlu lest
lagði sætan og áleitinn þef ó-
byggða, mjólkur og bleyttra
774
T í M I N N — vSUNNUDAGSBLAÐ