Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Síða 9
KIÐAGIL Ljósmyndir: Páll Jónssan. Sigurður Eíríksson á Sandhaugum: / JOKULDAL OG EYVINDARVERI Að áliðnum degi síðla í ágúst í sumar ók jeppi með Á-númeri niður eyrarnar í Jökuldálnum út með Fjórðumgskvísl. Við stýrið sat vasklegur piltur, stúdemt úr menntaskólan'um á Akureyri, við 'hlið hans faðir hans, roskinn bóndi, stórleitur og svipmikill, en úti vi'ð hurðina bóndintn á Sand- haugum og undrast ekki, þótt kvölin í vinstra hnénu sé horfin og göngustafurinn að mestu óþarf ur, þegar farið er út úr bílnuim. í baksætinu er bróðir bílstjórans, járnsmiður á Akureyri — ungur maður, friður og drengilegur og við hlið hans unglingspiltur þrek- vaxinn, ljóshærður. Hantn er hér á ferð í fyrsta Skipti sem flestir hinna, þótt hann beri ættarheiti langa-langafa, er bjó á Rauðá og kom hér fyrstur manna fyrir hundrað tuttugu og eiinu ári. Það er hljótt í bílnum. Hin reg- inmáttuga öræfaþögn hefur náð huga þessara fimmmenninga — og þó, stúdentiiun ungi bendir ýf- ir í gróna hlíðina: „Hér vil ég byggja mér sumar bústað,“ segir hann. Og svarið kom utan frá hurð- inni: „Þegar þú ert orðinin prestur, þá ferð þú suður í Jökúldal á út- Mðandi sólmánuði og syngur þar hámessu í helgri kyrrð fjallanna. Þangað mun ég korna ym langan veg. Þér^treysti ég til messugerð- ar hér.“ í öndverðum september kemb- ir þokubólstra um hágnípu Arn- arfells, en Kerlingarfjöll draga yf- ir sig ósæjan hjúp. Síðla á degi aka tveir bílar, þingeyskur og ár- neskur, austan meiana niður að Ey vindarveri. Fyrstur á vettvang er bóndinn á Sandhaugum. Hann ætl ar að vera leiðsögumaður suður hingað. Hitt fólkið hafði eigi fyrr um Sprengisand farið, Hér hafði hann ekki komið um langan tíma, ekki síðan síðast hresstar voru við vörðurnar á Sandinum árið 1940. Þótt farkosturinn væri hlýr og sætið mjúkt. þá saknaði ég gömlu, spordrjúgu, trölltryggu ferðafélag anna, er oftsinuis báru mig um sandinm — þeirra bræðra Sóta og Lýsings. Mýrlendið við Eyvindarkofa hef ur blotnað á síðari árum, og 'kof'a- veggirnir eru að sökkva í jörð. Um 1930 voru veggirnir þaktir burnirót. Nú ferst hún öll, eirnkum af traðki ferðamiamnia. Það væri verðugt starf Ferðafélags íslands að forða bæjarrústum útlagans frá algenri eyðingu. Við erum hér fjögur að norðan. Hjónin á Fljótsbakka í Reykdæla- hreppi, Karl og Sigrún, bæði á sjötugsaildri, o$ Hara'ldur, sonur T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 777

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.