Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Qupperneq 17
Að vera bóndi og skáld, hvort
tveggja í senn. Að vera samgróinn
íslenzkri náttúru og íslenzkum dýr
um í blíðu og stríðu, vetur, sumar,
vor og haust.
Að vera skáld og leggja stund
á bókleg fræði á löngum vetrar-
kvöldum í friði og kyrrð sveitar-
innar. Er það ekki þetta, sem hef-
ur verið óskadraumur bókhneigðra
íslendinga um aldaraðir? Og er
það ekki þetta, sem flestu öðru
fremur hefur haldið þjóðinni lif-
andi í þúsund ár, og gert íslend-
inga að þvi, sem þeir eru?
Árið <1942 vakti Magnús heitinn
Ásgeirsson athygli manna á Guð-
mundi Böðvarssyni með þessum
orðum m.a.:
„Vafasamt er, hvort sú fáskipaða
sveit, sem ennþá ann fögrum ljóð-
u'm hér á landí, héfur gert sé” SYO
ljóst sem skyldi, hversu merkur at-
burður útkoma hinnar fyrstu ljóða
bókar Guðmundar Böðvarssonar
(1936) var í raun og veru: Einyrki
í afskekktri sveit, óskólagenginn
og fáförull, sendir frá sér fyrstu
iijóðabók sína, þar sem hvert kvæði
er með ótvíræðum menningar-
brag, og nokkur þeirra (Kyssti mig
sól, — Það uxu tvö tré, „Ok velkti
þá lengi í hafi“) meðal þess sem
bezt hefur verið kveðið á ís-
lenzku.. .“
Nú eru liðin 32 ár síðan „Kyssti
mig sól“ kom út, og nú hefur „sú
fáskipaða sveit, sem ennþá ann
fögrum Ijöðum hér á landi“ fyrir
löngu gert sér ljóst, hve merkilegt
framlag bóndans á Kirkjubóli til
íslenzkra bókmennta er.
Hann er sá núlifandi höfundur
Islenzkur, sem skyldastuir er Steph
ani G., bæði um lifnaðarháttu og
lífsviðhorf. Báðir skyggnast þeir
vítt um veröld í ljóðum sínum og
hvoi'ugum dettur í bug að vikja
Bóndinn og þjóðskáldið
sér undan því að kenna til í storrn-
um sinna tíða. Kveðja til hlutlauss
vinar eftir Guðmund Böðvarsson
er mögnuð skilgreining á viðhoi’fl
hans til samtíðarinnar, vanda og
vegsemd þess að vera þátttakandi
1 lífsstríði mannkynsins. Hann hef-
ur ekki miklar mætur á hlutleysi
vinar síns:
Þér átti að lærast að
fara í felur,
og finna þér afdrep og hlíf
við feiknum þess leiks,
þar sem fylkingar berjast
um fraimtið og mannlegt líf.
Enda hræddist þú skuggann
og skelkaður hímdir
í skotinu, ábyrgðarlaus.
Þú lézt bjóða þér hlutskipti
blauðasta þrælsins
að byrgist þinn dýrmæti haus.
En það eru ekki allir á þeim
buxunum að skríða í skjól þegar
hætta steðjar að. Kvæðið er ber-
sýnilega ort á þeim örlagaþrungnu
dögum, þegar veröldin stóð á önd-
inni yfir þvi, hvort tækist að stöðva
framrás þýzku herjanna við Stalín-
grad í seinustu heimsstyrjöld:
Og þeim hefði fundizt þín
lífshætta lítil
og lagt á þig kýmilegt mat,
sem börðust í Transvaal,
sem vörðust hjá Verdun
og verja nú Stalíngrad.
Og það gæti líka verið dálítið fróð-
legt að hafa tal af þeim
sem barðist á Noregs
fönnuðu fjöllum
og féll par við bróður
síns hlið. . .
En Guðmundur er nógu sann-
gjarn til þes að lofa þeim hlut-
lausa að malda í móinn:
Jú, þú átt þér eitt svar: Þar
sem orustur heyjast
til úrslita þar eða hér,
þá velta þau lítið á vesaling
einum.
— Og þó velta þau alltaf á þér.
Já, þú sjálfur. Þú verður að
beTá ábyrgö á þítíu eigin lífi, það
geta ekki aðrir gert fyrir þig. Þú
sjálfur. Þú ert mannkynið. Það er
engin von til þess að veröldin sé
betri en einstaklingarnir, sem í
henni búa Og bresti þig manndóm
til þess að lifa lífinu samkvæmt
þessu
.. . þá mun hugleysið verða
þín gröf,
og þá tapast þér tramtíð
og tilveruréttur,
þá tapast þér lönd þín og höf.
Það er sannarlega ekki auðvelt
að standa og híma álengdar eftir
sl-ikia brýningu. Kvæði Guðmund-
ar, í Bifröst, gengur í líka átt eins
og Bréf til hlutlauss vinar. Þar
brýnir hann íslenzka æsku að duga
landi sínu og verða ekki verrfeðr-
ungar:
Ef æskan bregst þeirri ætt-
jörð, sem henni var gefin
Guðnwndur Böí vursson
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
785