Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Qupperneq 19
JONAS A. HELGASON: Bamæska HaUgríms í Hraunkoti Hér hefst síðari liluti þátttar þess, sem Jónas í Hlíð hefur fellt saman um Hallgrím Þorgrímsson og herleiðingu hans á Austur- landi. IV „Eftir þetta var Hallgrímur eina viku aðeiri;, í Blöndugerði. Á laug- ardaginn korn móðursystir hans, Guðrún Hallgrímsdóttir, sem þá var eldakona hjá sýslumanni Páli Medsteð á Ketilsstöðuim á Vöilum, Páll Þórðarson Melsteð (f. 1791, síðan amtmaður), var sýslumaður í norðurhluta Múlasýslu 1817— 1835, og sat á eignarjörð sinni Ketilsstöðum á Völlum. Kona hans var Anna Sigrún Stefánsdóttir, amtmanns á Möðruvöllum, Þórar- inssonar. Sonur þeirra var Páli Pálsson Melsted sögufræðingur og sögukennari lengi við latínu- skólann í Reykjavík. f. 13. nóv 1812, d. í fteykjavík 9 febr 1910, á áttunda ári hins tíunda tugar að aldri) til að sækja Hallgrím og fór hann með henni á sunnudags- morgu'ninn, alfarinn frá Blöndu- gerði að Ketilsstöðum Sagði Arn- grímur honum það orða síðast. að þó að honum hefði þótt ill ævin hjá sér, mundi honum vissulega þykja eitthvað að viðar, enda þurfti ekki mikla speki að sjá pað. Þá hugði Hallgrímur, að Arngrím- ur mundi ætla að senda sér draug, er honum fórust þannig orð. Á Ketilsstöðum var Hallgrimur 1 skjóli Guðrúnar Hallgrlmsdóttur í þrjú misseri eða til vorsins 1821 er Guðrún fór þaðan burtu. Hall- grími var ætlað að hjálpa fjósa- manninum til að hirða nautgrip- ina, en þeir voru ellefu í fjósinu. Betra atlæti átti Hallgrímur á Ket ilsstöðum en í Blöndugerði. Samt kom það fyrir einu sinni um sum- arið, að kerling nokkur, Sunnefa áð nafni, átti að vekja Hallgrím, en gekk það seint Þá varð hann fyrir átölum af sýslumanni og fékk kinnhest í kaupbæti. Rétt á eftir mætir honum frúin, Anná* Melsteð, og þá segir hún: ,Þú skalt fá annað kjaftshögg hjá mér“, og gaf honum anuan kinn- hest. Annan hvorn veturinn vildi það til, er Hallgrímur var háttaður um kvöld yfir í baðstofuenda, að hann fékk orð að koma „yfir um“ til að lyppa fyrir frúna um lesturinn (Hún lét lyppa kemburnar eðd teygja þær fram í lopa til þess að flýta fyrir spunanum) Hallgrímur kvaðst vera háttaður, og komu þá önnur orð. En hann gat ekki ver ið að fara á fætur til að lyppa rétt um lesturinn. Morguninn eft- ir áminntu bæði hjónin Hallgrím alvarlega sitt í hvoru lagi, og von- aði hann, að þá mundi þeirri hirt- ingu lokið — en það var öðru nær. Þau borðu hann með höndum og hröktu hainn með fótuim, bæði í senn. Aðrar stórrefsingar fékk hann þar ekki. Sultur var allmikill á Ketilsstöð- um, og ekki skammtaðar nema tvær máltíðir. Voru þær jafnan eitthvert grautargutl, en átmatur smakkaðiist ekki. Vildi og ganga seigt, að vinnumennirnir fengju kaup sitt, en er þeir fengu það, urðu þeir að kaupa sér nxat til að éta út undan. En þeir, sem ekki höfðu efni á því, urðu að svelta. Áður en Guðrún færi í burtu írá Ketilsstöðum, skrifaði hún foreldr um Hallgríms og óskaði, að þau tækju drenginn heim til sín, þvi að ekki vildi hún, að hann værj þar, er hún væri farin. En um vorið kom ekkert svar, og svo varð Hallgrímur kyrr hjá sýslu manni Melsteð Illa gekk Melsteð hjúaihald, og um vorið 1821, er Guðrún fór það- an, voru ekki eftir hjá honum nema ein vinnukpna og einn saka maður auk Hallgríms.“ Má skjóta því hér inn, að þar mundi þá sennilega vera kominm „siakamað- urinn“ Arngrímur Jónsson, faðir „syndaisoniairinis frá Kolmúla“. Hann hefur flutzt með Tede sýslumanni þetta vor, 1821, frá Djúpavogi að Ketilsstöðum, — eins og líka S.S. segir — þá orð- inn tvísekur urn barneignarbrot, því yngri Gissur fæddist árið áð- ur, 1820. En Tvede nrðist hafa vistað hann hjá Melsteð, hvort sem hann hefur verið þar aðeins eitt ár eða eitthvað lengur Heldur svo frásögnin áfram: „Enda færði þá Melsteð sarnan bú sitt á einn þriðja jarðarinnar er hann hafði áður haft alla. Á einn þriðjung jarðar- innar kom danskur sýslumaður, kiammerasessor Morten Hansen Tvede. Hann hafði fengið Suður Múlasýslu og í henni eru Ketils- staðir Páll var þá sýslumaður ■ Norðursýslunni og galt því skatt til Tvede. Einn þriðjung jarð arinnar tók bóndi nokkur, að nafni Jens. Haligrimur var smali fyrir þá sýslumennina um sumanð en Jens smalaði að sínum hlut. Sýslu-, maður Tvede keypti ær um vorið af ýmsum par á meðal tuttugu hjá uppgjafapresti síra Vigfúsi á Arnheiðarstöðum, og má nærri geta, að þessar samtíningsær hafi verið óþægar um sumarið. Á Ketilsstöðum ólst þá upp Páll Melsteð yngri, og vai- hann eitt- hvað rúmum fjórum árum vngri en Hallgrímur. Páll var góður við Hallgrím, að þvi er hann gat náð til og vildi gjarna leika sér við hann, hefði frúin, móðir Páls, leyft það, en hún var hörð víð son sinn, ekki síður en aðra sem hún átti yfir að segja. Kvöld eitt um haustið, er Hall •grímur kom frá smalamennsku skýrði Páll yngri honum frá þvl. að um daginn hefði þar kumið „hrossakjötsætta úr Noirðurlandi“ og ætlað að finna hann Maður þessi var Eiríkur (stóri), sem einu sinni bjó í Hólum og Parti (í Reykjadal) Hann kom nxeð bréf frá Vigdísi, móður Hallgríms til Melsteðs sýslumamxs, þess efnis, að Eiríkur ætti að taka Hallgrím með sér og fara með hann að Fossvöllunx, en móðir hans beið þar. Hún hafði farið þangað um leið að finna frændfólk sitt firík- ur talaði aðeins við frúna Hún vildi, að Hallgrímur yrði kyrr sagði, að hanm hefði verið klæð- lítill, þegar hann kom þangað og væri svo enn, en honum mundi vera óhætt meðan hann væri í sín- um húsum. En sýslumaður var þá ekki heima Þetta lét Eiríkur sér nægja og fór þaðan án þess að sjá TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 787

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.