Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1968, Page 22
syni, bræðrungi Hallgríms, um
fimm ára skeið enn, til ársins 1877
Þá fékk HallgVímur i»ér aftur
b.vggða Helgastaði í Reykjadal því
að urn þaið bil var prestlaust þar,
eftir að séra Benedikt Kristjáns
son fór þaðan að Grenjaðarstað
1876 og til þess, er séra Lárus Ey-
steinsson kom þangað 1881 En
þá m-unu þau hjón hafa látið af
búskap og flutt í húsmennsku að
Daðastöðum í Reykjadal. Þar
dvaldist Hallgrímur eitt ár, en síð-
an tvö ár á Halldórsstöðum i
Reykjadal — til vorsins 1885. Eft-
ir það var Hallgrímur tvö ár bú-
la.U’S á Halldórsstaðaparti í sömu
sveit, unz hann fluttist að Narfa-
stöðum í Reykjadal vorið 1887 er
hann þar enn tökumaður, þegar
uppkast þessa þáttar er ritað þar
á heimili, sem áður er sagt.
Búsforráð hefur Hallgrímur haft
í 48 ár, frá 1835, er hann byrjar
búskap á Hraunkoti, til 1883, er
hann bregður búi á Helgastöðum.
Hann bjó lengst og bezt á Hall-
bjarnarstöðum Lausafjártíund
hans hefur lengst af leikið bar á
fjórtán til seytján hundruðum, og
er hann á peim árum með hæstu
framteljendum í Helgastaða-
breppi, þeirra er ekki voru emb-
ættismenn. Hann var jafnan tal-
inn búþegn góður og sómamaður
í sveit. Dánardag Hallgríms hef ég
ekki við höndina.
Svona er þá í stórum dráttum
saga Hallgríms Þorgrímssonar —
drengsins, sem fyrir fátæktar sak-
ii varð að fara úr móðurfaðmi og
föðurhúsum á tíundá aldursári til
allra ókunnugra og í annan lands-
fjórðung. Og þó að oft lægi nærri,
að.harðýðgi lífsins og óblítt aldar-
far setti sárs'aukafullan endapunkt
við barrisævi hans virðist svo sem
hin eðlislæga spigla og óbrjótandi
lifsorka ættstofnsins, „kynbætt
með þúsund þrautum", hafi þar
enn sannað að „fyrr er dapur en
dauður“. Ef til vill mætti líka
segja, og þá frá öðru sjónarmiði
séð að honum hafi verið annað æfl
að en að velta útaf sem horgeml-
ingur á Austurlandi.
En hvað sem því liður og hvað
svo sem um þetta má segja, þá er
skylt að hafa í huga, að þessi saga
er ekkert eiinsdæmi. Þetta gerðist
nm ailar sveitir og allt land. Það
er það versta. Það er sorgarsagan.
Við skulum engan dæma en
vera minnug þess, hvenær sagan
gerðist og hvernig þá var ástand-
ið í landinu — efnahagur, aldar-
far og ástæður allar.
Og vert er að taka það fram. að
þar sem þetta er persónusaga sem
þar af leiðandi tekur til aðeius eins
héraðs, að ekki er ástæða til að
ætla, að ástandið hafi í þeim efn-
um, sem hér koma fram, verið
verra á Austurlandi en viða ann-
ars staðar. Sennilega hefur þó ver-
ið eitthvað meira um matbjörg við
sjávarsíðuna og hungur þar eitt-
hvað minna suma árstíma að
minnsta kosti, þó fylgdi mjög oft
fiskileysi illu árferði. En það er
önnur saga.
Fólkið í iandinu, sem er nú að
enda við að slíta barnsskónum,
mundi sennilega halda, ef það læsi
þessar lýsingar, að þetta væru eld-
gamlar sagnir, teknar einhvers
staðar aftan úr grárri forneskju.
Þó er sannleikurinn sá, að síðan
þetta gerðist, er ekki nema hálf
önnur öld. Og það má bæta því
við, að það er meira að segja miklu
styttra síðan, að eitthvað svipáð
hefur átt sér stað.
Mér þykir vel fara á þvi, að
Hallgrims Þorgrímssonar firá
Hraunkoti sé minnzt nú, þegar réfct
160 ár eru liðin frá fæðingu hans.
Því þó að æskusaga hans sé sorg-
ar- og raunarsaga, er hún þó einn-
ig hetjusaga. — Þetta er uppvaxt
arsága eins af kjörviðunum í skógi
íslenzka æbtstofnsins. Þetta er ekk-
ert ævintýri, engin þjóðsaga, held-
ur bláköld og miskunnarlaus stað-
reynd. Sannfræðin er hér á ferð.
En kynslóðin, sem nú byggir
landið og lifir. að því er virðist, í
ógnar andvaraleysi um ástand sitt,
bæði efnalegt og andlegt, er nú
búið að gleyma. eða jafnvel hefur
aldrei lært. það mikilvægasta boð-
orð lífsins, að vér eigum „vort
daglega brauð með þakklæti að
þiggja“. Þá sök eiga óskipta eldri
sem vngri.
Að svo mæltu sendi ég Benedikt,
vini mínum, kveðju guðs og mjna
beztu þökk fyrir að hafa gefið mér
tilefni að minnast góðrar bókar
og höfundar hennar. Því að bæk-
ur má að sjálfsögðu kynna, þótt
Lausri
32. krossgátu
eigi séu þær nýútkomnar. Ég þyk-
ist og svo kunna Benedikt, áð
hann muni, eins og raunar allir
afkomendur og arftakar Ara, held-
ur vilja hafa það, er sannara reyn-
ist.
í JÖKULDAL
Framhald af 779 síSu.
Töfrar öræfanna hafa náð þessu
þrekmenni á vald sitt. Karl á Fljóts
bakka er ljóðskáld. Og auk þess
er hann máluri og eini bóndinm,
sem ég veit til að eigi rúmgóðan
málverikasal og nokkra fcugi mál-
verka — h.ugmyndir, landslags-
myndir og söguleg málveirk, sum
allstór og viðaim'iikil.
Um þetta bil var bíll Árnesing-
anna á drjúgum skriði vestur um
holtin. Vernharður starði fram á
veginn, þungur á .svip og sigu
mjög brúnir. Gyða hlúði að tveim
sofandi s veinum. Dóttirin kúrði
sig upp við svefnpoka. Hún svaf
hvorki né vakti, og þó — ævin-
týri daganna vaka í barnshuga
hennar. Þetta einkennilega Norð
urland, alltaf dalir og fjöll, nema
sveitin við vatnið, þar sem hraun-
drangarnir eru svo skringilegir og
flugurnar stinga En Siggi frændi
hló bara. Hann virtist ekki finna
flugurnar í gærkvöldi. Goðafoss,
í morgun Aldeyjarfoss, eyðidalur
inn, þar sem amma fæddist á
vatnsbakkanum, gilið regindjúpa,
dalurinn fjöllum lukti, heil fjöd
af snjó og ísi gerð og svo kofa-
rústir útlaganna á lindarbakkan
urn. Þetta þarf hún að rifja betur
upp síðar.
Um eittleytið um nóttina brun-
aði bíllinn j bæjarhldðið heima á
Holti.
ú » •. . 1 I\ K \ H KNKTnK \
B £ K fl Hh|e|i m 3t D
F íí K I
\ V V M
h L 1 N Ci fl
M I D fi s fí L fí \ U
1 K : \ K 1 P i L L \ fl T
\ L \ K fi' M \ ! N fí \ fí L !r
\ E p D 7) S 1 N \ N V R L ÖJ J
\ Hl Ý K N fl N N fl \ S IÍ L N T
\ Cí \ E l G H s R ~r o fl P \ Tí J
\ s H 1 L L 1 N E fl R \ E L 8
\ T 1 F \ 1 L J R \ E P’ B R
N: * I M 1 n 0 s E E \ 6 fí L fi P f
\ V a d T M fl N N \ S s
\ W » W 0 M fl \ 1 P \ fl fl \ D
N I M V M X 5 fl R R \ fí K \ fl Ý R R E \ L S \ K /e y K
i 0 F N \ F fl R \ N fi V T \
F L fl N N fl. \ N E ,r U N U n
ÍSKHCIO M K S I N U M \
ÐHBBi'EBaBÐraiHnB
790
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ