Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 7
mim hafa veri'ö Theódör Arn bjarnarson ráöunautur, en ýinsir heimamenn urðu þar ötulir liðs- menn og studdu ráðunautinn í kynbótastarfinu. Tvo heimamenn ber þar einna hæst, þá Valdimar Stefánsson í Árnanesi og Benedikt Einai’ason í Dilksnesi. Nú eru þessir ágætu hestamenn báöir fallnir í vaiinn, en eftir lif- ir minmingin um þá, tendruð skemimtilegri, litríkri sögu. Þeir Valdimar og Benedikt voru báðir sérstæðir persónuleikar. gæddir hressiiegiu svipmóti, sem seint mun gleytmast þeim, sem muna þá. Við fráfall þeirra hefur Hornafjörður misst nokkuð af tign sinni, líkt og tveir af tindum hans hafi horfið á burt. Hér verð- ur leitazt við að bjarga nokkrum minningamplum um þá frá glöt- un, með þeirn hætti, að þeirra beggja sé í einu getið. Það eo: þó ekki vegna þess, að þeir Valdimar og Beneditk væru ætíð samherjar í lífinu eða sam starfsmenn á sviði hestamennsku, að þeirra er á samri stundu minnzt. Ágreiningur reis snemma á milli þeirra út af vali kynbóta- hesta, og sá ágreiningur leiddi oft til nokkurra árekstra. Þó er saga þeirra samanofin að einum þætti, •— aðdáun á hestinuim og hans göfugu lund. Því skal minning þeirra metin að jöfnu. Benedikt Einarsson fæddist að Árnanesi í Hornafirði hinn 8. febrú ar 1875. Hann var sonur hjónanna Einars Stefánsomar, óðalsbónda í Árnanesi, og konu hans, Lovísu Benediktsdóttur. Benedikt ólst upp í föðui-garði við öll algeng sveita- störf og varð hestamennska snemma snar þáttur í lífi hans og athöfnum. Vorið 1904 urðu straumhvörf í lífi Benedikts, en þá yfirgáfu for- eldrar hans og systkini óðal sitt, Árnanes, og soguðust inn í röst útflytjendanna, sem fóru vestur til Ameríku. En Benedikt sat einn eftir af hinni stóru fjölskyldu í Árnanesi. Átthagarnir við hólm- um prýddan fjörð í umgerð blárra tinda og blikandi skriðjökla voru heimur, sem honum var ofraun að yfirgefa, og hornfirzku hestarnir voru vinir, sem hann vildi ekki slíta samvistir við. í fyrstu dvald- ist Benedikt áfram í Árnanesi, en brátt fluttist hann til frændfólks síns að Dilksnesi og dvaldist hjá því upp frá þvf, unz hann lézt 'hinn 2. júlí 1960. Eins og áöur er sagt, var Bene- dikt snemrna mikill heslamaður og kunni á efri árum að miðla mörgum sögum úr sjóði minning- anna af hestum og hestamönmim. Ein þeirra sagna var um reiðhest föðu-r hans, góðhestinn Skó, sem var svo mikill vekringur, að eftir ha-nin voru mæld sextán fet milli hófspoira á ísi. Hann lagði sig svo lágt á skeiði að hafa varð gætur á, að hann stigi ekki hófi í ístöð knapans, sem á honum sat. Þegar foreldrar Benedikts flutt- ust af landi burt, var Skór felld- ur að velli og heygður í Árna- n-estúni m-eð viðhöfn. Leiði hans var helgu-r reitu-r í minningu Bene dikts. Einn af góðvinum Benedikts á yngri árum, var Rafn-kell Bergs son, en harnn var kvæn-tur Sigríði, systur hans. Rafnkell fluttist til Ameríku, ásamt Árna-n-esfjölskyldu 1904. Sumarið 1954, réttri hálfrí öld síðar, stóð Be-nedikt að slætti í Dilksnes-túni. Veitti h-ann þvi þá athygli, að bíll nam staðar á veg- inum og út úr honum stei-g aldr- aður maður og gekk í áttina til hans. Be-nedikt bar ekki kennsl- á þen-nan ókun-na ferðalang og tók að velta því fyrir sér, hvert er indi ókunniugur maður- ætti við sig. Er komumaður nálgaðist, á- varpaði hanm Benedik-t á þessa leið: „Sæll, Benedikt. Viltu koma með mér á hennd Litlu-Brúnku út í Skógey?“ Þekkti þa Benedikt komumamn, sem var e-nginn anmar em Rafnkell. Be-rgssoim, og fyrsta kveðja han-s, ■ er hamm kom he-im e-ftir hálfrair; aid-ar fjarve-ru frá átthögun'um, ’ var upprifjun um lön-gu liði-n at-, vik, e-r þeir þömdu góðhesta á vekjírð á bökku-m Skógeyj-air. Þekk-tust af gæðingum Ben-e-- dikts var hryssam Rauðka, móðir, kynbótahests'ins Bráin-s. Rauðlca, var dótturdóttir Óðu-Rauðku Jóns B-enediktssonar í Árnanesi. Af henni ér mynd í bókinmi Hestar eftir Theódór Arinbjarnarson og hún þar talim ein fegu-rsta hryssa h-ér á landi. Benedikt í Dilksmesi va«r sér- stæður persónuleiki, semi seint mun gley-mast, o-g sum af tilsvör- um bam-s voru m-eð afbrigðum snjöH og vöktu ó-skipta gleði, ein-s og síðair mun vikið að. II. Lífið og framvinda þe-ss er stundum háð tÖviljun, og svo er einnig með hestastofninn frá Árn-a nesi - og fram-ræktu-n hans. Sú til vilju-n á sér nokkra sögu, sem hór verður reyn-t að segja í fáum dráttum. En áður en sú saga verð- u-r sögð, skal hér gerð grei-n fyrir þeim manni, sem drýgstan skerf hefur lag-t til þeirrar ræktunai^ Valdimar Stefánssyni. Valdimar Stefánsson fæddút að Br-attlandi á Síðu hinn 27. októ- ber 1893. Brattla-nd var lítið kot, langt in-ni á Síðuheiði, og er nú fyrir löngu kornið í eyði. Mun þa-r h-a-fa verið fremur þröggt í búi og fátt um m-unað daglegs lífs. Foreldrar Valdimars voru Stef- Rauðka Bnedikts í Dilksnesi, sem Theódór Arnbiarnarson taldi eina fegurstu hryssu á landinu. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ / 943

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.