Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 15
þessa í senn. Sumt af þessu fólki er beinlínis raskað á geðsmunum, án þesis þó að vera nokkrum til ama, annað er að einhverju leyti vangefið af náttúrunnar hendi og hefur alltaf verið, og enn eru þeir, sem eru að öllu leyti eins vel af guði gerðir og flestir aðrir, en ann að hvort geta ekki eða vilja ekki, af einhverjum ástæðum, semja sig að þeim hátternisreglum, sem þjóð félagið hefur tamið sér og telur „heilbrigðar“. Aðrir flokkar kunna einnig að vera til, en það skiptir minnstu rnáli. Fóik þetta er yfirleitt óáreitið við aðra og fáum til óþæginda, nema kannski einhverjum nærsýn um skyldmennum, sem stundum kunna að fyrirverða sig fyrir þessa ættingja sína. En hvað sem slíkt fólk er kallað — sérvitringar, of- vitar eða umskiptingar — setur það of^ast nær svip á umhverfi sitt — gerir það litríkara og mennskara — og þeim mun meiri sem heimkynni þess eru smærri. í New Yorkborg eru menn flest- ir í of miklum flýti að bora sér áfram, eða þykjast of veraldarvan- ir til að gefa gaum að sérvitring- um. Þar eru það varla nema ferða- menn og nýgræðingar. sem gefa sér tíma til að taka eftir slíku fólki. Annars drukknar það að mestu í mannhafi stórborgarinn- ar. Fáeinir eindrangar standa þó upp úr öldurótinu. Þegar ég kom fyrst til New York og tók að ráfa þar um í leit að lífsbjörg, veitti ég fljótlega at- hygli sérkennilegum manni, sem löngum þrumdi á svipuðum slóð- um með útréttan betlibauk. Þetta var hár maður og herðabreiður sem þykja mundi gervilegur hvar í sveit sem væri, dökkur á brún og brá, síðskeggjaður og svipmik- ill. Klæddur var hann hvítum kyrtli, sem náði á lær niður, en þar fyrir neðan mátti sjá brækur brúnleitar, vafðar að öklum með ólífugrænum reifum, sem einnig hurfu undir iljar honum og þjón- uðu þannig sem fótabúnaður. Skikkja, samlit fótareifunum, féll honum á kálía niður, en á höfði skartaði hann síðlietti, flötum of- an og dregnum niður í augu. Dökkt hárið, lítið eitt tekið að grána, hrundi í lokkum um herð- arnar undan höfuðfatinu. Staf einn mikinn hafði hann í hendi. Þó var betMbaukurinn hans ekiki hvað sízt athyiglisverður. Hann var líkastur holri kýrklauf. Seinna komst ég að raun um, að klaufin var af elgs- dýri. Mér \>arð starsýnt á þennan mann, og ósjálfrátt kom^mér í hug Oddur sterki af Skagánum, búinn fornu skarti. Þó var ólíkum sam- an að jafna — Oddur rauðskeggj- aður víkingur, kvikur í hreyfing- um, en smár vexti — þessi mikill á velli, blakkur, virtist mundu þungur á fæti og langt frá því hreinræktaður s'kjaldbítur. Öllu heldur kom hann fyrir sjónir sem furðulegt sambland af fornri hetju og indverskum spekingi. Einstaka vegfarandi lét smámynt af hendi rakna á leið sinni hjá — vesældarlega friðun samvizkunnar í ríkasta landi veraldar, sem þó sendir olnbogabörn sín á götur út að betla. Það klingdí í bauknum, þegar hlunkarnir féllu, og í hvert skipti sem slík nóta var slegin, þakkaði maðurinn fyrir sig. Rödd hans lét vel í eyrum. Hún var ekki sérlega djúp, en hljómmikil og karimannleg. Ég veitti þvi athygli um sama leyti, að miaðurinn sneri aldrei höfði, þótt hann mælti fram þakk- ir við þá, sem gefið höfðu honum ölmusu. Það var eins og hann horfði i gegnum alla, sem götuna fóru. Né hvikaði hann úr stað einn þumlung, þótt mannþröng mvnd- aðist á horninu, heldur starði óaf- látanlega beint í gegnum þvöguna, augu hans að mestu hulin hettin- um græna. Maðurinn var augsýni- lega blindur. „Eða læzt vera það,“ hugsaði ég, hertur reynslu, um leið og ég hélt áfram þramminu. Um kvöldið, þegar ég var kom- inn heim, sagði ég konu minni af því, sem fyrir mig hafði borið „Hvar sástu hann?“ spurði hún. -,,Á fiimmtu breiðgötu ofarlega?“ Ég kvað svo verið hafa. •« „Það hefur verið Moondog,“ sagði hún þá. „Lýsingin hæfir, og hann heldur sig vanalega á þess- um slóðum.“ Ekki vissi May nein deili á Moondog pessum, né heldur hvar hann hefði hlotið þetta sérkenni- lega nafn. Hitt hafði hún sannfrétt. að hann væri tónskáld, og hefðu verk eftir hann verið flutt opin- berlega oftar en einu sinni. Þar með ra-ulaði hún fyrir mig stutt, snoturt lag, sem hún kvað vera smíð hans. „Nature Boy“ var það kaillað. Að þessari fræðslu fengrnni hugs áði ég lítið um Moondog framar — hafði enda öðrum verkefnum að sinna. New York getur verið harðneskjuleg borg revnslulitlum útlendingi. Ég var jafnaðarlega „kafinn óðaönn\í að fá að lifa.“ Seinna meir, þegar ég -var farinn áð vinna við Fertugasta og fimmta stræti, sá ég hann þó stundum aft- ur. Hann hélt sig enn á svipuðum slóðum með elgsklaufina sína, svip mikill og spekings'legur, og bar höfuð og herðar yfir flesta vegfar- endur. Það var of seint að leggja á flótta. Hann stóð í dyrunum and- spænis mér og horfði bliklausnm augum yfir höfuðið á mér. Blind- an var greinilega engin uppgerð. „Mr. Hardin?" spurð'i ég og reyndi að láta ekki bera á undr- un þeirri og hiki, sem á mig hafði komið. „Já, Mr. Halimundsson?“ anzaði Moondog á móti. „Gerið svo vel að koma inn.“ Hann rétti mér stóran, sterkleg- an hramm. Handtak hans var þétt og gott. Ég litaðist um í herberginu. Það var fljótgert. því að híbýlin voru ekki stór. Allbreitt járnrúm stóð uppbúið að hurðarbaki til hægri og hafði einhverju fatakvns verið fleygt á það. Beint á móti dyr- um var gluggi. sem vissi út að götunni. Eins og mig hafði grun- að að utan, sást litið út um hann. Þó var vel lesbjart inni. Undir honum var lítið, mjótt borð með ritvél á öðrum enda og einhverju fleira dóti. í horninu hægra meg- in gluggans var afmarkaður klefi, svo sem metri á hvern veg, með lokuðum dyrum — annaðhvort klæðaskápur eða kamar. Við vinstri vegg stóð lítil bókahilla með nokkrum fyrirferðarmiklum bókum á blindralefri, slatba af venjulegu prentuðu máli og ýmis konar öðrum hluturn, þar á meðal pappírsvörum. Ekki var hægt að segja, að herbergið væri snyrtilegt, en sóðalegt var það ekki beinlínis heldur. Óhreinindin voru að mirínsta kosti ekki meiri en ég hafði búizt við. StóU var við innri enda bóka- hiUunnar, örskammt frá borðinu undir glugganum, og þar visaði Moondog mér tií sætis. Sjálfur settist hann á kollóttan stól, sem hann dró undan borðinu. Höfuð- T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 951

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.