Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 16
og fótabúnaður hans var svipaður og verið hafði síðast þegar ég sá hann, en í stað hvíta kyrtilsins var hann nú klæddur blárri skyrtu, sem hann girti niður í brækur sín- ar. Kennslustundin hófst. Ég fór nokkrum almennum orð- um um „ástkæra, ylhýra málið“ skýrði í stærstu dráttu.m mismun „gamaLnorsku“ og nútímaíslenzku og drap lítið eitt á landnám og sögu íslands í því sambandi. Ekki hafði þessi fyrirlestur þó staðið lengi áður en Moondog greip inn í og rétti mér tvær eða þrjái vél- ritaðar arkir, sem á voru sk. áðir langir listar persónufornafna og staðaheita. Flest voru nöfn þessi úr norrænni goðafræði, og komu sum næsta ókennilega fyrir sjón- ir, bæði vegna þess. að þau höfðu verið umskrifuð með enskri staf- setningu, en þó einkum af þeim sökum, að sú enska umskrift var oft misstöfuð. Undantekningar- laust réð ég þó fram úr því, hvert væri hið upprunalega nafn, sem að baki leyndist. Moondog bað mig nú um hvort tveggja í senn, að stafsetja þessi nöfn á klárri íslenzku og kenna sér réttan framburð peirra. Ég gerði svo sem um var beðið, en átti í nokkrum brösum með að skýra fyrir honum, íslenzku staf- ina ,,þorn“ og „eð“ Ekki gat ég á mér setið að geta þess með nokkru yfdrlæti, að mál Engilsaxa, sem að fornu hefði einnig átt yfir þessum ágætu stöfum að ráða, hefði snemma skitið þeim niður. Meðan á þessu stóð var Moon- dog önnum kafinn við að rita nið- ur skýringar og framburð orða, sem ég hafði yfir fyrir honum svo hægt og skýrt, að nálgaðist mis- þyrmingu á mæl.tu máli. Einstaka sinnum ráðgaðist hann um það við mig áður es hann skrifaði, hvern- ig bezt væri að tákna þetta eða hitt heitið.eftir enskum framburð- arreglum. Allt þetta tók hann nið ur á blindralebri. Braille-kerfið, sem er alþjóðlega notað í rituðu máli handa blindu fólki, er ekki ósyipað Morse-kerfinu að því leyti, að sérstök tákn eru notuð í stað bókstafa. En þar sem Morse-stafrófið er táknað með punktum og strikum — eða stutt- um og löngum merkjum — er BraiMe-letrið samsett úr punktum einvörðungu. Þannig báknar til dæmis einn punktur „a“, tveir 952 punktar hvor niður umdan öðrum „b“ og svo framvegiis, og er síðan kveðið að orðunum á venjulegan hátt. Punktar þessir eru upphleypt ir á pappírnum, þannig, að fólfc geti lesið þá með fingurgómunum. Ég hafði oft áður séð „prentað- ar“ bækur á blindraletri, en ég hafði aldrei fyrr séð blindan mann skrifa á þennan hátt. Moondog 1 agði pappírs^neplana, sem hann ritaði glósur sínar á, milli tveggja málmþynna, sem gataðar voru samkvæmt Braille-kerfinu — sex göt í þyrpingu og hver þyrpingin við hlið annarrar, þar til full lína var fengin. Síðan tók hann sér stíl í hönd og gataði pappírinn á rétt- um stöðum gegnum málmþynn- urnar, þannig að orð mynduðust. Sjáandi fólk gæti ætlað, að held ur væri seinlegt að skrifa með þessu móti. En Moondog var síður en svo hægvirkur. Stíllinn dáns- aði yfir málmþynnurnar með slík- um hraða, að ótrúlegt mátti kallast. Það tók hann engu lengri tíma að skrifa þannig á blindraletrinu sinu en það tekur mig að hripa fljótasbrift. Inn á milli framburðarskýringa og stafsetningar spurði Moondog mig títt að ýmsu öðru. Hann vildi fræðast um goðsagnir og kenning ar og fleira það, sem til Eddu- fræða og skáldamáls heyrði, en auk þess var hann forvitinn mjög um Ísland að fornu og nýju Úr öllu þessu leysti ég að sjálxsögðu eftir því, sem mér entist vit og þekking til, og sem betur fór, þurfti ég ekki að leita frek- ari fræðslu í bókum þeim ófáum, sem ég hafði þó drattað með mér til þess arna. Moondog var nám- fús lærisveinn. Spurningar hans voru yfirleitt skynsamlegar og skilningurinn virtist næmur. Þegar um fimmtíu og fimm mín útur voru liðnar, fann nemandi mdnn það á sér, að nú mundi stund in brátt á enda, Hann stóð upp og þreifaði um vekjaraklukku, sem þarna stóð glerlaus í bókahillunni, settist síðan aftur og beindi til mín nokkrum lokaspurningum. Á "Slaginu hálfsjö reis hann á fætur á ný til að fullvissa sig um, að hann hefði mælt tímann rétjt, þreif aði því næst eftir hvítu umslagi, sem hann þuklaði andartak áður en hann rétti mér það. „Þér sögðuð sex dollara, var það ekki?“ Ég játti því og ásakaði sjálfan mig um leið fyrir peningagræðig- ina. Það hlaut að teljast fúl- mennska meiri en í meðallagii að tafca svo mikla peninga af blind- um manni, sem varð að biðja sér beininga á götum úti ti'l að kom- ast af. „Teljið þér!“ sagði Moondog. Ég leit í umslagið. í því lá einn dollaraseðill. Afgangurinn —• fimm dollarar — var í hlunkum, sem vafalaust voru komnir bein- ustu leið úr betliklaufinni. „Stendur heima!“ sagði ég o,g reyndi að vera hressilegur í máli. Moondog gat auðvitað efcki séð, að mig setti dreyrrauðan. Þótt kennslustundinni væri með þessu formlega lokið og Moondog hefði með greiðslunni gefið mér til kynna, að hann teldi mig ekki skuldbundinn til að staldra við lengur, sat^ ég þó enn hjá honum góða stund og spjallaði við hann. Enda kom það brátt í ljós, að hon- um var það síður en svo á móti skapi. Hugur hans var kvikur og hann hafði enn fjölda spurninga á takteinum, einkanlega um ísland og íslenzka menningu. En auk þess fræddi hann mig nokkuð um sjálf- an sig. Þó kom ég mér efcki að þyí að grennslast fyrir um, hvern- ig hann hefði hlotið auknefni sitt. Ég vissi ekki nema það kynni að vera ókurteisi, og ég vildi ógjarn- an særa hann eða móðga. Moondog sagði mér meðal ann- ars, að hann væri prestssonur, en hefði snemma látið af kristinni trú. Ef hægt væri að segja, að hann hneigðist enn til einhverrar trúar, rnundi það kannsfci helzt Ásatrú! Hann sagði mér einnig, að hann hefði verið kvæntur — og væri það reyndar enn að lögum — en þau kona hans hefðu löngu slitið samvistum. „Gallinn við kven fólk er sá,“ var seinna haft eftir honum í viðatli við New York Times, að það er sífellt að reyna að sverfa utan úr manni — meitla mann til sömu lögunar og annað vanamótað fólk, og ég hef enga löngun til að gerast vanaþræll.“ Svo sem mjög er vanalegt, hafði þó hjónabandið gefið honum eina dóttur barna, sem þá var tíu ára gömul. Um þetta afkvæmi sitt tal- aði Moondog af auðheyrilegri ást- úð. Yfirleitt komst ég að þeirri niðurstöðu af spjalli okkar, að und ir ytra borði hans, sem að vissu leyti mátti telja næstum ógnvekj- T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.