Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 9
Meðal þeirra, sem riðu til Laxár- forúarkirikju þennan só'lríka sunnu dag, var Valdimar í Árnanesi á gæðingi sínum, Toppi. Mörgum kirkjugesiti varS star- sýnt á brúntoppótta folann, sem teygður var á vekurð og rann fanigreistur fram úr öðrum hesit- um. Einn af þeim, sem renndi hýru auga til Topps, var Þórhall- ur Daníelsson, sem að lokinni imessu bað Valdimar áð selja sér þennan gulilfa'Ilega fola. En Valdi- mar tók lítið undir það og kvaðst ekki selja folann. Árla á næsta degi birtist sendimaður Þórhalls Daníelssonar inni í Árnanesii og færði Valdimar áríðandi bréf. Valdimar opnaði bréfið og las það, en þáð var á þessa leið: „Höfn Hornafirði 15. marz 1915. Hr. Valdimar Stefánsson, Árna- nesi! Góði vin! Ég, eins og margir fleiri, varð skotinn í brúntoppótta folanum yðar í gær. Nú vil ég bjóða yður upp á hestakaup, því ég hefi ekki ráð á að telja út beinar 300 kr., eins og Pétur segir mér að þér látið hann ekki undir. Ég hefi margoft verið beðinn og síðast í gær um rauðu stóðmerina, sem ég á í Árnanesi og brúnan hest vetur- gamlan, er ég á þar, undan henni, og ég hefi ekki ætlað að láta þess- ar skepnur af hendi að svo stöddu og læt þau ekki, nema skipti geti orðið á milli okkar. Þau bæði léti ég ekki undir 220 kr. og borgaði yður í penángum 80 kr. Hvað segið þér um þetta? Eigið tæplega völ á að fá svona hryssu hér um slóðir. Ég álít mína hryssu gulls virði, eins og þér brúna fol ann yðar. Með kveðju. Yðar Þórhalur Daníelsson. Valdimar í Árnanesi lagði bréf- Þórhalls Daníelssonar til hliðar, án þess að láta þess að nokkru getið. Hélt hann áfram að láta vel að Toppi og velja honum bezta heyið, sem völ var á í hestahlöðu í Árnanesi. Snemma á næsta rnorgni fór hann ddsnemma á fætur og byrjaði að ieysa heyið handa Toppi. Ekki var hann nema rétt nýbyrjaður á því venki, er hann varð þess var, áð geyst var riðið í hlað í Ánnanes'i, og Þónhal- u,r Dainíelsson sté þar af baki. Á samiri stunSú birtist Sigurður Pét- unsson í hestahlöðu. Spyr hann Valdimiar, hvort hann hafi fengið bréf fná Þárhalli Daníelssyni og hverju hann ætli að svara því. Segir hann Þónhall kominn til að fá úrslitasvar um hestakaupin. Valdimar segir, að þar sé engu að svara, hann hafi sagt Þörhatli það við kirkjuna á sunnudaginn, að hann seldi ekki þennan góða hest. Sigurður spyr þá hvort Valdi- mar hafi efnii á að slá hendi á mó'ti slíku boði, þar sem honum séu boðin nærri þrjú hestsverð fyrir einn hest. Valdimar mat orð fóstra síns jafinan mikils, því að Sigurður var viður’kenndur fyrir hyggindi. Fór hann nú að hugleiða málið, og svo fóru samskiptin við Þórhall, að hestakaupin voru gerð samkvæmt því, sem Þórhallur bauð í bréfinu. Valdimar fékk rauðstjörnóttu hryssuna, brúna fol ann veturgamla og 80 krónur í peningum. En Þórhallur reið úr hlaði með Topp. Valdimar í Árnanesi á góðhesHnum lOreyra. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 945

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.