Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 10
Ekki leið langur timii þar til Valdknar fékk nokkra uppbót á þessi hestaípaup, því að Stjarna frá Þórhaili edgnaðist grátt hestfölald uim vorið, og var þá Valdimar þeg- ar búin að fá þrjú hross, auk áttatíu króna, í staðinn fyrir Topp. En hver var hún svo þessi rauð- stjörnótta hryssa sem Þórhal'Lur Daníelsson taldi guls viirði, er hiann lét hana í skiptum fyrir Topp? Hryssa þessi varð þekkt góðhestaimóðir og gekk undir nafn inu Stjarna. Að henni stóðu góð- ir ættstoínar, því að hún var dótt- urdóttur Óðu-Rauðku Jóns Bene- dáiktssonar í Ámanesi, en faðir hiemnar var Sóti af Kúfu-kyní. Móð- ir Stjörnu var undan Rauð Bene dikts í Dilksnesi. Rauður sá var umdain Brúsku Benedikts í Dilks niesi. Hann var seidur Jóni Arne- sen, kaupmanni á Eskifirði, fyrir 200 gullpeninga. Stj'arna reyndist hið ágætasta hiross með allan gang og Ijúfan viija. Hún eignaðist alis níu af- kvæmi, sem öll urðu úrvalsgæð- ingar og urðu þeirra þekktast þessi: 1. Þór, folinn, sem fylgdi henni frá Þórhalli Daníelssyni. Hann var seldur að Hólum í Hjaltadal tii Sigurðar búinaðarmáliastjóra og not aðuir þar til kynbóta einhver ár. Hlaut bann þar einn stóðhesta fyrstu verðlaun á hrossasýningu, samkvæmt urnsögn í Búnaðarriti. 2. Stranda Stjarna, eign Sigurð- aæ Stramdfieid þekktur gæðingur og stóðhest'amóðir. 3. Blakkur, hdnn landskunni kynbótahestuir. 4. Dreyri, reiðhestur Valdimars í Ámanesi, afburðagæðingur. Af niðjum Stjörnu, sem lands- kunnir hafa orðið, má nefna þessa stóðhesta: a. Skugga firá Bjarnanesi. b. Nökkva frá Hólmi. c. Svdp á Laugalandi í Eyjafirði. d. Hmafn frá Árnanesd. Auk þess má rekja til Stjörnu ættir nokkra þekktustu veð- hlaupagarpa og góðhesta þessa lands, svo sem Garps frá Árna- nesi, Þyts frá Hlíðarbergi og Blæs í Syðra-Lamglholti. Valdimar í Árnanesi á þakkir skilið fyrir farsælt starf í þágu hornfirzkrar hrossaræktar, og ís lenzkir hestaumnendur standa í nokkurri þakkarskuld við hann. Fyrir það starf gerði Hrossarækt- arfélag Hornfirðinga hann að heið- ursfólaga haustið 1966 og færði honum við það tækifæri skrautrit að ávarp. Þórhallur Damíelsson hefur gerla vitað, hvað í Stjörnu bjó, er hann taldi hana í jafngdiidi gulls. | Það guli hefur vel ávaxtazt í niðj- um heunar. III. Ein af lyndiseinkunnum Valdi- mars í Árnanesi var sú að fara utan við alfaraleið — þræða brot, Valdimar í / nesi hafði einnig yndi af fallegu sauðfé. Hann lagði mikla rækt við mórautt fjárkyn, og í fyrrahaust átti hann fjörutiu ær mórauðar og 95% þeirra lamba, sem hann sendi i sláturhúsið á Höfn, voru mórauð, flekkótt, bíldótt, botnótt eqa grá. Hér er ærin Lóa með tvo mórauða syni, afburðaær sakir frjósemi og afurða. sem aðrir töldu viðsjál, og koma mönmum á óvart méð ýmsum til- tektum, sem vöktu menn af værð vananis. Ótal sögur mætti nefna þessu til sönnunar. En hér skal aðeins ein slík saiga tilfærð. Sumarið 1930 var alþingishátíð- in haldin á Þingvöllum við Öxará, og flykktist_ þangað fjöldi fólks. Valdimar í Árnanesi tók þá hnakk sárnn oig hesta og hélt af stað til Þingvalla. Rigningar voru miklar um þetta leyti, og fór hann yfir öll vötn í Skaftafell'ssýslum í for- aðsvexti. Þegar hann taldi sig hafa öil stórvötn að baki sér, kom hann hestum sínum í vörzlu og tók sér bílfar með ferðamannahópi úr Vestur-Skaftafellssýslu. En Markar fljót var óbrúað, og voru því hesfar og fylgdarmenn úr Fljóts- hlíð fengnir til að koma ferðafólk inu yfiir þeíta vatnsfall. Svo var ráð fyrir gert, að ferðafólkið skyldi fylgja fyrirmælum og leiðsögn fylgdarmannanna úr Fljótshlðí, og átti að fara eitthvað niður með fljótinu, þar sem vatnið skiptist í ’kvíslar. Valdimar í Árnanesi var fram- arlega í hópnum og náði sér brátt í fararskjóta, sem honum leizt vel á. En nú var nokkurs um vert að koma fólkinu á óvart með því að fara á naumu broti. Og í stað þess að fylgja leiðsögn Fljótshlíðinga og fara niður með fljótinu, þeysti Valdimar beint af augum og komst þar yfir með góðu móti. Þegar kom ið var til bæja í Fljótshlíð, söfn- uðust menn saman í hóp og spurðu, hver hann væri þessd fífldjarfi maður, sem virti fyrirmæli leið- sögumanna að vettugi og tefldi á tæpasta vað í fljó'tinu, Valdimar í Árnanesi brýndi þá rödd'Áína og mælti á þessa leið: „Er þetta kallað „fljót“ hérna? Þetta væri kallaður bæjariækur í Austur-Skaftafellssýslu.“ Sló þá þögn á menn er þeir heyrðu, að þessi maður var kom- inn yfir öll vötn austan úr Horna- firði. Samskipti Valdimars í Ámanesi og Benedikts í Dilksmesi urðu æði- mörg á sviði hestaimennsku og ekkii ætíð án árekstra meðan kyn- bótahæfni Blakks og Bráins var fersk í huga. Báðir þóttust þeir góðir af símum hestum og hesta stofimum og mikluðu fyrir sér margt þaj^ sem aðrir töldu ekki mik'lu vatrða. Á fyrstu árum hrossa ræktarfélagisiinis var Bráinn valinn 946 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.