Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 18
Halldóra B. Björnsson var tvímælalaust ein fremsta skáldkona þjótS- arinnar, og sum kvæði hennar verða meS djásnum talin. Hún unni náttúru landsins og tungu og menningarerfðum þjóðar sinnar, en varð að þola þá raun sem fleiri, að vita kærar heimaslóðir hernumdar um tugi ára. Sunnudagsblaðið birtir ekki að jafnaði eftirmæli í neinni mynd, en bregður út af því, er Halldóra á I hlut, enda lagði hún því oft til efni, kvæði og þætti ýmsa. Sigríður Beinteinsdóttir: Systurkveðja. einatt í hólum og steinum, leið þaðan Ijúfur kliður, lögðum við eyrun og þögðum. Ljóð voru í lækjarniði, Ijóð voru í blænum þýða, Ijóð voru í litríkum blöðum, Ijóð voru í fuglakliði. Fundum við merkar myndir margar í gljúfranna bergi, fannst þú í mosa mynstur, mjúkum sem flosuðum dúki. Hljóð er nú harpan þín góða, heyra vildi ég meira. Ljóðin þín Ijúfu, þýðu láta mig hlæja og gráta. Hugur þinn var svo hagur, hljóðu stundirnar góðar. Birtan sýnist mér sortna, í sumar varð ég gömul — varð mér vetur harður vissan um þig að missa. Merla minningaperlur mest um það fegursta og bezta, gleðin frá stundunum góðu geymist sem fagur draumur. Kveð ég þig saknaðarkveðju, kæra systir mín, Dóra. Liðin er Ijúfasta tíðin, lengur ei blómin anga, hneigja þau höfuð og deyja, hélaðri fikblæju felast. Á sundinu inni við Sanda sáran stynur bára, viknar brekkan er vaknar vogur með ekkasogum. Þungur er saknaðarsöngur, sól skín á gervihóla. Dalurinn harm sinn hylur og heiðin í mjallarbreiðu. Grátið ég heyri i grjóti, gengið um hóla og klungur, álfarnir eru það sjálfir, er urðu okkar vinir forðum. Tjáð var um tröllin áður tryggð þeirra aldrei brygðist. Um heiðina lágu okkar leiðir löngum í veðrum ströngum, treystum v,!ð tröllanna stærstu tryggð, er við leituðum byggða. Sérðu nú hcglin hörðu hrökkva um kinnar dökkvar? Lékum við börn hjá lækjum, lundin var glöð þær stundir, heyrðum við óm af orðum 954 / T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.