Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 9
HÉÐAN OG ÞAÐAN Gagnscmi leirburðar. Tryggvi Gunnarsson hafði sam ið um það við Benedikt Gröndal, að hann þýddi kafla úr danskri náttúrufræði, er Þióðvinafélagið átti síðan að láta orenta. Tryggvi dvaldist í Kaupmannahöfn næsta vetur eins og hann gerði um eitt skeið ævi sinnar, og barst honum þangað handritið frá Benedikt. Var þar lýst, hvernig lækir, sem renna niður hlíðar fjalla í rigning- um og leysingum, hrífa með sér leir, er myndar síðan frjósamt und irlendi í dölunum Botnaði þýð- andi lýsinguna með þessari setn- ingu: „Og má hér af sjá, að leirburð ur er þó til nokkurs nýtur“. Heilsað upp á lundabagga. Jónas Jóhannesson hreppstjóri á Breiðavaði í Langadal, kærði Björn sýslumann Blöndal fyrir amtmanni, og má því nærri geta, hvern hug þeir báru hvor til ann- ars. Gætti þess bæði í stóru og smáu. Einhverju sinni kom Jónas á sýslumannssetrið og átti í löngu þjarki við sýslumann Þegar Jónas sá, að ekki myndi eiga að vinna honum neinn beina, seildist hann niður í mal sinn og dró upp lunda- bagga. Hampaði hann honum um stund í lófa sér fyrir fiaman sýslu- rnann og mælti síðan hátíðlega: „Komdu sæil og blessaður. Nú er mér þörf á þér.“ Bró síðan upp vasahníf, skar sér vænar sneiðar og át, skálmandi um gólfið. JÓN ARNFINNSSON: i GRASAFERÐ Það þykir víst nálega skáidsaiga nú á tímum að segjast hafa farið á grasafjall að tína fjallagrös. Nú er notað minna af þeim en í gamla daga. Þegar ég var að aiast upp, var farið á grasafjail á hverju hausti frá mínu heimili. Grösin voru höíð í slátur, brauð og te, sem ævinlega var drukkið á eftir matnum flesta daga vikunnar. Það var aliltaf tilhlökkunarefni að koma inn á heiðarnar, sjá fossa, stór grettistök, sem álfar byggðu, og sérkennilegar fjallagnípur. Síðastliðið sumar lagði ég leið mína inn á Hveravelli og þaðan í Þjófadali. Þar var mikið um f jalla- grös: Stórir flekkir af skæðagrös- um um alla móana. í góðu grasa veðri, þoku eða vætuúða, mætti fá mikið af fjallagrösum þar. Þar er ævintýralegt land: Djúp dal- verpi með gróðursælum geirum og hMðarhvömmum. Og þar vex meira en fjallagrös. Þar er einnig mikið af margs konar háfjallajurt- um og tröllagrösum eða hreindýra- mosa. Maður verður þó mest var við hinn dularfuila töfrablæ, sem fjöllin eru mögnuð af. Það er eins og ævintýraljómi þjóðsagna haldi þar vörð með allri tilbreytni sinni. Manni finnst jafnvel heyrast hó ut- an úr þokunni og skræk rödd Ket- ils. Þegar menn kom? saman til að hressa sig á kaffisopa, verður Gudda hæst í haga Gudda mark- aði sérstæða sögu — mynd, sem seint flýr hugann. Þokan á fjöUunum hefur allt önnuir áhrif á mann en þoka í byggð. Hún er full af hljóðri myst- ík, sem verður ekki skilin nema af þeim, sem hafa kynnzt henni. Þjóðsögurnar hafa gefið henni allt annað líf en sveitaþokunni. Manni finnst jafnvel, að þegar hún er svörtust, þá sveimi fullt af verum í kiringum mann — verum, sem hverfa með þokunni. En sleppum þessum hugarórum, og höldum út í móann til gras- anna. Pokinn er að verða fullur. Ég þrýsti niður í hann. Grösin eru svo loftmikil, að þau lyfta sér jafn- hraðan aftur. Það er aldrei gott að draga á eftir sér fulla poka af grösum.'Ég fer því heim að bíln- um og fær mér tóman poka. Nú er hægt að tína. Enda var strengt þess heit að lita ekki upp fyrr en pokinn væri fullur. Þegar sólin var að hverfa norð- vestur undir Þjófadalafjöllin, var haldið heim að tjöidunum. það stóð vel á, pokinn var orðinn vel fullur. Nú áttum við að sofa þarna um nóttina og fara af stað strax um morguninn. Þá var tekið lag- ið: Um urðir og skriður og öldur og fell. Svo kom hvert lagið af öðru. Þar sem farið var af stað svona snemma, var ákveðið að aka á mill um fjalLanna og skoða landið bet- ur. Og alltaf var sungið „Þar sem háir hólar.“ Það átti sannarlega vel við meðan farið var á miltum fjaHanna. Róninn eftir Sigurð Sveinsson Hann er fullur í dag, hann var fullur í gær, hann verður fullur aftur á morgun. Hann drekkur út yfirleitt allt, sem hann slær, og verður eflaust tregur á borgun. ■wn T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 17

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.