Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 10
Væri ég kona.. Sænska samvinnuritið „Vi“ bað fimm karla að svara þeirri spurningu, hvernig þeir hefðu hagað lífi sínu sem konur, og enginn ætlaði að sitja heima og þvo skyrtur. Það er ljóst af svörum þessara manna, sem all- ir eru áberandi í sænsku þjóð- lífi, að karlmanninum finnst hann vera, það sem hann gerir. Engum þeirra kom til hugar „að vera bara kona.“ Það er Marianne Höök, sem spyr Erik Hermansson, sem teiknar . Arthur Lundkvist, frægt sænskt ljóðskáld og gagnrýnandi lýsir í bók sinni „Sjálfsmynd þess, sem dreymir í vöku,“ eldri syst- ur sinni Hildegard. Móðir og syst- ur voru í hans augum sjálfsagður kvennaheimur. Hildegard systir hans var kyrr heima og annaðist föður þeirra, þangað til hann lézt. Arthur Lundkvist fór burt og varð heimsmaður með djúpa skáldsýn. Hvernig vitum við nema Hildegard hafi líka átt sér skáldsýn? En ein hver verður alltaf að sitja heima, þvo skyrtur og bera mat á borð. Karlarnir fimrn, sem hér svara spurningu okkar, cru aliir ákveðn- ir í, að það hefðu þeir ekki tekið að sér. Ingmar Bergman kvikmyndastjóri: Minna móðursjúkur Ég hefði orðið leikkona. En þeg- ar ég var ungur átti leikhúsfólk fjarska erfitt uppdráttar. Það var nánast ómögulegt að mennta sig í þessari grein. Margar stúlkur giftu sig og hættu að leika, því eins og við vitum eru í leikbókmenntun- um fleiri hlutverk fyrir karlmenn en kvenfólk, en leikkonur eru hins vegar fleiri en leikarar. Ég hefði kannski orðið ein þeirra, sem hættu. Uppvaxtarár mín sem stúlku hefðu orðið friðsæhi. Ég hefði alls e'kki átt erfitt með að laga mig eftir móður minni. Ég væri ekki undirlagður af þeim sálflækjum, sem sköpuðust í mér' af samband- inu við föður minn, þeim sálflækj- um, sem hafa fleytt mér svo langt sem manni og listamanni. Aðstæð ur mínar væru sem sagt allt aðrar. Vegna þess að allt frá tíu ára aldri langaði mig til að fást við leikhús og kvikmyndir, hefði ég sem stúlka áreiðanlega verið jafn- grjótákveðinn í þessu efni. Með samblandi því at seiglu og móður- sýki, sem er svo einkennandi fyrir mig, hefði ég hrundið ákvörðunum mínum í framkvæmd. Þó hefði móðursýkin verið minni, hefði ég verið kona. Gunnar Strang fjármálaráðherra: Ræðuskörungur í pilsi Hefði ég verið kona? Þetta er ótæk spurning. Og þó. Ég hefði Mklega orðið eins og systir mín. Hún dó úr berklum átján ára göm- ul, rétt eftir að hún hafði staðizt inntökupróf í kennaraskóla með hæstu einkunn, þrátt fyrir stopult nám. Húr> las utanskóla og var í vinnumennsku til að afla námseyr- is. Hún og ég vorum líkt að heim- an búin og í þá daga átti fátæk, vel gefin stúlka ekki völ á öðru starfi en kennslu, Hugsanlegt, að ég hefði farið á lýðhóskóla og síð an neyðzt til að gerast verkakona. Aðstæðurnar vöKtu snemma hjá mér áhuga á verkalýðs- og stjórn- málum, og sem stúlka hefði ég ekki haldið að mér höndum, held ur orðið ræðuSkörungur í pilsi. Það hefði auðvitað orðið erfiðara fyrir kennslukonuna en kennar ann að brjótast áfram, en hefði gæfan reynzt mér hMðholl hefði ég M'klega komizt á þing með tíman- um, og orðið önnur Sigrid Ekendahl. Nei, ég neld ekk1 ég hefði skor- izt úr leik méð því að gifta mig snemma. Ég hefði haft allt of mik- inn áhuga á félagsmálum og stjórn imálum til að söknva mér niður í rómantíska táldrauma. 18 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.