Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 15
ur frá. Gildir hana einu, þótt hann sinni jafnframt öðrum kvenfugl- um. Þegar varpi er lokiö, hætta karr arnir að hreykja sér hátt, og láta lítið á sér bera, þrð sem eftir er sumars“. Kvenfuglinn vexpir tíu til ellefu dröfnóttum eggjum. Ef þunguð kona neytir þeirra, verður barnið freknótt, segir þjóðtrúin. Önnur pjóðsaga skýrir máltæk- ið „að rembast eins og rjúpan við staurinn“ á þá !eið, að sé stungið spýtu í rjúpuhreiður. hætti hún ekki að verpa fyrr en spýtan sé komin á kaf í eggjahrúguna, en við tuttugasta eggið drepst hún. Arnþór vísar þessu frá sér til norrænufræðinga: „Ætli sagan sé ekki yngri en orðtakið. Meðan fálk ar voru veiddir til útflutnings var rjúpan bundin við staur, oft not- uð sem agn, ug kann málvenjan að hafa myndazt þá. Ég held, að flestir fuglar mundu afrækja hreið ur, sem staur væri settur í.“ Hann segir, að jafnaðarlega nái átta eða níu ungar að komast upp. Þeir eru fljótir að verða sjálf- bjarga, afla sér fæðu strax á fyrsta degi og fljúga tíu sólarhringa gaml ir. Mjög snemma sé't hjá þeim svipað látbragð, árásartilburðir eða leikir, eins og hjá fullorðnum fugli. Á sumrin er sælt að vera rjúpa. Dagurinn er svo Irngur, að góður timi gefst í hopp og hí. En þegar haustar og hún fer að hvítna, en snjór enn ekki fallinn, fer gaman- ið að grána. Fálkinn fylgir henni fast eftir og kýlir vömb sína. Hvít bráðin er auðsæ á haustbrúnu landi. Nú er farið að minnka um ætið á láglendinu og rjúpan leitar upp í fjöllin, þar sem smjörlaufið góða bíður. En ekki nát+ar hún sig þar fyrsta kastið. Hún flýgur oft fimm til tíu kílómetra til að nátta sig í móurn eða mýrum. í birt- ingu flýgur hún upp í grjóturðir efst í hlíðum og skýlir sér þar mestallan daginn, Þegar snjórinn hylur landið, fer hún að halda meira kyrru fyrir. Hún er eini fug!inn, að undan- skildum snjótittlingi sem lifir á landsins gróðri allan veturinn. Aðr ir fuglar hörfa nið.ir að sjávarsíð- unni eða sækja sér sumarauka út fyrir pollinn. Hrafn og fálki sveima að vísu yf r dalbotninum, en þeir lifa báðir að nokkru á rjúpu, og fáein snæugluhjón eru sögð heimilisföst í há!endinu“. Það kemur sér vel fyrir rjúp- una að hafa loðnar tær, þegar hún er að krafsa snjóirin ofan af gróðr- inum til pess að ná sér í laufblað. Samkvæmt þjóðtrúnni er það hjartagæsíku himnadrottningar að þakka: Einhverju sinni áltu allir fuglar að vaða yfir eld, og bá brann loðn- an eða fiðurhýjungurinn af fótum því þeir voru áður allir loðfættir sem enn nú er r|úpan. En það var henni til liðs og líknar, að hún fór til Maríu meyjar og bað hana ásjár og kvaðst ei mega missa fóta- dúnsins, því að hún þurfti að ganga úti í öilum vetrarhörkum. María bað bana setja fót sinn i lófa sér, síðan fór hún fmgrum um fæt- ur henni og kvað hana nú ei saka mundi. Og svo óð rjúpan eldinn sem aðrir fuglar og sakaði ekki, og því er hún fugla loðfættust. En þótt þjóðtrúin kunni skýring ar á mörgu, hefu- hun ekki leyst gátuna um hina dularfullu tíu ára sveiflu rjúpnastofnsin?. Þar verða náttúrufræðingarnir að bæta úr. Veldur pví sjúkdómur, veðrabreyt ing, matarræði eða streita? í ár er einmitt lágmarksár hjá rjúpnastofninum. Það er kreppa hjá fálkanum ems og hjá okkur. Arnþór sá einn á sveimi yfir Skúla götu í morgun. Hefur sá vísast ver- ið að skyggnast um eftir hettumávi og hugsað, að það væri alténd betra en ekkert, en þó skrambi þunnur þrettándamatur. Inga IlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 23

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.