Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 19
Stórólfshvoll, þar sem Filippus sá, er gerSi RauShyrnu tilræðið, átti heima á vist með séra Sigurði Thoroddsen. \ ■ Ljósmynd: Páll Jónsson. í dómarasess. Á'öur en fóveti hafði farið utan, var hann misjafnlega þokkaður og lögðu menn þó mis- jafnt til um það, sem annað. Eimdi eftir af þessu, þá hann aftur var innkominn, en þó ætluðu það sum- ir, að hann heldur myndi vilja bæta úr málum manna, en lítt koma fram vilja sínum um það eða annað, því að við stórlyndan og þveran var að eiga, þar sem Bonnason var. 6. kapítuli Nú víkur þangáð sögunni, sem Sæmundur reið frá Stórólfshvoli og fyrr segir. Fór hann þá í stað að Velli og samdi þar klögunar- málaskrá, og fékk sýslumanni og vildi leggja málið til laga. Þó dróst það um sinn, og mun fóveti heldur hafa ráðið til sætta. Og þar kemur, að hann leitar að semja milli málspartanna og segir, að Sæ mundur hefir gefið honum mynd- ugleika til að sættast sín vegna á málin og að Sæmundur, auk skaða- bóta fyrir áverkann á kúnni vill hafa borgun fyrir ferð sína út- í sýslu og umstang fyrir málinu. Hefur nú fóveti þessi mál við Sig- urð prest og biður hann fyrir hvað- vetna að taka sáttum af Sæmundi, en prestur færist jafnan undan að veita bónda nokkurn sóma af þessu máli. Fóveti vill koma sínum ásetn ingi fram, en prestur vill eigi láta til leiðast. Og líða svo stundir að nú gerist ekkert til,tíðinda^Þó hef- ir prestur ritað fóveta, hver boð hann hafi gert og enn geri fyrir hönd húskarls síns, á sömu leið sem upphaflega er á vikið, að hann bauð Filpusi bónda í Garðsvika. Þetta bréf kom fýrir sjónir höfuðs- manni, sem seinna mun sagt verða, og mælt, að hann þóttist þar Sjá, að sæmileg sætt var boðin. Líka hitt að fóveti hefði blandað sér í mál- in, en þó seinna verið dómari. Má vera, að honum hafi eigi geðjazt að þessu. 7. kapítuli. Þegar liðnir eru nokkurir tímar, bar svo til einn dag, að einhver að Stórólfshvoli verður var við mannareið, og þókti eigi tíðindum gegna, og hugðu menn eigi frem- ur að. Koma .þar svo tveir menn heim að. Binda þeir hesta sína og spyrja, hvort heima sé Sigurður prestur og Filpus húskarl. Er þeim sagt, að svo er. Fór þá einhver inn 1 bæinn og segir að tveir menn séu komnir og vilji hafa þeirra fund. En það voru reyndar stefnu- vottarnir. Og sem hinir koma út úr bænum, Játa aðkomumenn dynja yfir þeim stefnu í heyrenda liljóði fyrir dyr- um. Er þeim þá báðum, presti og húskarli, stefnt að mæta að Velli fyrir pólitírétti, til þess að þar verði leitað um sættir, eða ella til þess að líða dóm, út af því máli, er Filpus rataði í, þá vann hann það vondskuverk að særa Rauð- hyrnu á hryggnum. Ekki er þess getið áð Sigurði presti yrði bilt við lestur þenna. Glotti hann að eins við og gekk inn í bæ, en mælti ekki, það menn heyrðu. En hús- karli brá nokkuð, og fannst það á, að hann mælti lítið um daginn, það eftir var; Þóktist hann nú í vanda staddur, er hann skyldi standa fyr ir rnáli sínu og koma fyrir sýslu- mann sjálfan. Gekk hann þá á fund við húsbónda sinn og beiddi hann nú duga sér, þar hann mætti eigi fyrir sjá um þinghald þetta, en sér segði svo hugur að nokkurt fylgismál myndi verða, þar sýslu- maður væri nú vin Sæmundar og hefði fylgt honum í því, sem kom- ið var, og virtist sér allt með þeirri skipan og viðurbúningi, að litilla happa myndi sér auðið verða af þinghaldi þessu að Velii, enda væri hann eigi maður til að hrinda af sér ólögum, og mætti svo vefja lög fyrir honum, að hann fengi hvergi við séð. Myndi hann því hljóta mikla sneypu af þessu, nema prest- ur sæi því betur ráð'fyrir. En prest ur svarar ,Það vil pg. Filpus. að þú sættist á málin og spornist ekki á móti. Mun eg styrkja þig, þó að þú verðir'fyrir útlátum nokkurum, að eigi bresti þig fé til a'ð bæta fyrir þig. Er það betra en leggja þetta tillaga, og mún þá eigi held- Völlur — heimill Bonnesens sýslumanns, dæmafás manns innan ærið mislitrar stéttar. Ljósmynd: Páll Jónsson. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 27

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.