Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 12
Arnþór Garðarsson er meðal yngstu dýrafræð- inga okkar, fæddur árið 1938. Hann vinnur nú á vegum Náttúrufræðistofn- unarinnar að doktorsrit- gerð um rjúpuna. Hann hefur þurft að fara marga ferðina upp um fjöll og firnindi til að ná í stélið á þessari vin- konu sinni. Rannsóknir á lifnaðarháttum hennar kerfjast mikillar þolin- mæði. En Arnþór segist hafa notið góðrar fyrirgreiðslu bænda víða um land, svo og ýmissa veiðimanna, og vill nota tækifær-ið til að. tjá þeim hinar beztu þakk-; ir. .ý Tímamynd: GE *— Ræft viö Arnþór Garðarsson, dýrafræðing Hann hefur alltaf verið haldinn óseðjandi forvitni um dýr. Hann ólst upp á Seitjarnarnesi, þar sem stutt er th sjávar. Fjar- an iðaði af lifi. Hann var ekiki gam- all, þegar hann var farinn að velta við steinúm til að finna krabba. „Á háaloftinu heima átti ég blikkdúnka, fulla af sjó, og þang- að safnaði ég kvikindum, sem ég klófesti. Ef þau drápust, þurrkaði ég þau eða varðveitti í formalíni, sem fiskifróður nágranni, Árni Friðriksson, kenndi mér að blanda“. Þegar upp 1 gagnfræðaskóla kom eignaðist Arnþór sálufélaga, Agnar Ingólfsson Þeir fóru mý- margar könnunarferðir um ná- grenni bæjarins, og nú beindist á- huginn , mest að fuglum. Á vet- urna flykktust ótal tegundir að sjávarsíðunni. Og bótt margir fugl ar íslenzkir fljúgi til suðrænna landa, þegar kólnar * veðri, þá _ koma vetrargestir í staðinn, til dæmis fjöruspóinn frá Norðurlönd unum. „Hvaða íslenzkur farfugl flýgur lengst suður á haustin?" „Krían“, svarar Arnþór umsvifa laust. „Hún fer alla leið til Suður- íslbafsins. Það er að vlsu djarflegt fyrirtæki en fyrir bragðið er ævi hennar eilíft sumar Merkilegt, að hún skuli alltaf koma heim úr þessu langa ferða- lagi um svipað levti. En líklega þýðir ekki fyrir aðra fugla en þá, sem hafa skipulagigá^u, að hætta sér slíkar langleiðir „Spóinn fésr líka býrsna langt“, bætir fugíafræðingurinn við, —• „alla leið til Vestur-Afríku.“ . Strákarnir æfðu sig að þekkja að tegundirnar, og fuglaskoðunar- ferðirnar, sem í upphafi voru ein- falt barnagaman, leiddu með tím- anum til hálærðra doktorsritgerða. Agnar hefur þegár varið ritgerð 20 TlDINN - SUNNUDAUSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.