Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 2
Bréf til Bjargar Ég þarf varla að minna mína jóimfrú á, að hairt muni vera í ári hjá smáfuglunum í svona gaddi. En það er trú mín og von, að hún muni þess hvetj- andi með öðru góðu fólki, að ekki gleymist að sáldra fyrir þá moði, ef einhvern tíma sljákkar svo rokið, að korn í titlingsnef haldizt stundinni lengur á hjarn inu. En búskaparlagið er víst enn með þeim hætti í þessu ágæta landi, að fleiira á sér hjarnið eitt að athvarfi en smáfuglarn- ir. Útigönguhrossin eru eing og fúasár á samvizkunni hveim vetur, þegar kólnar eða fennir til muna. Það er þúsund ára gömul saga. En mór er til efs, að útigönguhross hafi nokkurn tíma verið jafn illa sett og nú er orðið. Orsökin er sú, hversu miklu minna þau geta oft bor- ið sig um nú en var áður. Nú eru girðingar um allt og lönd- in sundurrist af skurðum, og útigönguskepnuir eiga þess ekki einu sinni kost að draga sig í skjól í verstu hirakviðrunum. Þau komast það ekki oft og iðu- lega. Þvi miður held ég, að það sækist mjög seint, að meðferð- in á búfénaði færist í það horf, að lýtalaust megi kallast. Það breytir þessu ekki, að víða er búfénaður í sama eldi. Að slepptri meðfeirðinni á útigöngu hrossunum, sem alls ekki verð- uir varin í harðindatíð, hvað sem hver kann að segja, er þess einnig að geta, sem varla er neitt leyndarmál, að allvíða er við búhokur með skepnur undiir hönuum fólk, sem alls ekki er tii þess fært eða hæft. Því getur valdið vanmáttur og elli, en oft er iíka um að ræða fólk, sem er bruflað á geði að einhverju leyti. Meðferð þessa fólks á búpeningi, er það hefur undir höndum, er iðulega fyrir neðan allar hellur. Þetta eru þvi miður hreint ekki fágæt eða einangruð fyriir- bæri. Ég býst við, að mjög margar sveitarstjórnir kannist við eitthvað af þessu tagi, og mér er ekki grunilaust um, að dæmunum um þess konar vand ræðabúskap fari fremur fjölg- andi en fækkandi. Fæstir vilja verða til þess að skipta sér af þess konar málum, fyrr en um þverbak keyrir, og gildir það jafnt um granna og sveitar- stjórnir. Forðagæzla er nú lí'ka, að ég hygg, aillvíða mjög slælega stundum, og það að- hald eða tilefni til aðhaids, er henni fylgdi að mestu Ieyti úr sögunni. Afleiðingin er sú, að látið er dankast, án afskipta, í lengstu lög. Ég vil ekki fullyrða, að sví- virðubúskapur af því tagi, er hér hefur ýjað að, eigi sér stað í nálega hverri sveit á landinu. En ég þykist hafa um það rök- studdan grun, að hann sé býsna algengur. Ætti fólk ekki að þurfa leyfi til þess að hafa undir höndum lifandi dýr, rétt eins og það þarf leyfi til þess að stjórna vélum og ökutækjum? Engum er akkur í búskap af því tagi, sem hér hefur verið drepið á. Af urðir eru bæði litlar og illa og oft sennilega hreint ekki boð- legar. Sveitaryfirvöldin kætast iítt yfiir honum, þótt seinar séu að skerast í leikinn. Fólkið sjálft, sem oft er einsetufólk, karlar og keriingar, er iðulega engan veginn fært urn að ala önn fyrir sér, og á hvergi heima nema á einhvers konar vistheim m. Ég skal ekki teygja lopann um þetta, hvorki útigönguhross in né vandiræðabúskap einstakl- inga, sem orðið hafa viðskila við samtíð sína og dagað með ein- hverjum hætti uppi. Okkur tveim er líklega um megn að ráða bót á slíku. Nokkurs mót- vægis getum við leitað í þvi, hversu viða eru hlý og loftgóð fjós, þar sem sællegir gripir njóta alls, sem virðist mega verða til þess að auka vellíð- an þeinra.'Og rennum við hug- anum til dæmis upp í Hvítár- síðu, þá eru fjárhúsin þar svo reisuleg, að þau eru einna lík- ust verksmiðjubyggingum. J.H. E.S. Þykir þér það ekki skrít- ið, að fjölmiðlunartækin, hljóð- varp, sjónvarp og dagblöð, skuJi helzt aldrei nefna sauðfé, án þess að tala um rolluskjátuir eða skjátur? Þegar ég var ungur, var að því fundið, ef ég og ann- að ungviði talaði um rollur eða beljur eða bikkjur. Skepnurnar áttu betra skilið en þvílík nöfn. Þess vegna átti að tala um ær, kýr og hesta. T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 34

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.