Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 9
séi aaióigMr um mjólk að mestu leyti. íbóðarihúsið i Laufási, sem er timbudiús jérnvarið, ein hæð og xis á stein'kjallara, stendur enn með sömu ummerkjum, nema glier forstofan við vesturendann er horf in oig bílskúr kominn þar. Húsið var byiggt í tveim áföngum, stækk- að þegar Þórhallur varð biskup 1908, og ber útlitið þess merki. Fylgdi eigninni mikið og fagurt tún, alilit slétt og ágætlega ræktað og halilaði til vesturs niður að litlu Tjörninni og Gullmýrinni. Ég kunni þarna strax mætavel við mig. Heita átti, að Laufás væri þá syðsta húsið við Laufás- veg. Skammt þar suður frá var þó hið mikla Briemsfjós, á allstóru fúni, en megnið af töðunni handa kúnum mun hafa verið flutt að úr Viðey og víðar. Þá var gróðrar- stöð Einars Helgasonar þar sunn- ax og loks Kennaraskólinn einn sér, langt fyrir sunnan allan bæ. Nokkrir túnblettir voru afgirtir fyrir ofan Laufásveginn. Man ég eftir, að einn vormorgun gekk ég þar suður eftir og sá þá fjórar geitur á afgirtum bletti. Þær lágiu allar uppi á steinum þar í túninu, ekki tiltakanlega sléttum, og var einn steinninn svo lítill, að annað læri geitarinnar lafði út af. Heimilisfólkið í Laufási var all- margt þennan vetur. Þórhall bisk- up og Björn, son hans, hef ég áð- ur nefnt. Dóra Þórhallsdóttir, síð ar forsetafrú, yngri dóttir Þórhalls biskups, var við nám í Svíþjóð þennan vetur fram á útmánuði 1915. Urðu kynni okkar meiri síð- ar, er hún var gift Ásgeiri Ásgeixs- syni, síðar forsætisráðherra og for seta. Hún var frábær húsmóðir, mikil hannyrða- og vefnaðarkona, stjórnsöm og mikilhæf. Ráðskona í Laufási þennan vet- ur, í fjarveru Dóru, var Guðrún Jónsdóttir Bíldfeli, fósturdóttir séra Árna Jóhannessonar í Greni Vík og konu hans, Karólínu Guð- mundsdóttir. Steingerður Árna- dóttir frá Grenivík var og í Lauf ási þennan vetur og Þórhallur, bróðir hennar. Hann var þá í læknaskótlanum. Mun hann hafa búið hjá Þórhalli biskupi á nárns árum sinum, enda heitinn í höfuð honum. Voru þeir vinir, séra Árni og Þórhalliur biskup. Þá var og í Laufási vinnukona, er G'uðrún hét. Annaðist hún eldhús og þjón- ustustörf og mjólkaði ásamt mér. Þetta heimili var þvi að fjöl- menni til lífet og sveitaheimili gerð ust i þann tíð. Var þar oft glatt á hjalla og heimilisbragur ágætur. Ég var látinn borða í stofu við biskupsborð og þótti það fátítt þá um fjósastrák. Var mér í fyrstu evona um og ó, því að hvorki var klæðnaður minn til þess fallinn né kynni mín af fyrirmömnum þjóð- fólagsins slík, að mér þætti það sjálfgefið. Ég mátti einmg vera inni í stofunum, er ég hefði tóm tl og ekki voru gestir, en þá dró ég mig að sjálfsögðu í hlé. Fyrir þessa ljúfmennsku og alla framkomu Þórhalls biskups í minn garð, verð ég honum ævinlega þafckilátur og minnist hans með ástkennd og virðingu. Ég tel mig hafia fræðzt mikið af homum og mór aukizt víðsýni af þessum kynn um. Þórhallur biskup var háskóla- genginn heimsborgari, en stóð samt föstum fótum í íslenzkri sveita- og bændamenningu og bar bænd- ur og málefni þeirra mjög fyrir brjósti, samhliða guðskristni í landinu. Hygg ég, að það hafi far- Anna KlemensdótHr ið vel saman og hvorngt verið vanrækt. Þórhalliur biskup var með fríð- ari og glæisilegri mönnum, sem ég hef séð, vörpulegur og sem bezt á sig kominn, yfirbragðið bjart og drengilegt, og virðulegt. Hann var ríkulega gæddur hinu létta og fína skopskyni, sem ekki þarf að særa neinn. Orðfarið var meitlað eins og rithátturinn, enda um hann sagt, að það nálgaðist, að hann skammstafaði hugsunina. Man ég, að hann sagði oft frá háskólaár- um sínum í Kaiupmannahöfn yfir borðum, og samveru þeirra vin- anna, Hannesar Hafsteins, þar úti og ýmsum ævintýrunJ þeirra, dýr- legum stundum í leikhúsum og öðru, er þeir gátu notið. Biskupinn var hversdagslega kjólklæddur með strokið hálslín, og svo voru flestir embættismenn og aðrir fyrirmenn, sem ég sá í Reykjavík á þeim árum. Hann gaf út Kirkjublaðið og var ritstjóri þess. Fór ég með það á pósthúsið, og man ég, að Þórður Sveinsson póstmaður var oft að spyrja mig, hvort biskupinn væri ekki alltaf í fjósinu að líta eftir verkum mín- um, svo ég eyddi ekki heyjum í vitleysu. Ég brást oft hinn versti við. Þórhallur biskup átti mikinn þátt í stofnun Búnaðarfélags ís- lands, var formaður þess 1901— 1907, en í stjórn félagsins þegar hér var komið. Átti ég stundum erindi í fremri s-krifstofuna í gamla Búnaðarfélagshúsinu í Lækjargötu og sá þá vinina og samherjana í Búnaðarfélaginu, Guðmund pró- fast Helgason, formann þess og Tryggvi Þórhallsson Þórhall biskup, sitja saman í gam'la sófamum fyrir gafli stofunnar. Það voru virðulegir og kempulegir menn. Ekki óraði mig fyrir því þá, að ég myndi nokkurn tíma stíga fæti þangað inn. Nú er að geta búskaparins í Laufási. Hlaða, fjós, hesthús og kindaskúr var beint niður firá íbúð arhúsinu, svo sem 20—30 metra frá því. Húsin voru úx timbri, vel byggð, en ekki mjög vinnuspör. Kýrnar voru elefu fyrst, en fjór- um var fargað um veturinn. Ærn- ar voru aðeins tvam, mórauð og T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.