Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 5
daginn sá ég hana bera fjögur þessi líka litlu hrísgrjónabundini á bakinu heim af akrinum“. Ósúmí reyndi að létta undir með Ótamí og votta henni þakklæti sitt með því að annast sem mest heim- ilisstörfin: Gæta drengsins, huga að kúnum, elda matinn, sækja vatn í brunninn og gera annað, sem hún tnegnaði. Lotin af elli og þreytu sýslaði hún við þetta og gladdist yfir því, að geta þó enn gert flest, sem að kaliaði heima fyrir. Kvöld eitt seint um haustið kom Ótamí dauðþreytt heim með fyrir- ferðarmilkla bagga af grenibarri i fanginu. Ósúmí lá á hnjánum á imoldangólfinu með Híró á baki sér og skaraði í glæðurnar í eld- sbónni. „Þú kemur seint heim“, sagði hún. „Þér hlýtur að vera kalt“. „Það var dálítið, sem ég vildi Ijúka við,“ svaraði Ótamí þreytu- lega. Hún varpaði barrböggunum frá sér frammi við þröskuld, gekk inn án þess að taka af sér molduga stráSkóna og settist rétt við stóna, þar sem eldurinn var að læsa sig í eikarbút. Ósúmi ætlaði að rísa upp, en Híró iþyngdi henni, og hún varð að grípa í bafminn á bað- kerinu, svo að hún gæti brölt á fætur. „Vi'ltu ekki baða þig snöggvast?“ „Ég er of svöng til þess, að ég nenni því, gefðu mér fáeinar kart- öflur fyrst. Ég sé, að þú hefur soð- ið kartöflur“. Ósúmí staulaðist að hillunni og bók þar pott, sem í voru soðnar kartöflur. „Ég var búin að bíða lengi eftir þér. Eg er hrædd um, að þær séu orðnar kaldar“. Þær bökuðu kartöflurnar yfir eldinum. „Híró er sofnaður. Leggðu litla skinnið út af“. „Æ-nei. Það er svo kalt í kvöld. Hann ætlaði aldrei að sofna“, svar- aði ósúmí. Ótamí stakk upp í sig heitri kart öflu um leið og hún sagði þetta. Hún hagaði matartekjunni eins og þreyttir menn gera, þegar þeir koma heim eftir langan vinnudag: Tók hverja kartöfluna af annarri af steikarteininum, stakk þeim upp í sig og kyngdi þeim. Ósúmí flýtti sór að láta fleiri kart- öflur á teininn. Híró svaf á baki hennar og snörlaði lágt. „Það er ekki furða, þó að þig svengi, önnur eins ósköp og þú vinnur“, sagði Ósúmí og leit með aðdáun á tengdadóttur sína, þar sem hún hesthúsaði kartöflurnar I daufri glætunni frá eldinum í sót- ugri stónni. Ótamí þrælaði frá morgni til kvölds og hlífði sér hvergi. Stund- um lét hún ekki einu sinni dag- inn nægja, heldur grisjaði og plant aði við luktarljós. Ósúml bar mikla virðingu fyrir henni. Kannski mátti þó frekar segja, að hún hefði beyg af henni. Gamla konan varð að gera allt innan húss, nema hvað Ótamí þvoði fötin af sér sjálf. En því fór fjarri, að Ó- súmí kvartaði. Hún reyndi að rétta úr sér við og við, en amstraði þind- ar laust þess á mil'li. Aildrei sá Ósúmí grannkonu sína svo, að hún hældi ekki tengda- dóttur hennar á hvert reipi: „Ó- taml er svona“, sagði hún: „Það eru ekki vandræði, þótt einhver deyi, þar sem hún er“. Sannast mála var, að vinnukapp hennar gekk úr hófi. Þegair hún hafði verið ebkja tvö ár, fór hún að tala um að rækta mórberjalund á bökkum áveituskurðarins. Hún sagði, að það væri fjarsbæða að leigja fjórðung úr ekru á tíu Jap- ansdali á ári. Gróðursetti \ ún þar T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 37

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.