Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 11
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Séra Jón M. Guðjónsson:
Akranes og Garðakirkja
Maturinn þeirra dönsku.
Skaftfellingur nokkur var í
kaupstaðarferð á Djúpavogi og
kom þar í eldhús, cr stúlka var að
þvo þvott. Hafði hún hjá sér
krukku með grænsápu, er þá var
lítt þekkt. Hugði hann sýróp í
krukkunni, endd sagði stúlkan
honum, að þetta vær' nú eitt af
því, sem kaupmannsfólkið hefði á
borðum. Bað hann hana að lofa
sér að smakka, en hún lézt treg
til, en lét þó loki eftir, að hann
dræpi fingri í krukkuna, ef hann
yrði fljótur að sleikja af honum.
Maðurinn lét ekki segia sér þetta
tvisvar, tók vænan slurk með fingr
inum, dreif upp í sig og kingdi
þegar. Síðan ræskti hann sig og
mælti:
„Ekki er hann nú bragðgóður,
maturinn þeirra dönsku. En hann
er 'kannski saðsamur.“
Kristján Jónsson, afi Sigurðar
Lúters á Fosshóli, bjó í Úlfsbæ í
Bárðardal á siðari hluta nítjándu
aldar. Umrenningsdrengur kom að
Úlfsbæ, er ull hafði verið þvegin
og borin á þerrivöll. Hnuplaði
hann þar blautum ullarlagði og
stakk undir treyjuboðang sinn.
Kristján varð þessa var og hróp-
aði á eftir drengnum:
„Heyrðu, geyið mitt. Á ég ekki
að þurrka þetta fyrir þig? Það ex
skolli að bera þetta á sér svona
blautt“.
Kærlega þakka ég vini mínum,
Þorvaldi Steinasyni (fiá Narfastöð-
um) fyrir góðar og fróðlegax grein-
ar 'hans í Sunnudagsblaði Tímans
um byggðina sunnan Skarðsheið
ar. — Tvennt vil ég með vinsemd
leiðrétta hjá honum. í 29. tbl. 1968
segir, að séra Helgi Sigurðsson á
Melum hafi flutzt að Jörfa á Akra-
nesi, er hann hætti prestskap. Hið
rétta ex, að séra Helgi lét byggja
hús á Akranesi, er hann nefndi
Marbakka, og bjó þar síðusitu árin
sem hann lifði (d. 1888). Jörfi var
byggður síðax. Gerði það Magnús
Vigfússon á AusturvöUum á Akra-
nesi (afi Sigurðar Vigfússonar, vigt
axmanns á Akranesi) og bjó þar
um áraskeið og til æviloka.
í 38. tbl. 1968 segix, að turninn
í Görðum á Akranesi muni vera á
allt öðrum stað, en honum hafi
verið ætlað að vera, og tilfærðir
heimildaxmenn fyrir því. Kunnu-gt
var mér um staðhæfingu í þessa
átt, áður en ég las grei-n Þorvalds.
Ha-na ber að kveð-a niður, og skal
það g-ert. Vitað er, að Hallgrímur,
hreppstjóri og alþingismaður í
Guðrúnarkoti (d. 1906) var graf-
i-nn í kórstæði Garðakirkju, nálægt
miðju. Legsteinn á leiði hans er
um tvo metra í suður frá miðju
turnveggjar. Turninn gengur því
verulega inn í kórstæðið, a.mk. V»
ef ekki helmingur flatarmáls hans.
Turninn stendur því á kórstæði
gömlu Garðakirkju. — Þessu til
viðbótar má geta þess, að þegar’
athugað var með staðsetningu
turnsins, á sínum tíma, var leitað
til aldraðra manna, sem mundu
glöggt, hvar gamla kirkjan stóð, og
til sönnunar máli sínu bentu nokkr
i-r þeirra m.a. á gamlan legstein, e-r
stóð spöl vestur af stafni kir-kj-
unnar. Þessir me-nn voru fermdir
í Garðakirkju. Er þeir gengu til
spurninga í Görðum og biðu eftir,
að presturinn kallaði á þá í spurn-
ingarnar, gerðu þeir sér til af-
þreyingar að mæla spottann í skref
um frá þessum steini að kirkju
stafninum. Hi-n sömu skref gengu
þei-r svo aftur gamlir menn til
san-nindamerkis um það, hvar fram
stafn kirkjunnar hefði verið.
Lengd kirkjunnar er svo skráð í
gömlum visitazíug-erðum.
Þei-r, sem vilja fær,a gamla
kirkjustæðið í Görðum langan eða
stuttan ve-g frá þvií, sem það var,
rnega vi-ta, að slíkt á e-nga stoð í
því, sem samkvæmt er sannlei-k-
anum.
Með þökk fyrir birtinguna og
góðri kveðj-u til Þorvalds, vinar
móns.
Jón M. Guöjónsson,
Akranesi.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
43