Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 10
hvít. Hestar tv;8'ir, vagmhestar. Ein- eykis léttivagn var þar til fra kon- ungskomunni 1907, atS ég ætla. Björn ráðsmaðurinn sá um út- vegun fóðurbætis, sem var maís- mjöl. Lét hann mig einráðan um heygjöfina, en lagði til, hversu mikinn fóðurbaeti skyldi nota. Þór hallur biskup kom aðeins á sum- ardaginn fyrsta og leit á umgengn- ina, og fannst mér það ekki um of. Hann var þá farinn að þyngj- ast til gangs og átti aðeins hálft annað ár ólifað, er ég fór um vorið. Mjólk, sem var umfram heimil- isnot, var seld í bæinn. Fastir kaup endur sóttu hana í eldhúsið til ráðskonunnar. Ekki get ég sagt að ég kæmist í mikla snertingu við atvinnulífið í bænum. Blöðin las ég að sjálf- sögðu, en átti fáa kunningja og kom óvíða. Menningarlíf bæjarins fór þó ekki alveg fram hjá mér. Leiklist var þar blómleg, og þessi fámenni bær átti marga ágæta leikara og suma frábæra. Ég sat mig aldrei úr færi að fara í leik- húsið, er eitthvað nýtt var þar að sjá komst meira að segja á frumsýningu í eina skiptið á æv- inni, með Birni Þórhallssyni, og kostaði sætið eina krónu og tutt- ugu og fimm aura. Sá ég meðal annars Lénharð fógeta og Syndir annarra eftir Einar Hjörleifsson, og Galdra-Loft Jóhanns Sigurjóns- sonar. Voru það ógleymanlegar og dýrlegar sbundir. í kvikmyndahús kom ég aldrei þennan vetur. Reykjavíkurhöfn var þá í fæð- ingu. Hafði verið lögð járnbraut af Skólavörðuholti að báðum hafnar- görðunum, er áttu að verða (hin eina hér á landi til þessa dags). Ég sá járnbrautarlestina dag hvern úr fjósdyrunum, er hún rann þar, sem nú er Hringbrautin. Ég taldi flest þrjátíu og fjóra grjótvagna aftan í eimvagninum. Ekki get ég sleppt því að minnast þessarar fyrstu hafnar á íslandi, hversu fögur og traust hleðsla hafnargarð anria er og slétt áferðar. Mér til hrellingar ber ég þetta saman við hafnargarða nú, sem líkjast meira heljarurðum á öræfum, en verk- um mennskra manna. Þeir hafn- argarðar, ásamt vegköntum nútím ans, og sárin, sem skilin eru eftir í nánd við vegina, eru þannig, að hroll setur að manni. Þessi verk eiga það sammerkt við suman svo- kallaðan skáldr.kap síðustu tíma, að hvort tveggja skilur eftir ljót fleiður. Ég lenti þrisvar sinnum þennan vetur í mestu mannþröng, sem ég hef komirt í. Haustið 1914 var fyrst úthlutað kolum í Reykjavík. Ég var beðinn að sækja kolamiðana hús- bónda míns. Ég kom í fyrra lagi, en þó _var þröng mikil og húsrými lítið. Ég var hinn þriðji sem fókk afgreiðsliu, en að komast út var eniginn leikur, og þá hef ég verið næst því að verða kraminn af þrýstingi meðbræðra minna. Hug- tak eins og biðröð var þá óþekkt- í aðra mannþröng komst óg á gamlárskvöld, þá niðri í Pósthús- stræti og þar nærlendis. Var þá verið að kveðja gamla árið og um leið Bakkus konung, sem þjóðin hólt að þá væri útlægur geir að fulilu. Þar reiddi menn til og frá, ósj'álfrátt, og þýddi ekki um að sakast, þó flugeldar og sprengjur spryngju yfir og niður við jörð i hópnum, og ekki örgrannt um að brunagöt hafi sézt á fötum, en meiðsli ekki teljandi, en óp og fyr- irbænir kvenfólksins voru átakan- leg, sem ekki var láandi, þær í sínum beztu flíkum, en enginn fékk að gjört. Þetta var eins og náttúrukraftur, en ærsl þessi voru alls ekki illa meint, og ekkert varð að svo teljandi væri. Þá var þriðja mannþröngin, þegar G'ullfossi var fagnað 16. apríl 1915. Þá var á milli mála í fjósinu og að sjálf- sögðu fór ég niður að höfn og var þar þar til „leystist Eyrarfloti." Þar var þröng hin mesta og ein mikilvægasta fagnaðar- og heilla- stund, sem þjóðin hefur lifað. Nútímamenn, sem aldrei hafa ferðazt í lest á dönsku skipi, við þann aðbúnað og viðmót, sem fólk varð þar að sætta sig við, skilja varla þá fagnaðar- og hrifningar- öldu, sem á flæddi um hugi manna og þær vonir, sem við þetta skip voru bundnar. Hygg ég, að ekkert skip hafi elskað verið eins á íslandi og hinn fyrri Gullfoss, og það að verðleibum. Og aldrei get ég sætt mig við það, að skipið skyldi vera selt úr landi, eftir langa og happasæla þjónustu, hljóta síðan annað nafn og vera höggvið upp á erlendri grund. Þetta skip hefði átt að geymast, eins og Fram Friðþjófs Nansens í Noregi. En örlög Guillfoss sýna e.t.v. betur en flest annað þær breyting- ar, sem hér hafa orðið, síðan þjóð* in eignaðist þetta skip. Bruninn mibli 25. apríl 1915 er mér að sjálfsögðu minnisstæður. Ennþá mun það mesti húsalbruni hér á landi. Eldurinn kviknaði um óttuleyt- ið í Hótel Reykjavík, er var gam- alt og stórt timburhús, að lokinni brúðkaupsveizlu. Laufássystkinin, Dóra Þóihallsdóttir og Björn, voru meðal boðsgesta. Voru þau komin heim, en ekki hábtuð, er þau sáu eldinn út um glugga. Biskupinn kom á nærklæðunum inn til mín skömmu síðar og sagði mér tíðind- in. Hjá mér svaf þá Giiðbergur bróðir minn, er beið skipsferðar austur á Stöðvarfjörð, en þangað var hann ráðinn ársmaður til sóra Guttorms Vigfússonar í Stöð. Vor- um við ekki lengi á fætur og fór- um niður í bæ. Var þá Hótel Reykja vík fallið, en mörg önnur hús log- uðu. Talsverður mannfjöldi var þarna furðu nærri bálinu, en lögreglu- þjónar þá aðeins tveir. Minnisstætt er mér tvennt frá þessum mikla bruna, annað var, er brunagafl milli tveggja þriggja hæða timburhúsa, er brunnin voru frá honum, féll niður í eldhafið. varð þó ekki slys, þó fólkið væri allnærri. Hitt annað, þegar sjódælan úr björgunairskipinu Geir, sem lá á höfninni, var komin til hjálpar og var beint að Ingólfshvoli, en þar var eldur kominn í efstu hæðina, braut inn glugga með vatnskraft- inum og bunan stóð brátt út um annan glugga og glerið út um leið. Drap dælan sú eldinn í hús- inu á nokkrum mínútum og varð því bjargað, þó fórst eigandinn í brunanum, mun hafa kafnað í reyk. Nú eftir nærri 54 ár, er Reykja- vík og mannlifið í höfuðstaðnum, er nú kallast borg, orðið svo ólíkt því sem þá var, að líkt og um hill- ingu sé að ræða. Síðan hef ég oft dvaliö hér langdvölum-, þó átt hafi heima á öðru landshorni, en alltaf minnist ég þessara fyrstu kvnna minna af Reykjavík með ánæsju. * 42 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.