Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 14
Hold og moíd - Framhald aí bls. 39. út í dauðann. En einhvern tíma dey ég. Ég dey, og þá geng ég aftuir og vitja þín. . Þannig öskraði Ósúmí formæl- ingar sínar og heitingar með dreng inn í fanginu. Hann var byrjaður að gráta. En Ótamí, sem legið hafði hreyfingarlaus við eldstóna, lét sem hún heyrði ekki heiftaryrði tengdamóður sinnar. Ósúmí dó þó ekki. Aftur á móti veiktist Ótamí, sem oft hafði grobb að af hreysti sinni, og dó að viku liðinni. Það hafði komið upp skæð taugaveiki í þorpinu og lagt marga í gröfina, og hún varð Ótamí að aldurtila. Járnsmiðurinn í þorpinu var einn þeirra, sem féllu í valinn, og Ótamí hafði verið kölluð á vett- vang daginn áður en hún veiktist til þess .að taka gröfina. í húsi jám- smiðsins hafði hún séð ungan læknanema, sem komið hafði ein- mitt þennan sama dag til þess að einangra þá, sem veiktust. „Þú hefur fengið þetta þar“, sagði Ósúmí með dálitlum álösun- arhreim við sjúklinginn, sem lá gljáandi af sótthita á strádýnu sinni, þegar læknirinn var farinn. Daginn, sem Ótamí var jörðúð, var hellirigning. Samt sem áður komu nær allir þorpsbúar að gröf- inni, meira að segja sjálfur hrepp- stjórinn. Allir hörmuðu, að Ótamí skyldi deyja svona ung, og allir vottuðu Ósúmí og Híró samúð sína: Nú áttu þau ekki neinn að, sem gæti unnið fyrir þeim. Sveit- airstjórnaroddvitinn sagði Ósúmí, að það væri á döfinni, að héraðs- ráðið vottaði Ótamf virðingu sína Þeir, sem hugsa sér að halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í hjá þeim og ráða bót á bví. skjallega innan skamnis. Ósúmí gat ekiki annað en lotið höfði, þeg- ar hún heyrði þetta. „Jæja, Ósúmí“, sagði góðlátleg- ur oddvitinn og margkinkaði sköll- óttum kollinum. „Þú verður að sætta þig við þennan mikla missi. Við höfum sent héraðsráðinu beiðni um, að tengdadóttir þín verði heiðruð, og ég hef sjálfur far ið fimm sinnum til þess að tala við héraðsstjórann. En við verðum áð sætta okkur við missinn, og það verður þú líka að gera“. En það var tómahljóð í predik- unartóninum, skólakennararn- ir litu á hann af sýnilegri vanþókn- un. Kvöldið eftir jarðarförina lagð- ist Ósúml til svefns með Híró í fangi sér undir flugnanetinu í horni bakherbergisins, þar sem Búddaaltarið var. Annars voru þau vön að sofa í myrkri. En þetta kvöld loguðu kerti á altarinu, og úr sængurfatnaðinum lagði ein- kennilegan þef af sóttvarnarlyfj- um, er á þau hafði verið stökkt. Þetta hélt vöku fyrir Ósúml, og hún lá lengi vakandi. Henni bland- aðist ekki hugur um, að dauði tengdadóttur hennar var henni hið mesta happ. Nú þurfti hún ekki framar að leggja eins hart að sér og hún hafði gert. Þar að auki hafði hún ekki lengur beyg af því, að hún yrði sneypt og snupruð. Hún átti þrjár ekrur lands og þúsund Japansdali í banka. Upp frá þessari stundu voru þau Híró frjáls að því að háma í sig ljúf- feng, soðin hrísgrjón, því að eng- inn neyddi þau oftair til þess að sætta sig við ólystugan graut, sem búinn var til úr blöndu af höfr- um og hrísgrjónum, og hún átti það ekki yfir höfði sér, að neinn amaðist við því, þótt hún keypti heila bagga af saltfiski, kjörmeti sínu. Aldrei á ævi sinni hafði hún verið jafnáhyggjuilaus og þessa nótt. Allt í einu minntist hún nætur, sem hún hafði lifað fyrir níu ár- um. Þá hafði henni fundizt sem fárgi væri af sér létt, alveg eins Lausn 1. krossgátu og nú. Það var nóttina eftir ,að ein'kasonur hennar, hold af hennair holdi og blóð af hennar blóði, var borinn til grafar. Og nú hafði kona sonar hennar, er ól eina barna- barnið, sem hún átti, verið ausin moldu. Ósúmí opnaði augun og sá, að sonarsonur hennar svaf vært í handarkrika hennar. Sakleysislegt andlitið sneri upp, en sem hún virti fyrir sér drenginn, sem hvíld- ist í værum svefni, rann það upp fyrir henni, að hún var ekki annað en aflóga skar, og á samri stundu rann henni sárt til rifja hlutskipti þeirra beggja, Nítarós og konu hans, sem svo lengi hafði verið henni óþægur ljár í þúfu. Hún vor- kenndi þeim að deyja svo ungum. Við þessar geðsveiflur var sem hat ur og beiskja, sem hún hafði alið með sér í níu ár, þurrkaðist út á svipstundu. Hana langaði til þess að umvefja þau öll þrjú — soninn, tengdadóitturina og drenginn þeirra. Mest vorkenndi Ósúmí þó sjálfri sér að hafa lifað hin bæði og eiga ekki annað fram undan en aumkunarverðan einstæðingsskap. „Ótamí“, hvíslaði hún veikum irómi, því að enn var sál hennar í húsinu, „hvers vegna fórstu frá mér?“ í næstu andrá tóku tárin að flæða niður kinnar hennar. Hún hafði heyrt klukkuna slá fjögur, þegar svefninn og þreytan sigruðu hana. Það var rétt í sama mund og morgunfölvann lagði á himininn yfir stráþekjum húss hennar og dögunin seildist köld- um, gráum fingrum upp á austur- loftið. J.H. þýddi. L. £ D 1 L i C 7 - A/ÝV)>r yuKr am M ú Jk. £ L 7 J i/ 1) T 7 I i i 6 r ? £ « u « i K úXw £ sþí£ iX»í íi»«|bi rX^ L r fi' y T fi W íVu R £ I A i I 'f1J> fi ÆXr.'A/Xi '£ RX n n n /. •'S. ■ A X Q £ * J Ó ! V1'1 tSM n stKl* ?X*r fi n L fii^ A i j> ■Vx’ *? r ** <■ l Jfi&C - - S u o rtH-e l fi yJJfib fi L X A 1> U O A * /CO M i X ■ ' >1 fi 1 fi tBl- A £ V / i N C X V • r h X t A 0 c * t> x • ?X\ Æ lY/> K /X 1 c TX'c *' Kc K K* XÆC I X * ^ • X * 0 R T V ' - ^ T 46 IlBINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.