Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 13
Stefán Jónsson í Hlíð: Barnsfaðir Ásdísar frá Kolmúla í langri og ýtarlegri frásögn í Sunnudagsblaði Tímans, 6. og 7. tölublaði á fyrra ári, hefur Sig- steinn Sigurbergsson gert niðjum Ásdísar, formóður sinnar, svo 'greinileg skil, að Benedikt fró Hof- teigi hefur í 16. töiublaði fært greinarhöfundi þakkir fyrir frS- sögn hans. En barnsfaðir Ásdísar, Arngrimur Jónsson, er svo sögu- leg persóna, að gera verður hon- um meiri skil en gert er í frásögn Sigsteins. Með þvi móti verður mönnum ljóst, hvort dómur séra Hjálmairs um, „að hún hafi fallið með þeim líðilegasta strák, sem fást kunni í nálægum sveitum,“ er á rökum reistur. Sögulegur ferill Arngríms byrj ar um 1814. Þá er hann 19 ára 'gamalil, dæmdur til 3 sinnum 27 vandairhagga refsingar fyrir lög- brot. Eftir það er hann náðinn vist- maður að Kolmúla. Þar gerir Ás dís heimasæta, þá innan við tví- tugsaldur, hann að friðli sínum og fæðir honum barn 1817. Vegna þessa verður Arngrí'mur sekur um lauslæti, framið í fyrsta sinn. Árið 1820 er Arngrímur til heim ilis á Hafranesi- Þá fæðir Ásdís honum annað barn, veldur það brot þyngri fjárútlátum en hið fyrr-a vegna endurtekningar á sömu sök. Á þessu sama ári 1820 er Arn grímur dæmdur af sýsiumanni Tvede fyrir þjófnað tii ævinlegs erfiðis í Kaupmannahafnar tukt- húsi. Landsyfirréttur breytti dómi sýslumanns í þriggja ára þrælk- 'un við festingarerfiði í Kaup mannahöfn. I þessu máli var lagður fram vitnisburður tveggja presta um Arngrím. Var hann á þessa lu.nd: „Mjöig svo illa uppalinn og upp- fræddur — en óráðvandur að nátt- úrufari.“ Þannig stóðu sakir Arngríms, þegar séra Hjálmar gifti Indriða og Ásdísi 1822, og hún þá að falli bomin. Ekki verður því neitað, að prest ur hafi haft full rök fyrir þeim ummælum, sem hann hafði um hjónaefnin í vígsluræðunni al kunnu. Hispurslaus hreinskilni séra Hjálmars á þeim stað og þeirri stundu, er af mörgum honum til lýta lögð, því að hann virðir að vettugi mólsháttinn: „Oft má satt kyrrt liggja“. Ásmundnr Arason, systursonur Ha'llgiríms í Sandfelli, bjó ekki í Hlíð, byrjaði búskap í Vík og býr þar 1816. Kona Ásmundar var Ástriður Sigmundsdóttir frá Holt- um á Mýrum. Hjá þeim var Sig- ríður, systir hennar. Með henni eignaðist Ásmundur framhjátöku barn 30. marz 1821 — skírt Vil- borg. Skömmu siðar, 5. apríl, fæð- ir kona hans dóttur, er skírð var Ingibjörg. Kemur hún fram í frá sögn Sigsteins. Þegar Sigriður kemur aftur í sveit sína vorið 1822, ex komu hennar í Einholts só'kn minnzt þannig: „Átti barn 30. niarz í fyrra austur í Lóni með manni systur sinnar, sem er hennar fyrsta lausa'leiksbrot, en hang ann- að hórdómsbrot." f Kam'bshjáleigu í Hálslþinghá búa hjónin Jón Jónsson og Mar- grét Erlendsdóttir, hjá þeim er dóttir bónda, Guðrún, 20 ára. í þetta heimili kemur Arngrímur, að l'O'knum áðurnefndum þriggja ára refsidómi, um 1825. Fyrsta verk hans þar, sem í frásögur er fært, er það að gera heimasætuna, Guðrúnu Jónsdóttur, þungaða. Til þess að það reiknist honum ekfei sem í þriðja sinn framið lausa- leiksbrot, tekur hann þann kost að kvongast Guðrúnu aðeins áður en barn þeirra fœðist 2. desember 1826. Talið er, að börn þeirra hafi orðið fimm, hið síðasta fætt 1835. Búskaparhokur þeiirra var í Stekkj arhjáleigu. Þó Arngrímur eignist heimili, konu og böm, eru þeir vankant- ar í skap'gerð hans enn sem áður fyrri. Nábúi hans, Jón Pálsson í Bjargarrétti, kærir Arngrím fyrir þjófnað og hneykslanleg mök við konu sína, Ingibjörgu Antondus- dóttir. Segir Jón, að hann hafi séð þau saman í sæng. Sama segist Þorlákur, sonur þeirra, hafa séð öðru sinni. Mál þetta var tekið til dóms í landsyfirrétti 1836. Hórdómssökin var felld niður vegna vöntunar á hlutlausum vitnum. Úr þjófnaðar- sökinni varð fremur lítið, en saik- arkostnað var Arngrímur dæmdur til að greiða. Arngrímur andaðist á heimili sinu 1843, talinn þá 48 ára að al’dri. í Ættum Austfirðinga fær hann kenningarnafnið „glæpamað- ur“. Þorlákur frá Bjargarrétti flytur frá Tittlingi á Berufjarðarströnd að Bæ í Lóni 1847 með konu sína, Vilborgu Guðmundsdóttur, og for- e*ldra sína, Jón og Ingibjörgu áð- urnefndu. Það vefcur athygli, að með þeim kemur fósturdóttir, Kat- rín Hansdóttir, eflaust dóttir Arn- gríms í Stekkjarhjáleigu. Lítur út fyrir, að hún lendi þar í fóstur af vinsemd við móður hennar, er heimilið í Stekkjarhjáleigu leysist upp eftir lát Arngríms. Þorlákur fluttist frá Bæ að Hraunko'ti, en þaðan fluttist hann með fólk sitt 1858 austur á fyrri slóðir. Vilborg, kona hans, var föðursystir Sigfúsar er síðar bjó 1 Víðidai. Þótt til séu munnmælasagnir um þetta fólk, verður þeim ekki flífcað 'hér . Lýkur þá þessari fiásögn. r ■■■■ - ■■■■" ■■■■ Þeir sem senda Sunnu dagsblaðinu efni til birtingar, eru vinsam- lega beSnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aðra hverja línu. IUIINN - SUNNUDAGSBLAÐ 45

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.