Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 19.01.1969, Blaðsíða 12
Vísnaspjall Gamla í einum þættinum vorum við að spjalla um ýmislegt til afþrey ingar í skammdeginu, og verð- ur hér fyrst eins konar fram- hald á því. Reyndar er það nú ekki allt bundið við skammdegi, ýmislegt iðkað oftar en þá. En hvað um það. Þorstlátur gerist þá margur: Grímur Thomsen sagði: Sagt er, að mér sopinn þyki góður, satt er það og skal ei málið verja, þyrstir hvem er þungan sækir róður og þungt er útnyrðinga lífs að berja Hér kemur játning margra, þótt ekki búi allir sinnj játn- ingu j>afn glæsilegt form: Full af báli faðma ég þig flaskan hála og svarta, þó þú báli brennir mig bæði á sál og hjarta. Þegar þátturinn er skrifaður, eru framundan margir og mikl- ir hátíðisdagar. Kannski sama verði reynslan og Matthías Joch. lýsir: ó já, það geta ekki allir verið eins og Sankti Páll. Við brimlöðrandi brenni- vínsskerið er breiði yegurinn háll. En veigarnar, sem að vörum eru bornar, eru af ýmsu tagi. Grímur bóndi á Bessastöðum viair alltaf kjamyrtur: Á vara þinna bergði ég brunni buirt hef ég margar sorgir kysst ItíU þér lífsins dögg ég drafck af munni en drafck þó aldrei rnína lyst. Þegar kraftar lítoams linna lífs er úti glím'an stinn, vörum dreypa í vara þinna vil ég bikar enn eitt sinn. f orðasbað Vatnsenda-Rósu er þessi kveðin, sennilega af Hall- dóri Friðjónssyni, sem þýddi leikrit Elínar Hoffmann um hana og Natan: Hvar sem ferðu um fold og haf fiátt þér meyjar unni. Dauðans veigar drekktu af drósar hverjum munni Annar Húnvetningur kvað: Veittu svörin svima högg sælukjörum mínum, æskufjörið dauðahögg dratok af vörum þínum. Skulum við nú láta veigam ar hvíla um stund. En hér lýs- ir Halldór Friðjónsson sólarupp komu, og þá sennilega við Eyja- fjörð: Skuggar beygja ferðir firá. Förin ei má bíða. Geislafleyi um svalan sjá siglir eygló blíða. Við búum á eyju, það er því ekkert undaríegt þótt höfðað sé til sjávar eða siglinga í mörgum vísum, sem líða af vörum eyja sfceggja. Vel heldur Friðrik Han sen sævarlíkingunum í þessari alfcunnu vísu, sem stundum er reyndar eignuð öðrum: Um tilverunnar sollið svið sjóir rísa og falla. Ég hef brotið bát minn við blindstoer eigin galla. Hér er önnur og sennilega mun raunverulegri siglingavisa eftir Guðmund Geirdal: Slær í hnjúka vítt um ver, vastir rjúfca og kruma, hrannir strjúka úr muna mér móðursjúka drauma. Etoki er klaufabragur hjó Stephani G. á mannlýsingunni þessari: Þér varð kunnur sérhver sær sólarfivarfs að linum. Allt var haf og himinn fær huga frjálsum þínum. Fáar visur munu vera eftir Pál Melsted sagnfræðing, en þessi, sem hér kemur mun vera ein af þeim, sem hægt er að hafa yfir án þess rímið þekkist, en tildrög hennar hafa verið að deilt var um nýprentað kvæði, nafnlaust, hvort vera mundi eft- ir Grím: Ekki er þetta eftir Grím — aulalega spyrðu — Það er miklu mýkra rím en meistaraljóðin stirðu. Stuðla í hljóði íslenzk orð eyði-slóð er breð ég — einn um Ijóðalausa storð líksöngsóðinn kveð ég. En það eru fleiri, sem eiga sitt óðal, þar sem vísan er. Steindór Sigurðsson, segir m.a. um vísuna: Vertu ávallt, vísan mín, vinurinn alira bezti. Oft hefur verið ást til þín allt mitt veganesti. Þegar bítur brjóstið stál breyzkra hugrenninga, vaka eins og vor í sál vísur íslendinga. 44 T t D I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.