Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 2
 Talið var um síðustu helgi, að Eisenhower væri að berja nestið. Ekkj fór á milli mála, að Útvegsbankinn var búinn að opna nýtt útibú við Grensásveg. Nixon hafði mætt blíðu og stríðu á skyndiför á milli nokk- urra höfuðborga í Norðurálfu, og uppskátt var gert, að Fiðl- arinn á þakinu yrði sýndur i Þjóðleikhúsinu upp úr miðjum mánuðinum. Ég held, að þorri Reykvík- inga hafi ekki-gert sér sérlega títt um neitt af þessu. Þetta mátti svo vera, en skipti fæsta verulegu máli. En eitt var það, sem vitnaðist um þessa sömu helgi, er þegar komst á allra varir: Hroðalegar misþyrming- ar á fimm ára gömlum dreng. Svo var sagt, að báðir hand- leggir hans hefði verið brotn- ir og áverkar að auki á hálsi, fótum og úlnliðum, líkt og eft- ir bönd. Hann staxði opnum augum upp í loftið og varð ekki mæltur máli — líkastur því, að hann hefði fundizt í Biafra. Áverkarnir voru ekki nýir, að minnsta kosti sumir, því að brotin bein voru tekin að gróa saman. Aftur á móti var hann í eðlilegu holdum, að sagt hefur verið. Fólkf varð bilt við þessi tíð- I' indi. Mönnum bregður í brún, þegar þeir hafa spurnir af slíku mitt í höfuðborg velferðarrík- isins. Það eru eðlileg og mann leg viðbrpgð. Þau eru líka eina ljósglætaii, sem Ieikur um þetta svið. í sjálfu sér er það ekki frétt- næmt, og þarf ekki einu sinni að koma neinum á óvart, þótt börnum, sem eru undir hand- arjaðri óreiðufólks, sé misboð- ið. Alvarlegasta hlið þessa máls er ekkj heldur sú, að manneskja eða manneskjur, sem ætla verð Bjargar ur truflaðar á geði, misþyrmi barni, jafnvel hroðalega. Annað er enn ískyggilegra: Það virð- ist ekki hafa verið nýtt, að þess- um limlesta dreng væri mis- þyrmt. Og enginn skarst í leik- inn fyrr en seint og um síðir. Bezt er að fara varlega í dóm um. Óhugsandi er þó annað e\i einhverjum hafi verið kunnugt um það, að drengurinn átti hræðilega ævi. Þeim, sem sáu hann. ætti að hafa hnykkt við, því 'að á ferli hefur hann lík- lega verið stundum. Vart fer hjá því, að einhvern tíma hafi gestir komið á heimilisnefnu hans og mátt skilja, að ekki myndi allt með felldu. íbúðin var í hljóðbæru og mannmörgu timburhúsi. Heyrðist þaðan aldrei neitt, §em vakti illan grun? Og skyldi lögreglan aldrei hafa haft nein afskipti af þvi fólki, sem átti að veita þessu barni forsjá, eða er ekki hafður á sá vari, að hún láti barnaverndarnefnd vita, þegar hún kemst á snoðir um ískyggi- lega hætti fólks, sem á yfir bðrnum að ráða? Ég get hvorki svarað þessu játandi né neitandi. Mig brest- ur gögn til þess. En ekki hef- ur komið fram, þegar þetta er skrifað, að þeim, sem hér máttu og áttu að skerast í Ieikinn, hafi verið gert viðvart fyrr en í margfalt óefni var komið. Sagan um þennan íslenzka Bíafradreng í höfuðborg lands- ins veldur því, að mér kemur í hug önnur saga. Hún gerðist fyrir meira en öld, líklega sem næst þriðjungi betur. Ungur maður gisti á bæ í afdal í Skaga firði. Þegar hann var háttaður, sá hann í tunglskinsglætunni, sem lagði inn um skjáinn, hvar agnarhtil mannveran skeið út úr gati á veggjarþiljum og sett- ist á skemil við rúm hans. Þá áttaði hann sig loks á þvi, að þetta var fimm eða sex ára gamalt barn .skinhorað. í næstu andrá reis annað heimahjóna upp í rúmi sínu og sagði hörð- um rómi: „Skammastu upp í skotið þitt“. Og samstundis skauzt þessi litla mannvera inn um gatið í híbýli sín milli þils og veggjar. Sums staðar áttu umkomu- laus börn illa ævi fyrr á tím- um, og við býsnumst yfir harð- ýðginni. En það var líka víða skotið skjólshúsi yfir þá, sem hraktir voru, þótt oftar hefðu góðir menn mátí skerast í leik- inn en þeir gerðu. Hörmulegt ©r hitt, ef svo er komið, að við, allsnægtafólkið, göngum þegj- andi hjá, án allrar íhlutunar, þar sem níðst er á börnum. Og í meira lagi er það undarlegt í landi, þar sem stjórnarvöld eru svo árvökur, að lögreglusveitir eru sendar út í fullum tygjum, líkt og til orrustu búnar, til þess að stimpast og slást við unglinga, sem ganga með spjöld á prikum um götur bæjarins, og liðskostur er sóttur í aðra kaupstaði til þess að þjarma að þeim, sem á tröppur setjast í trássi við guð og Grikkjann, skuli ekki líka nokkurt kapp lagt á, að fylgjast með því, hvar lítil börn eru í lífshættu, svo að ekki sé minnzt á sálarháskann. Við skulum að vísu vona, að ekki leynist víðar börn, sem hafa verið beinbrctin En minna má að gera, og kann þó vera þörf íhlutunar, Umfram allt ættum við, fólkið í landinu, ekki að temja okkur að loka aug- unum fyrir því, þegar þeim er misboðið, er varnarlausir eru og engan kost eiga þess sjálfir að rétta hlut sinn. Og þá reglu ættum við að hafa í huga, hvort sem það eru menn eða dýr, sem níðst er á. JH.. 194 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.