Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 8
Útlagar eygja von - eftir 20 þrautaár í meira en tuttugu ár hefur dá- lítill hópur fólks þraukað í útlegð á smáeyjum í Kyrrahafi, stundum svo báglega kominn, að yfir vofði mannfellir af völdum hung- urs og hors. Þetta er það fólk, sem forðum átti heima á Bíkiní. Nú eir sú stund loks runnin upp, að það gerir sér vonir um að geta horf- ið heim innan fárra missera. Að- koman verður þó ekki glæsileg. Á Bikiní stendur ekki steinn yfir steini. Eyjarnar eru allar vaxnar gagnslausum villigróðri, ávaxta- trén horfin og sumar þær dýra- tegundir, sem mest voru til nytja, Það koma eins og þruma úr 'heiðskíru lofti yfir þetta fólk, er bandaríikir herforingjar og stjórn- arerindrekar tjáðu því fyrir rösk- n tuttugu og þrem árum, að það rði allt flutt brott úr heimkynni sínu, nauðugt ef það færi ekki af fúsum vilja. Enginn vildi fara, en allir urðu að beygja sig fyrir of- ureflinu. Alls voru búarnir þá 167 að tölu, og áttu flestir heirna á megineynni, en nokkrir á sum- um smáeyjanna, sem umgirða Bi- íkiní-lónið. Orsökina vita aliir; Bandaríkja- menn höfðu valið eyjar þessa fóiks til tilrauna sinna með kjarno'rku- sprengjur. Þeir höfðu áður sprengt þrjár slíkar sprengjur — hin« fyrstu á éyðimörk í heimalandi sinu, en siðan varpað tveim á jap- anskar stórborgir í striðslokin, Bíróshíma og Nagasakí. Nú vildu þeir fá úttiafsey, fjarri heimaland- inu, til þess að varpa á sprengjum sínum. Þeir festu augun á Bíkini, og skyndilega var eignarrétturinn alls eiíginn réttur og mannréttind- in ekki nein réttindi. í maímánuði 1946 var kjarn- orkusprengja sprengd í fjórða sinn i sögu heimsins. Það gerðist yfir hinu fagra Bíkiní-lóni, þar sem níu- tíu og sjö gömul, mannlaus her- skip lógu þá við akkeri. Þetta var í fyrsta skipti, að kjarnorku- sprengja var sprengd á friðartíma, og varð þessi atburður upphaf kapphlaups stórveldanna tveggja um kjarnorkuvígbúnað. Næstu ár sprengdu Bandaríkja- menn tuttugu og tvær helsprengj- ur yfir Bíkiní og á eynni sjálfri, þar með talin fyrsta vetnissprengj- an. Sérfræðingar sögðu, að mönn- um yrði aldrei framar líft á þess- um stað.- Bíkiní var hroðalega leikin. En spádómum sérfræðinganna skeik- aði. Nú eru tíu ár liðin síðan síð- asta sprengjan var sprengd, og síð- K««nan tl4 Bikinl; Mennirnir stökkva upp í f|öruna. Aillr hröSuSu þ«lr sér bekia lelS í klrkjugarSinn. fcJQ T I M. 1 N N — SUNNUÐA6SBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.